Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 12
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mann sinn. „Og hvað getur krossinn merkt annað en dauða? Krossar eru settir á grafir". Hinir tveir aurarnir komu í leitirnar fyrir kvöldið — annar merktur greini- legum ferhyrningi, en hinn hring. Peningurinn með ferhyrningnum fannst í sjálfsala í kaffihúsi. Veitinga- maðurinn velti honum lengi fyrir sér, en kom honum svo af sér á gamla piparmey. „Það er ekki vert að eiga neitt í hættu", sagði hann við sjálf- an sig. Þegar piparmærin sá merkið á pen- ingnum, rak hún upp háan skræk og fleygði honum af hendi út í göturæsið, eins og hann væri baneitraður. Næsta morgun fann Svertingi peninginn og bar hann á sér allan daginn og dreymdi stóra dagdrauma um framtíðina. En þegar leið að kvöldi, varð hann logandi hræddur og losaði sig við peninginn. Starfsmaður hjá Búnaðarfélaginu rakst á peninginn með hringnum í stórri peningahrúgu, sem hann var að telja. Hann varð mjög glaður og stakk honum í vasa sinn. Daginn eftir varð hann þess var, sér til mikillar skelfing- ar, að hann hafði óvart fargað pen- ingnum. „Eg ætlaði mér þó að geyma hann". sagði hann, „hvað sem á eftir hefði komið". Peningurinn hafði lent hjá ávaxta- sala. Hann horfði lengi á hann. „Ef til vill færirðu mér stóra vinninginn" sagði hann. Svo fór hann með pening- inn til konu sinnar. „Hentu honum undir eins", sagði hún. „Honum fylgir ógæfa". Ávaxtasalinn yppti öxlum og þeytti svo peningnum út á götu. Þar náði lítill tötradúði í hann. Þeir, sem komust yfir merktu pen- ingana, fengu alls konar heilræði hjá kunningjum sínum. „Blessaður geymdu hann vel", sögðu sumir. „Það getur verið að þú fáir ókeypis ferð umhverfis hnöttinn". „Losaðu þig við hann undir. eins" sögðu aðrir. „Þetta getur vel verið sa peningur, sem dauðinn fylgir. Það getur vel verið að merkin tákni ann- að en menn halda, og ferhyrningur- inn tákni dauðann". „Nei, nei", sögðu þá enn aðrir. „Haltu fast við hann. Hann getur fært þér auðæfi — hundrað þúsund dollara!': Mikið var og bollalagt um hvað merkin mundu þýða. „Það er nú jafn augljóst mál og tveu' og tveir eru fjórir", sagði einn, „að hringurinn táknar hnöttinn — það er ferðalagið". „Nei, nei, krossinn táknar ferðalagið. „Cross the sea", skiljið þið það ekki Það er hnittið. Hringurinn merkir syo peningana — hann er kringlóttur eins og þeir". „En hvað merkir þá ferhyrningui - inn?" „Gröfina. Hann er ferhyrndur eins og líkkista. Hann er tákn dauðans Það er auðskilið." „Þetta er vitleysa. Krossinn merkir dauðann, það segja allir". „Eg mundi geyma peninginn og bíða eftir því hvað kæmi út á hina tvo. Og væri eg þá óheppinn, mundi eg fleygja honum", sagði einn maðui og þóttist afar slunginn. „Það fæst ekkert að vita um verð- launin, fyrr en allir þrír peningarnir eru komnir fram", var honum svarað. „Hann borgar ekki fyr". Þeir töluðu alltaí' um „hann", þenn- an ókunna mann, sem stofnað hafði til happdrættisins, og vissi þó enginn hvort það mundi vera karl eða kona „Hann hlýtur að vera ríkur, úr því að hann býður fram svo mikið fé", sögðu sumir. t „Og vitlaus, að hóta því að drepa þriðja manninn", sögðu þá aðrir. „Hann hlýtur að vera mikill mann- þekkjari, hver svo sem hann er. Hann hefir gert þetta til þess að sjá hvort meira má sín, ágirnd mannanna, eða óttinn við dauðann". „Haldið þið að hann muni borga?" „Það kemur nú í ljós seinna". — O — A sjötta degi var orðin svo mikil æsing í bænum, að nærri stappaði ful'i- kominni geðveiklun. Enginn gat hugs- að né talað um annað, en þetta undar- lega uppátæki. Það hafði spurzt að sendisveinn i matvælabúð hafði peninginn með fer hyrningnum, því að hann hafði verið að gorta af því, að sér væri svo sem alveg sama hvort hann hreppti pen- inga eða dauðann. Hann sýndi mörgum peninginn og var með stórar ráðagerð- ir út af því ef hann skyldi fá hundrað þúsund dollara. En daginn áður en úrskurðurinn skyldi upp kveðinn, varð piltur hræddur. Hann laumaðist þá til blindrar betlikonu, sem sat í krók milli tveggja búða, og laumaði pen- ingnum í samskotabauk hennar. Það hafði einnig vitnast hver var með peninginn með hringmerkinu. Það var ungur umsjónarmaður við gos- drykkjasjálfsala. Hann hafði fundið peninginn í sjálfsalanum, og var afar hrifinn. „Skinner hreppti peninginn með hringnum", sagði hver öðrum og vissu ekki hvort þeir ætti að gleðjast eða hryggjast. „Eg vona að drengurinn hreppi langferðina". Að lokum varð það og kunnugt. hver hafði peninginn með krossinum. „Carlton — veslingurinn", sögðu menn í lægri tónunum. „Það væri happ fyrir hann að deya". Carlton brosti kuldalega. „Eg vona að þetta tákn á peningnum boði það. sem allir segja að það boði", sagði hann við vin sinn. Að lokum rann upp hinn langþráði dagur. Fjöldi fólks safnaðist samar fyrir utan skrifstofu blaðsins, til þess að geta horft á, er eigendur pening- anná afhentu þá Maverty ritstjóra og segða honum nafn sitt og heimilisfang. svo hægt væri að birta það í blaðinu Haverty kom sjálfur út á götu til þess að taka á móti þeim. Þá um kvöldið flutti blaðið svo myndir af eigendum peninganna ásamt nafni þeirra og heimilisfangi, og eins ártali hvers penings. Borgarbúar gleyptu þetta með augunum .... og stóðu á öndinni af eftirvæntingu. — O — Að morgni 22. marz sat blinda bein- ingakonan í krók sínum og var að hugsa um lætin daginn áður, þegar margir menn höfðu komið þangað og dregið hana með sér til blaðsins. „Lofið mér að vera í friði!" hafði hún æpt. „Eg óska einskis fremur en fá að draga fram lífið, án þess að svelta, og hafa eitthvert afdrep að sofa í. Hvers vegna látið þið svona. Lofið mér að vera kyrri hérna í króknum mínum". Þá höfðu þeir sagt henni eitthvað um merktan pening, sem fundizt hafði í samskotabauk hennar, um mikil auð- æfi og mikla hættu, sem yfir henni vofði. Hún varð þeirri stund fegnust er hún komst aftur í krókinn sinn. Nú sat hún þarna á sínum gamla stað, róleg og ánægð og raulaði fyrir munni sér. Þá varð hún þess vör, að einhverju var kastað í kjöltu hennar. Hún þreifaði eftir því og fann að þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.