Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 allt tal um að verið sé að koma á sovét þjóðskipulagi í baltnesku lönd- unum, miðar eingöngu að þvi að styðja óvini vora og andkommúnistiskan áróður. Ræðan var birt í „Pravda“ 1. nóv. 1939. Öllum heimi er kunnugt hvernig fór um „heiðarlega framkvæmd11 samning- anna. Þeir voru algerlega hundsaðir. Með djöfullegum brögðum og ofbeldi hernam Rússland baltnesku löndin, og með byssustyngjum sínum og aðstoð föðurlandssvikara, neyddu Rússar þjóðirnar síðan til þess að ganga til gerfikosninga og setja síðan á fót kvislingastjórnir í öllum ríkjunum. Þessar stjórnir voru síðan látnar lýsa yfir því, að sovét þjóðskipulag væri tekið upp í baltnesku löndunum, og biðja stjórnina í Moskvu að þau mætti sameinast Rússlandi. Um þetta ritaði vísindamaðurinn prófessor La Pradelle grein sem birtist í svissneska blaðinu „La Jeune Suisse'1 og segir þar: Hvers konar kosningar eru það, sem fara fram undir stjórn framandi her- námsliðs? Skipuð var kosninganefnd með fullkomnu einræði, svo 'að ekki var hægt að kæra gerðir hennar. Hún byrjaði á því að strika út alla fram- bjóðendur, sem ekki voru á lista stjórn- arinnar. Bar hún því við að þessir frambjóðendur væri ekki „heiðarlegir“, eða að þeir fylgdu „viðsjálli stjórn- málastefnu". Áróður og hótanir um að beita vopnum, höfðu sín áhrif Svo fara kosningarnar fram og ekki er kosið nema um einn lista, lista leppstjórn- arinnar. Engin trygging er fyrir því að atkvæðagreiðsla og atkvæðatalning hafi verið rétt. Það er því augljóst, að þessi nýu þing voru hvorki valin á lýðræðis grundvelli né byltingar grundvelli, heldur eru þau komin a laggirnar með svikum og brögðum her- namsliðsins. Þess eru engin dæmi fýrr í sögunni, að hernámslið hafi látið fara fram kosningar í hernumdu landi, til þess að velja þing er hefði það eina markmið að samþykkja innlimun lands síns í hemámsríkið! „Þingin“ komu saman 21. júlí og samþykktu „með öll- um atkvæðum" að þjóðnýta jarðeigmr banka og iðnfyrirtæki, og að löndin skyldi sameinast SoVét-Rússlandi. Það var bragð rússnesku stjórnarinnar, til þess að innlimunin skyldi síður vekja úlfaþyt um allan heim, að láta Eistur, Letta og Lithaugalandsmenn óska þess sjálfa að sameinast Rússlandi. En fra alþjóðlegu sjónarmiði gátu þessar kosn ingar alls ekki talist þjóðaratkvæði, eins og í pottinn var búið. Til þess að svo hefði mátt verða, hefði átt að leggja það undir dóm þjóðarinnar hvort þær vildu afsala sér sjálfstæði og sameinast Rússlandi, og um það hefði kjósendur átt að greiða atkvæði er þeir gengu að kjörborðinu. En „stjórnirnar" minntust ekki einu orði á þetta atriði. — Framkoma Rússa í þessu máli ber á sér óafmáanlegt merki svívirðilegrar tvöfeldni. Hér var fram- ið lymskulegt hrekkjabragð þar sem hræsnin náði hámarki sínu. Skárra af skömminni til hefði það verið ef þeir hefði innlimað löndin þegjandi og hljóðalaust“. Fyrir „kosningarnar“ lýstu lepp- stjórnirnar og frambjóðendur þeirra stöðugt yfif því að baltnesku löndin ætti að vera sjálfstæð framvegis og ekki kæmi til mála að koma þar a þjóðnýtingu né sovét þjóðskipulagi. A fyrsta þingfundinum voru svo þessi kosningaloforð þegar svikin. Þingmenn og stjórn breyttu þveröfugt við það, sem kjósendum hafði verið lofað. Seinna