Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Page 12
544 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Greenwich-stöðin flutt í SUSSEX í Englandi er gamalt herrasetur, sem nefnist Herstmon- ceuxkastali. Þar hafa nú orðið miklar breytingar á undanfarin ár. Hin gamla bygging hefir verið dubbuð upp, þar hafa verið gerðai nýtízku skrifstofur, og umhverfis hafa risið upp nokkrar bygg- ingar með hvolfþökum. Allar þess- ar breytingar hafa verið gerðar vegna þess, að stjörnustöðin nafn- kunna, sem verið hefir í Green- wich, á nú að flytjast þangað. Eru skrifstofur framkvæmdastjórnar þegar komnar þangað og hinn kon- unglegi stjörnumeistari, dr. Ric- hard Woolley, er þegar fluttur þangað. Ástæðan til þessa flutnings er sú, að ýmis vandkvæði voru orðin á því að hafa stjörnustöðina lengur í Greenwich hjá Lundúnum. Hin illræmda Lundúnaþoka hefir farið vaxandi ár frá ári og er nú svo komið að hún byrgir oft sýn marg- ar stjörnur, sem áður blöstu við í Greenwich allt fram að seinustu aldamótum. Athugun á stjörnum þar var og orðin erfið vegna birt- unnar af götuljósum borgarinnar og öllum þeim aragrúa af ljósa- auglvsingum, sem þar hefir verið komið upp. Rafvæðing borgarinn- ar hefir truflað mjög ýmsa starf- semi stjörnustöðvarinnar, og árið 1925 voru þegar orðin svo mikil brogð að þessu, að þá var nokkuð af starfsemi stöðvarinnar flutt til Abinger í Surrey. Ymis vísindaáhöld átöðvarinnar hata orðið fyrir skemmdum af ýmsum efnum, sem eru í Lundúna - þokunni, svo að mæiingar þeirra hafa reynzt ónákvæmar. En það var ekki gott, því að stöðin hafði mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Má þar fyrst nefna, að undir starfsemi hennar var öryggi sigl- inga og flugs um allan heim að mjög miklu leyti komið. Stöðin var upphaflega stofnuð til þess að veita sjómönnum upplýsingar, og skipstjórar og flugstjórar verða að treysta á stjörnufræðilega útreikn- inga hennar, hvar sem er í heim- inum. Seint á 16. öld og í byrjun 17. aldar, þegar reglubundnar sigling- ar hófust um öll heimsins höf, var nauðsynlegt að skipstjórar hefði eitthvað að styðjast við svo að þeir gæti glöggvað sig á því hvar þeir voru staddir þegar hvergi sá til landa. Englendingar áttu • þá í harðri baráttu við Spánverja og Hollendinga um yfirráðin á höfun- um. Var því nauðsynlegt fyrir skipstjóra að geta fundið lengdar- práðuna með útreikningum, þegar þeir voru úti í reginhafi. Árið 1598 hétu Spánverjar 100.000 króna verðlaunum hverjum þeim, sem fundið gæti aðferð til þess að reikna þetta, og Hollendingar hétu 30.000 florina verðlaunum í sama skyni. Flestar þær tillögur, sem komu, voru einkis nýtar. En svo var það franskur ævintýramaður, sem kom með merkilega tillögu, og í hana náðu Englendingar. Skipaði þá Karl II. nefnd sérfróðra manna til þess að athuga þessa tillögu. Einn af nefndarmönnum hét John Flamstead og var frægur stjörnufræðingur á sinni tíð. Þeg- ar hann hafði athugað tillöguna, komst hann að þeirri niðurstöðu, að skipstjórar gæti ávallt reiknað út lengdargráðuna, ef þeir hefði í höndum skilmerkilegar töflur um gang tunglsins. Konungur gerði hann þá að „stjörnurneistara ríkis- ins“, og átti hann að fá 100 sterl- ingspund á ári í kaup, en skyldi þó sjálfur verða að kaupa sér öll vísindaleg áhöld. Samtímis var Christopher Wren falið að gera teikningu af stjörnustöð. Og upp úr því var svo reist hin konung- lega stjörnustöð í Greenwich, sem staðið hefir þar fram að þessu. Flamstead vann um mörg ár að athugun á gangi himintungla og safnaði ýtarlegum skýrslum þar um, en hann vildi alls ekki láta birta þær opinberlega. Þess vegna urðu aðrir vísindamenn, svo sem Isaac Newton, að leita til hans um allar þær upplýsingar, er þeir þurftu á að halda. Og það var ekki fyrr en árið 1763 (46 árum eftir lát Flamsteads) að gefin var út handbók fyrir sjó- farendur, þar sem þeim var kennt hvernig þeir ætti að finna lengdar- gráðu með viðmiðun tunglsins. Þetta var fyrsta sjómanna-alm- anakið. Á ráðstefnu, sem haldin var í Washington 1884, var samþykkí alþjóðleg niðurskipan á lengdar- stigum, er miðuð væri við Green- wich, þannig að menn hugsuðu sér 0-bauginn liggja um þann stað. Áð- ur hafði verið hinn mesti glundroði í þessu og sjókort sitt með hverju móti, því að Þjóðverjar miðuðu sínar lengdarmælingar við Berlín, Frakkar við París og svo framveg- is. Á sömu ráðstefnu var og ákveð • ið að hafa einn allsherjar miðtíma og miða hann við Greenwich. Síðan má segja að klukka stjörnu- stöðvarinn í Greenwich hafi verið alheimsklukka, sem klukku- gangur annars staðar var miðað- ur við. En um langt skeið, eða frá 1821, hafði stöðin í Greenwúch haft eftirlit með sigurverkum herskip- anna í brezka flotanum, og hefir hún það starf enn á hendi. ----o---- Árið 1946 tilkynnti brezka stjórn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.