Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1957, Side 16
548 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 3 ♦ K D 9 H 6 2 V - ♦ D 9 8 7 4 2 ♦ K Suður gaf, hvorugir í hættu. Sagnir urðu þessar: S V N A 1 L pass 1 T 1 S 2 H pass 3 H 3 S 4 H pass pass pass Ut kom H2 og S tekur slaginn og þegar hann athugar spilin, sér hann ekki nema 7 slagi vissa. En með þvi að trompa sitt á hvað og nota þanmg öll tromp sín, fær hann 10 slagi. Hann tekur fyrst slag á T A og siðan á L A og SA. Því næst spilar hann tígli og laufi til skiptis , þar til trompunum er lokið, og V á aðeins eftir 3 tromp á hendi. A G 7 3 V D 10 9 3 ♦ A G 10 5 + 6 * A 10 5 V A K G í ♦ 6 + Á G 9 7 4 FYRIR 300 ÁRUM Veturinn 1657 var framúrskarandi góður, með hlákum og þíðviðrum fram á vor, en vorið var heldur kalt. Eigi geta annálar þá um hafís. En eftir fráfærur um sumarið urðu menn á Eiríksstöðum í Svartárdal varir við, að bjarndýr var komið þar inn í fjár- hús, og tókst þeim að vinna á því. Það var „hvitt að lit, stórt sem þrevett naut lítið“, segir á einum stað. Eiríks- staðir er miðja vegu milli Bólstaðar- hlíðar og Bergsstaða, og hefir bjarn- dýrið því verið komið óraleið frá sjó. KEGGSA SIGGA í Kaldadalóni framan til við Þvera VÖGGUSTOFA OG BIÐSKÝLI — Sunnan í Laugarásnum hjá Sunnutorgi, stendur húsið Hlíðarendi. Það er eitt með fyrstu steinhúsunum, sem risu upp í Laugarásnum og reisti það Sigurður Kristinsson forstjóri. Bjó hann þar nokk- ur ár, en síðan keypti húsið Ludvig Kaaber bankastjóri og bjó þar til æviloka. Reykjavíkurbær keypti siðan húsið af ekkju hans, lét breyta því og kom þar á fót fyrstu vöggustofu bæarins. Tók hún til starfa 1. okt. 1949 og eru þar að jafnaði 22 ungbörn. Forstöðukona heimilisins hefir frá öndverðu verið frú Ólöf Sigurðardótttir. — Mynd þgssi er af húsinu en framan við það er eitt af fyrstu biðskýlunum, sem reist voru á strætisvagnaleiðum. Þetta biðskýli mun nú eiga að hverfa og annað betra koma í þess stað. gengur klettahöfði mikill fram úr hlíð- inni, og nefnist hann Keggsir. Fremst í honum er einstakur klettadrangur, sem nefndur er Keggsa-Sigga; er hann til að sjá eigi ósvipaður konu, er situr álút yfir prjónum. Segja munnmæli að það sé Sigríður, unnusta Ólafs Hávarðs -sonar, er þar hafi orðið að steini, þeg- ar eftir lát hans. Ennfremur eru þau ummæli, að Keggsa-Sigga muni hrynja. þegar dys Ólafs sé komin í sæ, sú er á Lónseyri var. Dysin er nú fyrir nokkr- um arum með öllu horfin í sjó, en enn situr Keggsa-Sigga kyr, þó að allmikið hafi úr henni hrunið á seinni árum (Frá Djúpi og Ströndum) 1INAR FRANZSON hét maður og dó hann á Arngerðar eyri um síðustu aldamót. Ólst hann upp hjá presti og lærði hjá honum forn fræði eða kukl. Einar gat vitað hver stal og lét hann þjófa skila aftur þýf- inu. Fengu ýmsir hann til hjalpar sér í þeim sökum. — Það bar til eitt sinn. að unglingsstulka dó í nágrenni við Einar, og var hann fenginn til að vera líkn aður. Þegar hann tók upp kistuna, þótti honum hún vera létt og fullyrti, að hún væri tóm. 1 rökkrinu heima hjá honum um kvöldið var barið, og réyndist að það var enginn, er komið var til dyra. Um kvöldið þegar komið var í fjósið, sem innangengt var í, lá þar dautt tryppi, er Einar átti. Þegar hann kom heim, sagði hann folkinu, að það hefði hleypt stelpunni inn í bæ- inn, og svo hefði hún drepið tryppið. (Sögn Guðmundar Bárðarsonar) STAFUR A HANDARBAKI Eg hefi heyrt að æðarnar á handar bökum manna mynduðu ávallt staf. Stafurinn á vinstra handarbakinu er upphafsstafurinn í nafni konu manns tilvonandi. Ef um konu er að ræða, þá er stafurinn upphafsstafur í nafni mannsefnisins. (Ól. Dav.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.