Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
539
okkur og var alltaí að segja frá
því hvernig okkur gengi og hvar
við værum staddir. Og á því sem
að framan er sagt má sjá, að þetta
var allt rétt og engar missýningar.
Skipstrand
Það var eigi aðeins að pabbi
sæi það sem var að gerast í fjar-
lægð á líðandi stund, heldur sá
hann einnig atburði áður en þeir
gerðust. En ekki veit eg með hvaða
hætti það hefir orðið, og skal því
aðeins segja frá einu dæmi um
það. »
Pabbi hafði þann sið, að ganga
út seint á hverju kvöldi og skyggn-
ast um veðurfar. Nú var það eitt
kvöld upp úr miðjum febrúar árið
1918, að hann gekk út að vanda,
og þegar hann kemur inn, segir
hann:
„Nú verður bráðum sjóslys, ein-
hvers staðar á milli Eyrarbakka og
Þorlákshafnar". Meira vildi hann
ekki segja að sinni.
Aðfaranótt 20. febrúar skall á
æðiveður með miklum sjógangi. Þá
var þrímastrað rússneskt seglskip,
sem „Creciando" hét, statt út af
söndunum. Það var að koma frá
Englandi með 260 smál. farm af
kolum til „Kol & Salt“ og hafði
verið 10 daga á leiiðnni. En í of-
viðrinu bilaði stýri þess og hrakti
þá skipið undan veðri og sjó og
rak upp á Hafnarrif og brotnaði
þar í spón. Þá bjó í Þorlákshöfn
Þorleifur Guðmundsson frá Háeyri
(síðar alþingismaður). Hann kom
með menn sína á vettvang og tókst
þeim .að bjarga skipstjóranum og
öðrum manni, en fjórir menn
drukknuðu. Þeir sem náðust voru
mjög aðfram komnir. Var í skyndi
sóttur læknir til Eyrarbakka og
tókst honum að lífga þá við.
Þegar pabbi heyrði sagt frá slys-
inu kannaðist hann við að allt hef ði
farið eins og hann hafði séð fyrir
3—4 kvöldum.
Huldubörn
Fyrir sjálfan mig hefir ekki
margt borið, en þó minnist eg eins
atviks, sem er óskiljanlegt og ó-
skýranlegt.
Einu sinni vorum við margir
krakkar í boltaleik rétt hjá bæn-
um Bakkagerði á Stokkseyri, þar
sem eg átti heima. Var mikið fjör
í leiknum og gáðum við ekki ann-
ars. En allt í einu varð mér litið
upp að svonefndum Skjóldölum.
Sá eg þá að tveir drengir stóðu þar
á dalbakkanum og höfðu hendur í
vösum. Þeir voru á að gizka 5—5
ára gamlir og báðir eins klæddir,
í hvítum blússum og svörtum bux-
um. Virtist mér sem þeir hefði ver-
ið að horfa á leik okkar.
Eg þekkti ekki þessa drengi og
skildi sízt í hvaðan þeir gæti verið
komnir. Kallaði eg því í hina
krakkana og sagði þeim frá þessu.
Allir krakkarnir sáu drengina
greinilega, en enginn þekkti þá, og
þekktum við þó alla drengi á
Stokkseyri. Langaði okkur til þess
að vita hvaða drengir þetta væri
og tókum öll til fótanna og hlupum
í áttina til þeirra, og var ekki langt
að hlaupa.
En þegar drengirnir sáu okkur
koma, tóku beir hendur úr vösum
og hlupu niður í dalinn og hurfu
þar. Við komum á eftir og hugð-
umst grípa þá glóðvolga, en þarna
voru þá engir drengir. Hvergi var
neinn felustaður, er þeir hefði
getað hlaupið í. Það var engu lík-
ara en að( þeir hefði gufað upp,
eða jörðin gleypt þá.
Vitur hestur
Það er bezt að eg bæti hér við
einni einkennilegri sögu.
Þegar pabbi og mamma voru
nýgift, áttu þau heima í Álfhóla-
hjáleigu í Landeyum Nú var það
um sumarið að þau ætluðu að fara
fundaferð upp í Hvolhrepp. Þegar
þau komu að Þverá, var hún nokk-
uð mikil og bað pabbi mömmu að
bíða á bakkanum meðan hann
reyndi vaðið.
Pabbi var á úrvals vatnahesti.
en er hann var kominn út í miðja
ána, fór hestur og maður skyndi-
lega á kaf. Mamma sá hestinum
skjóta upp úr aftur, en hvergi sá
hún pabba. Það þótti henni ein-
kennilegt að hesturinn snerist þar
fram og aftur um stund. Síðan snýr
hann til sama lands og sér mamma
þá, að pabbi hangir í taglinu á
honum. Dró hesturinn hann síðan
upp úr ánni og varð pabba ekki
meint af. En svo sagði hann frá,
að hesturinn mundi hafa hringsól-
að þarna til þess að reyna að
bjarga sér. Kvaðst hann fyrst hafa
náð í hófskeggið, en misst af því
aftur. Þá synti hesturinn niður
fyrir hann, og þá náði pabbi í
taglið. Og um leið og hesturinn
fann það, sneri hann til lands.
Pabbi var ekki í neinum vafa um
að hesturinn hefði bjargað lífi sínu
og sýnt með því hugsun og vits-
muni, sem menn telja að dýrunum
sé ekki gefin.
Stórhríð á Marx
Dr. Gerard P. Kuiper, prófessor !
stjörnufræði við háskólann í Chicago,
var einn af þeim sem rannsökuðu jarð-
stjörnuna Marz rækilega þegar hún
var næst jörðu í haust sem leið. Hann
segir að ekki sjáist nein merki um
skurði þá, er menn hafa haldið að
væri á Marz. Aftur á móti sá hann
þar nokkra græna bletti hingað og
þangað og voru þeir minni en áður
hefir verið talið. Hann segir að vel
geti verið að þetta sé gróðurlendur.
Það var vor á Marz þegar athuganirn-
ar fóru fram og urðu menn varir við
ógurlega sandstorma á eyðimörkunum
þar. Sást þar sandmökkur, sem var
nær 5000 km. á lengd og um 400 km.
á breidd. Einnig sáu menn að stórhríð
fór yfir pólinn og er það í fyrsta skipti
sem orðið hefir vart við stórhrið á
Marz.