Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 2
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 200 árum eftir Kristsburð. Það hefur sennilega fyrst í stað verið notað til þess að gera söfnuðinum hægara um að muna hið sungna orð, en síðar til skrauts og við- hafnar. Endarím var íarið að tíðk- ast í kristnum helgiljóðum á 4. öld og varð síðan að reglu, eins og sest á þeim gömlu sálmum, sem enn eru í notkun, svo sem Stabat mat- er, Dies irae, eða Dagur reiði í. þýðingu Matthíasar, en sá sálmur er sunginn við sálumessur, og Jesu dulcis memoria eða Þín minning Jesú, mjög sæt er, sem er sunginn við altarisgöngur í íslenzku kirkj- unni. Þessir sálmar eru að vísu ekki eldri en frá 13. öld. Endarím er og í inum fagra sálmi Heyr, himnasmiður, eftir Kolbein Tuma- son. Hann er ortur um 1200 og mun vera elzti sálmur íslenzkur, sem nú þekkist. Kirkjan var á inum „myrku miðöldum“ fóstra ljóðlist- arinnar eins og annara lista. Veraldleg ljóð tóku upp rímið og er þar fyrst að nefna Ijóð far- andsöngvaranna eða troubadour- anna, sem íslenzkir dansar og viki- vakar voru komnir af, og finnast dæmi þeirra í Sturlungu, en ann- ars var það Egill Skallagrímsson, sem innleiddi endarím í íslenzkum kveðskap með Höfuðlausn sinni og hefur hann lært þá aðferð í Eng- landi. Innrím var fastur liður í dróttkvæðunum, sem sé hending- arnar, og lýsir Snorri lögmáli þeirra í Háttatali. Áttalínulag eða ottava ríma er alldýrt rímaður ítalskur háttur frá 14. öld, notaður af Boccacio og fleirí stórskáldum. Af honum er runninn konungsháttur eða rime royal með styttingu, en hann var notaður af einu stærsta skáldi Eng- lendinga, Chaucer (d. 1400), og löndum hans fram um 1600, en lít- ið siðan. Af áttalínulagi var dreg- inn Spencersháttur eða Spencerian •tanza, kennt við mesta ljóðskáld Englendinga á endurvakningar- öldinni (d. 1599), og er hann myndaður með því að bæta níundu línunni við erindið og er hún Alexanderslína með sex bragliðum í stað fimm. Þessa þrjá gömlu hætti, sem fara mjög vel við episk- an og dramatiskan kveðskap, not- aði eg í kvæðaflokki mínum Gróttasöng með þeirri breytingu, að eg setti réttan tvílið (trocheus) í stað öfugs (jambus). Eg veit ekki til, að þeir hafi annars verið not- aðir hér á landi nema í býðingu Magnúss Ásgeirssonar á Lótosæt- unum eftir Tennyson, en það kvæði er undir Spencershætti. Síðustu 5—6 aldirnar hafa auð- vitað verið skapaðir fjölda margir aðrir nýir hættir og hefur góðum skáldum aldrei orðið úr því nein skotaskuld, þótt rími væri hald- ið. Ljóðstafir hafa verið notaðir frá fornu fari og munu hafa verið fast lögmál í germönskum skáldskap frá omunatíð, en hafa fallið niður sem föst skreyting hjá öllum þjóð- um nema íslendingum. Þeir hafa því ætíð verið taldir einkenni ís- lenzkrar ljóðlistar. Þeirra gætir einnig í öðrum málum, en án nokk- urrar fastrar reglu og er þá stund- urp kakkað svo saman, að það sær- ir íslenzkt brageyra, sem ekki þolir ofstuðlun. ANDÓF GEGN RÍMI Það er engin ný bóla að hverfa frá rími og til þess afgamla háttar að yrkja rímlaust. Sú tízka hefir skotið upp kolli öðruhvoru og er því ekkert einkenni okkar aldar. í byrjun 16. aldar var tekinn upp á Ítalíu rímlaus háttur með fimm jambiskum bragliðum í ljóðlínu og kallaður þar versi sciolti. Hann breiddist einkum út til Englands, þar sem hann er kallaður blank verse, og hefur mikið verið notað- ur í ieikritum og söguljóðum, enda náði hann mikilli fullkomnun hjá Shakespeare og í Paradísarmissi Miltons. Hvað eftir annað hafa komið fram stefnur, sem vildu fell? rímið niður úr lyriskum kveðskap svo sem í Englandi á 16. öld, Svis og Þýzkalandi í byrjun 17. alda og í Frakklandi í lok síðustu aldai en skraut rímsins hefur alltaf seit skáldin og lesendur þeirra til sín á ný. í landi hraðans, Bandaríkjun- um, hófst fyrir um eitt hundra? árum ný rímleysualda, sem einnig skolaði með sér fornum reglum um fjölda bragliða í ljóðlínu, svo að þær urðu stundum óralangar - bragliðirnir dynja á manni hvíld- arlaust eins og skot úr hríðskota byssu, einkum hjá upphafsmann hennar, Walt Whitman (1819- 1892). Þekktastir af öðrum fylgj endum þessarar stefnu munu ver; Edgar Lee Masters, sem Magnú> Ásgeirsson þýddi eftir mannlýsing arnar úr Skeiðarárþorpi, og ei hann fæddur 1869, Ezra Pound. sem er nýdáinn, en var síðustu áratugina sjúklingur á geðveikra hæii, og T. S. Eliot, sem orti fræg asta kvæði sitt, The Waste Land um 1920. Það er því ekki hægt að segja, að hér sé lengur um nýjo bókmenntastefnu að ræða, þótt hennar hafi ekki gætt hér á landi að’ talizt geti, fyrr en eftir heims- styrjöldina síðari: Allir þessm menn og ýmsir, sem í fótspor þeirra hafa fetað, hafa verið taldir miki' skáld, en sama má segja um marga höfunda óbundins máls, þótt aldrei hafi þeir orkt ljóð, svo vitað sé. Framtíðin ein sker úr því, hvou þessir menn hafa klætt kvæði sín þeim búningi, að þau nái til ókom- inna alda, eða verði úti við veg tímans. ÁSTANDSBÖRNIN OKKAR íslenzku tjaslljóðin okkar stuðla- lausu eru nokkurs konar ástands-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.