Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1957, Blaðsíða 2
366 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þóttist hún lofa því. Tók hún síð- an í hönd hans, leiddi hann til bað- stofu og lét hann leggjast til hvíld- ar í rúmið sitt. Endaði draumur- inn á því, að hún sá hann bregða þar blundi aftur, glaðan og heil- brigðan. Er Sigríður vaknaði, varð henni þegar ljóst hver það var, sem vitj- að hafði hennar í draumnum. Ákvað hún þá að bregðast betur við en föðursystir hennar. Aldrei hafði hún þó séð mann þennan, enda barn að aldri þegar hann dó. En því hét hún, að ef hún ætti eftir að eignast dreng, skyldi hann hljóta nafn draummannsins og nefnast Kristmann. Ekki þurfti hún lengi að bíða efndanna, því þá þegar var hún orðin barnshafandi. Hver var þessi látni maður, er sótti svo fast að eftir honum væri heitið? Nafn hans var fágætara þá en nú, þótt enn sé það fremur óal- gengt. Og hversvegna hann var skírður Kristmann, hefur mér ekki tekist að fá vitneskju um. Faðir hans var Jónsson, Jónssonar prests að Kvennabrekku, upprunninn í Dölum vestur, geðfelldur og vel að sér, en enginn fjáraflamaður. Moð- irin, Ingibjörg Jónsdóttir, var ætt- uð úr Húnavatnssýslu; en hennar móðir hét Marsibil, skáldmælt vel, hress í anda og átti tuttugu börn. Eru niðjar hennar dreifðir víðs- vegar um landið og er einn þeirra rithöfundurinn Friðrik Ásmunds- son Brekkan, bróðursonur Krist- manns. . Jón og Ingibjörg reistu bú að Þórólfsstöðum í Miðdölum, sem er rytjukot, skammt fyrir innan Kvennabrekku. Þau eignuðust nokkur börn, en lítinn auð. Innan tíðar urðu þau að fara í hús- mennsku og jafnvel skilja samvist- ir með köflum, sökum örbirgðar. Kristmann fæddist á Þórólfs- stöðum 6. október 1853, en var fluttur ársgamall að Mjóabóli í Haukadal. Það er léleg bújörð, en sumarfagurt land. Þegar drengur- inn var ellefu ára, drukknaði fað- ir hans í sjóróðri syðra (árið 1864) og mun fjölskyldan þá hafa staðið uppi allslaus. Árið 1868 er Kristmann fermdur. Segir kirkjubókin hann „upp- fræddan af fóstra og presti“, en um kunnáttu hans, greind og sið- prýði eru höfð þessi tvö orð: „allt dável“. Og nú er fátt vitað með vissu um piltinn, þar til hann gerist gull- smíðalærlingur í Reykjavík. En það virðist ljóst, að hann hefur ekki verið vel fallinn til að gerast bóndi. Hann hneigðist til dag- drauma, þráði fjölbreytt líf, fögur híbýli og glæsilegan klæðnað. Skáldmæltur var hann og hafði brennandi áhuga fyrir hljómlist. Fremur var hann veikbyggður, og þótt hann sýndi jafnan þægð og vilja, hafði hann lítið þrek til lík- amlegra afkasta. Hann var fríður sýnum og fagureygður, dökkur á hár og sambrýndur, en brúnirnar miklar og svartar. Konur litu snemma hýrt til hans. Unglingsárin í Haukadal hafa vafalaust verið rík að ljúfum draumum, en ömurlegur veruleik- inn svarf æ fastar að. Glitvefnað- ur óms og óðs í huga hinns unga listamanns samrýmdist illa við- horfi daglega lífsins og því verr sem árum fjölgaði. — Hvað var þá til ráðs? — Ef til vill minntist hann manns úr Reykjavík, er stundum fór um sveitirnar með bagga af allskonar gylltu skrauti? Gull var fagurt, en auk þess lyk- illinn að lystisemdum heimsins. — Pilturinn kvaddi með kossi og tár- um móður sína og fóstra í Hauka- dal. En bros var í augum hans, er horfðu fram til hins fjarlæga og talsvert óljósa draums framtíðar- innar. Hann gerðist gullsmíðanemi í Reykjavík. Og enda þótt fátæktin væri honum enn fylgispök, breytt- ist líf hans smámsaman í þá átt, sem óskirnar bentu. Honum auðn- aðist að læra að leika á orgel og fleiri hljóðfæri. Nafn hans er meira að segja bundið hljómlistarsögu íslands, þótt í litlu sé: Hann stofn- aði, ásamt Helga Helgasyni, fyrsta hornaflokk Reykjavíkur. Prúð- mannleg framkoma, fríðleiki og sjaldgæfir persónutöfrar gerðu hann brátt vinsælan í höfuðstaðn- um. Ekki síst meðal kvenþjóðar- innar eignaðist hann vini, er mundu hann til hinstu stundar. Og enda þótt karlar litu hann nokkr- um öfundarþjósti, svo sem títt er um slíka menn, jókst honum álit, einnig þeirra á meðal, og kom öll- um saman um, að þar væri hið ágætasta mannsefni. Kristmann var bindindissamur og er vissa fyrir því, að hann bragð- aði ekki áfengi á námsárum sínum. En þeir, sem þekktu hann best, stóðu fast á því, að hann hefði aldrei notið áfengis. Hvað sem um það er, var hann gleðimaður og ávalt ljúfur í við- móti. Átti hann því marga kunn- ingja. Hann var með afbrigðum vel þokkaður. Húsbóndi hans hrós- aði honum fyrir gáfur og gott dag- far. Vinum hans þótti mjög vænt um hann. Hann var blíðlyndur og ekki laust við angurværð í geði hans. Má vera, að þar hafi leynst einhver grunur um þau örlög sem biðu. — Sunnudaginn í sextándu viku sumars eða í byrjun ágústmánaðar, sumarið 1881, gerðist sá hörmulegi og dularfulli atburður, er olli dauða þessa geðfellda efnismanns. Veður var fagurt þennan dag og fóru margir Reykvíkingar í út- reiðartúr. Riðu sumir eitthvað upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.