Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gunnar Dal skrifar um PRACMATISMANN IFYRSTU bók sinni „The Principles of Pyschology“ styðst William James á sama hátt og Herbert Spencer við þróunarkenningu Darwins til að útskýra uppruna og eðli mannlegra hugsana. Herbert Spencer áleit um- hverfið hið skapandi afl, sem mótaði huga mannsins. Hann kenndi að nýjar hugmyndir yrðu því til vegna þróun- ar eða breytinga umhverfisins, sem breyttu um leið mannshuganum. Þessi kenning Spencer var aðeins hálfur sannleikur í augum James. — Getur breyting þá aðeins orðið é umhverfi? Hvers vegna getur breyting ekki einnig átt upptök sín í manninum sjálfum? James neitar ekki áhrifum umhverfis- ins eða því að þróun þess veki nýjar hugsanir. En breytingar gerast þó ekki síður í huga mannsins, breytingar í líki nýrra hugmynda sem eiga upptök sín þar — og breyta jafnvel siðar um- hverfinu. James leit á mannshugann sem smiðju tilverunnar þar sem nýjar hugmyndir og nýtt líf er hamrað úr deiglu hins óskapaða. Þannig er hug- urinn skapandi gerandi en ekki þol- andi sem mótast aðeins af umhverfi. Hann er tæki sem ekki aðeins kennir manninum að aðlagast —umhverfinu heldur einnig að umskapa heiminn — sér í hag. Kjarninn í heimspeki James hefur verið nefndur „Pragmatism". Hann er aðferð til að meta sannleiksgildi hug- mynda, kenninga og hugsjóna: — „T’l þess að hugsa fullkomlega skírt um einhverja skoðun þurfum við aðeins að athuga hvaða hagnýt áhrif og afleið- ingar hún hefur í för með sér, hverrar reynslu sé að vænta af henni og hvaða ráðstafanir við þurfum að gera henn- ar vegna. Hugmynd okkar um áhrif hennar er ekki skoðunin sjálf, ef hún á annað borð hefur nokkurt gildi“ Hin nánu kynni James af vísind- um kenndu honum að öllum vísinda- legum sannindum er sífellt verið að kollvarpa, breyta og endurbæta. Hann komst því að þeirri niðustöðu að eng- in óhagganleg og endanleg sannindi v*ru til. Sannindi breytast aiíciit i og víðtœk SÍÐARI HLUTI samræmi við reynslu nýrra kynslóða. Tilveran er ekki óumbreytanleg. Það er, áleit James, alltaf eitthvað nýtt að skapast í alheiminum alveg eins og í manninum sjálfum. James neitar öll- um algildum sannindum, sem til séu óháð mannlegri reynslu. Maðurinn verður því að láta reynslu sina vera mælikvarðann á hvað sé sannleikur og telja það satt sem vel reynist. Eins og fyrr segir álítur James, að hugmyndir manna séu tæki í lífs- baráttunni. Tilgangur þeirra er annað hvort að samlagast betur umhverfi sínu eða breyta því og umskapa ein- staklingnum í hag. í samræmi við þetta verður það mælikvarðinn á sannleiks- gildi hugmyndar eða skoðunar, hvort hún nær því takmarki sínu að verða okkur til nytsemdar og fullnægja and- legum og líkamlegum þörfum. — „Sannar eru þær hugmyndir, sem sam- rýmast okkur, sem við getum staðfest og gert að veruleika". í sjálfu sér er engin hugmynd rétt eða röng. Hug- mynd verður rétt ef hún nær tilgangi sínum og leiðir til hagsældar. Hug- mynd verður röng ef hún nær ekki tilgangi sínum og leiðir til ófarnaðai. Lífið er ekki til vegna hugmynda mannsins, heldur eru hugmyndir manna og þekking til vegna lifsins; sem tæki í lífsbaráttunni. Sannleikur- inn, jafnt sannleikur hinnar heilbrigðu skynsemi og sannleikur vísindanna verður því margvíslegt stundarfyrir- brigði skaþaður af manninum sjálí- um og utan hans eru heldur engin al- gild sannindi til. Og þess vegna eins og Goethe segir einhvers staðar: — „Was fruchtbar ist allein ist war“. — Ekki verður þó Goethe yfirleitt sakaður um að leggja mælistiku markaðstorgsins á Uia «óri sannmdi áhrif hans Pragmatisminn, þessi nýi mælikvarði á hvað sé sannleikur, kann að vera hagkvæmur að vissu marki og hefur ó- neitanlega nokkuð til síns máls. Samt virðist hann einnig eiga sínar takmark- anir: — Á miðöldum t. d. var jörðin talin flöt og sú var tíðin að enginn áleit hana hnöttótta. Ef sannleikur er ekki til óháður skoðunum manna var það heldur ekki sannleikur á 15. öld að jörðin sé hnöttótt. Að koma fram með þá kenningu að jörðin snerist stríddi á móti trúnni og kenningum kirkjunnar og ógnaði veldi hennar og áhrifum. Gerum ráð fyrir að kirkjan hafi verið burðarás siðmenningarinn- ar. (Hvort svo var eða ekki skiptir hér ekki máli). Kenning vísindamanns- ins um að jörðin snerist stuðlaði þá að því að kippa fótunum undan sið- menningunni sem hefði í för með sér hinar verstu afleiðingar. Pragmatism- inn heldur því fram að kenning ;é rétt ef hún leiði til hagsældar, röng ef hún leiðir til ófarnaðar. 1 þessu vandamáli hefði því Pragmatismi á 16. öld tekið afstöðu gegn sannleiksgildi þeirrar kenningar að jörðin snerist — og einnig gegn afstöðu hins sama Pragmatisma á 19. öld hvað þessa kenningu snertir. Þannig getur sam- k;æmt þessum mælikvarða á hvað sé sannleikur hið sama bæði verið satt og ósatt, jörðin bæði verjð flöt og hnöttótt, snúizt og staðið kyrr. Annað hvort eru dyr opnar eða lokaðar. Við hljótum að krefjast samræmis í hugs- un hjá heimspekingi engu síöur en hjá skóara eða trésmiði. Og það eru fleiri ljón á veginum: — Það gæti t. d. 6- neitanlega verið okkur mjög svo hag- kvæmt undir vissum kringumstæðum, að 2+2 væru 5 eða 1000-M væri 0. En jafnvel hinn harðsvírasti Prag- matisti mundi tæplega halda ilíku fram. James er allt þetta ljóst og þótt hann virðist sums gtaðar ákvaðinn í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.