Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 391 FYRSTI KVENSTÚDENT- INN Á ÍSLANDI tímis. Og hvað sem allri hjátrú leið, mun Tönsberg hafa hugsað sem svo, að enginn skaði væri skeð- ur þótt það drægist á langinn að sprengja stóra steininn. Stjórn búsins gæti svo tekið ákvörðun um hvort hún vildi halda fast við fyrri samþykkt sína að ryðja honum burt. Og steinninn var látinn óhreyfður. En það er af hænunum að segja, að þæi urpu ekki einu einasta eggi frá 31. maí fram til 14. júní, eða í hálfan mánuð. En þá hafði Töns- berg tekið ákvörðun um að hreyía ekki við steininum nema eftir fyr- irskipan. Og þegar hann kom í hænsahúsið 14. júní, brá svo við, að þar voru 5 egg. Síðan jókst varpið jafnt og þétt og 30. júní voru eggin orðin 217. Þá var varp- ið að færast í samt lag aftur án þess að nokkur sjáanleg ástæða væri til þess. Það drógst fram til 31. júlí að hægt væri að halda fund með stjórn búsins. En í fundargerðinni þá stendur að það hafi verið sam- þykkt að hrófla ekkert við stóra steininum á lóðinni. Og síðan hefir ekki borið á neinum dyntum í hænunum. Reykjavík tók að þenjast út og ný bæarhverfi risu upp hvert af öðru þar sem engan hafði órað fyr- ir að byggð mundi standa. Erfða- festulönd og leigulóðir voru þa brytjuð niður í byggingalóðir. Og svo fór um lóð hænsabúsins við Háaleitisveg. Mikill hluti hennar var tekinn undir byggingar og vegi, svo að nú er stóri steinninn ekki lengur innan umráðasvæðis hænsa- búsins. Á þessum stað á að koma ný gata, sem h'eitir Ármúli, og á þessu ári hefir risið þar upp nýtt hús, raf- magnsvinnustofa. Annað hús á að í'ramh. á bls. 404 ELINBORG JAKOBSEN útskrifaðist frá Lærðaskólanum í Reykjavík árið 1897, eða fyrir 60 árum, eins og Morgunblaðið skýrði frá um síðustu mánaðamót. Þar var því bætt við að hún muni hafa orðið að taka prófið utan skóla — eða ekki fengið skóla- vist, — en það er ekki rétt. Hún var bekkjarsystir mín í 6. bekk skólans veturinn 1896—’97, og auk þess las ég með henni skólafögin þann vet- ur — og hlaut að launum húsnæði og morgunkaffi. Því finnst mér skylt að leiðrétta þetta og bæta við um leið nokkrum upplýsingum, sem fallnar munu í gleymskunnar sjó hjá mörgu gömlu fólki hvað þá hinum. — Vænt- anlega geta þær og verið íhugunarefni ungu kvenstúdentanna. Foreldrar Elinborgar voru frá Fær- eyjum en höfðu dvalið hálfa ævina eða lengur í Reykjavík, því að Elin- borg var fædd í Reykjavík 10. október 1871. Faðir hennar stundaði skósmíði og bjó lengi í húsi Kristjáns Ó. Þor- grímssonar við Austurvöll. Halldór Friðriksson yfirkennari bjó í næsta húsi og konur þeirra Halldórs og Jakobsens voru vinkonur. Mun það hafa komið sér vel þegar Elinborg sótti um skólavist. Það var dálítið erfiðara þá en nú fyrir ungar stúlkur að ganga mennta- veginn. Elinborg tók 4. bekkjar próf utan skóla vorið 1894 með ni. eink- unn. Latneski stíllinn og stærðfræðin aðai þröskuldarnir, enda tímakennslan áður í mestu molum, — og það sem lakara var: greinileg andúð margra kennara og skólapilta á því, að konur færu „að troða sér í lærðra manna tölu“. Móðir Elinborgar og fleiri hvöttu hana til að halda áfram námi og sækja um skólavist. En það var ekki auðsótt, þegar rektor Lærðaskólans og sumir kennaranna voru því andstæðir — þeir höfðu sízt búizt við „að Halldór Frið- riksson færi að mæla með jafn vafa- samri nýbreytni". Landshöfðingi mun hins vegar hafa stutt ,nýbreytnina“, — og var þá þessu „stórmáli" skotið tll ráðgjafa íslands í Kaupmannahöfn. I desember 1896 kom „ráðgjafabréf" dagsett 10. nóvember sama ár, er ákvað að Elinborgu skyldi leyfð skólavist þegar í stað. Halldór yfirkennari mun hafa búizt við því svari, því að hann bað mig, 1 byrjun skólaársins, að lesa með henni „undir skólatíma”. Skólapiltar tóku henni með „þegj- andi vinsemd" eða fullu afskiptaleysi, og svipað var um kennarana, — nema rektor Björn Ólsen, sem lét þess getið á skólafundi fyrsta daginn sem hún kom í skólann, að hann vonaði „að engin slysni hlytist af þessari óvenju- legu nýung í sögu okkar gamla skóla“. Má nærri geta hvað óþægilegt hefur verið fyrir Elirfcorgu að hlusta á það í áheyrn 100 ungra pilta, sjálf var hún dul í skapi og orðvör mjög, lét aldrei uppi í minni áheyrn hvað henni likaði vel eða illa, — en hún var orðin kjark- lítil og þreytt við margra ára nám og kyrrsetur, og einu sinni ætlaði að líða yfir hana er hún frétti um slæman skólahrekk, sjálfri henni óviðkomandi, sem piltum þótti „engin ósköp“. Ólafía Jóhannsdóttir, vinkona henn- ar heimsótti hana við og við þenna skólavetur. ólafía hafði sjálf hætt skólanámi eftir 4. bekkjar próf, — fékk ekki skólavist — en það var auð- heyrt að henni þótti vænt um að Elin- borg ætlaði ekki að fara eins að. — Ekki datt mér þá í hug að við Ólafía yrðum góðir vinir seinna, til æviloka, því mér þótti hún nokkuð fús til að lenda í stælum, þótt annars væri skemmtilegt að skrafa við hana. Skólanám Elinborgar gekk sæmilega. Tveir eða þrír piltar urðu fyrir neðan hana við miðsvetrarprófið, og II. eink- unn fékk hún við stúdentsprófið. Ekld setti hún upp stúdentshúfu, það mun ekki hafa þótt „nógu kvenlegt" á þeim árum. Hún fluttist til Hafnar með for- eldrum sinum skömmu síðar, og ætl- aði að lesa iæknisfræði við háskólann þar. Ég held hún hafi ekki lokið þvl námi, en annars er mér ókunnugt uaa á i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.