komst það upp, að fyrir þingfundinn hafði hverjum þingmanni verið hótað því, að ef hann greiddi atkvæði móti innlimunirmi, mundi hann tekinn af lífi og allir hans nánustu. Það var Molotov, sem stjórnaði þess- ari svikamylnu og „setti sorgarleikinn á svið“. — En ef litið er á þingkosningarnar til þess að draga af þeim ályktun um þjóðarviljann, þá hafa allir greitt at- kvæði gegn þjóðnýtingu og innlimun í Sovétríkin, hvort sem litið er á það mál frá alþjóðlegu sjónarmiði eða inn- anríkis sjónarmiði. Kjósendur gengu að kjörborðinu í þeirri trú, að þeir væri að greiða atkvæði um það hvort þeir vildu að ríkin væri sjálfstæð og óháð. Kjósendum verður ekki kennt um það, að þingmennirnir sviku kosn- ingaloforð sín. Eftir 20 ára sjálfstæði voru baltn- esku þjóðirnar fjær því að vilja að- hyllast kommúnisma en nokkrar aðrar þjóðir. Þær höfðu reynsluna og þær vissu allra þjóða bezt hvernig ástandið var í Rússlandi, vegna þess að þær voru nágrannar Rússa. Fjölda margir baltneskir menn, sem höfðu verið í Rússlandi frá keisaratímanum, flýðu heim og sögðu frá ástandini' í Sovét- Rússlandi. Þess vegna beit- áróður kommúnista svo lítið á almenning í baltnesku löndunum. Þetta vissu Rússar vel. Þess vegna voru við gerfikosningarnar bönnuö framboð allra, sem ekki voru í hinni fámennu klíku föðurlandssvikara og kvislinga. Þess vegna voru það vopn- in og afbeldið, sem stóðu að baki þess- um kosningum. Þess vegna voru 150 þús. borgarar í baltnesku löndunum fluttar í fangabúðir eftir kosningarnar. Og Molotov hafði meira að segja gert ráð fyrir því að flytja á brott þriðja hvern mann í baltnesku löndunum. Skyldi þetta bera vott um að baltnesku þjóðirnar hefði verið óðfúsar að sam- einast Rússlandi? o—O—o Molotov er fallinn, en eftir er að bjarga baltnesku löndunum undan hinni rússnesku ógnarstjórn. Þessum undirokuðu þjóðum er meinað að skýra frá meðferðinni á sér og hrópa á hjálp. Þær eru innikróaðar af her- veldi og leynilögreglu Rússlands. En þeim er ekki gleymt. Heimur- inn hefir ekki enn samþykkt innlimun þeirra. Bandaríkin hafa mótmælt inn- limuninni og undirstrikað það með því að hafa enn löggilta sendiherra fra baltnesku ríkjunum hjá sér Um af- stöðu Bandaríkjanna má vitna til.um- mæia Summer Wells aðstoðarutanríkis- ráðherra 1940, þar sem hann fordæmdi innlimunina með hörðum orðum. Hann sagði ennfremur: „Bandaríska þjóðin er á móti öllum yfirgangi, hvort sem hann er framinn með hótunum um of- beldi eða ekki. Þjóðin er einnig á móti öllum afskiptum sérhverrar þjóð- ar af innanríkismálum annarar sjálf- stæðrar þjóðar, hversu voldug sem hin þjóðin kann að vera“ Bandaríkin hafa aldrei hvikað frá þessari afstöðu. Þar hafa bæði stjórn og þjóð samstöðu. Blöðin, mikils metn- ir stjórnmálamenn og rithöfundar hafa hvað eftir annað fordæmt atferli Rússa í Baltnesku löndunum. Þessi afstaða hinnar miklu þjóðar á ekki skylt við hagsmunapólitík að neinu leyti, heldur ræður hér sú hugsjón, sein mótar stjórnmálastefnu Bandaríkjanna frem- ur en nokkurrar annarar þjóðar í heim- inum. Bretar hafa eigi heldur viður- kennt innlimun Eystrasaltsiandanna í Sovétríkin, því að þeir eru andvígir því að „lög frumskóganna" skuii gilda í viðskiftum menningarþjóða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.