Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 16
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE X* "* * KG 4 V G 5 ? Á K 10 8 2 49863 + 752 6 D 10 7 5 V 6 ? G5 + K D 9 6 4 ð N V A S V A K 9 d ? D 9 &4 3 + — *Á2 V D 10 8 7 4 2 ? 7 + Á G 10 3 Suður fíaf . S og N í hættu. Sagnir voru þessar. N V N A 1 h 2 1 2 t pass 2 h pass 3 h pass 4 h pass pa ss tvöf. V sló út TG, en það hefði verið betra ð slá út LK, því að þá hefði A drepið með trompi, spilað HÁ og HK og síðan lághjarta, en eftir það gat S ekki unn- ið. En með tígulútspilinu fekk S tæki færi, sem hann notaði sér vel. Hann drap í borði og sló út lágtrompi, en A kom með lágspil og S fekk slaginr á H 10. Aftur kom tromp og þá drap A gosann, og kom síðan með hitt há- spilið sitt í trompi. Og svo sló A ut seinasta trompinu sínu, sem S drap. Hann slær svo út LÁ og sér að A hefir ekkert lauf. Síðan spilar hann tromp- um sínum og á þá eftir í borðinu 3 spaða og 2 tígla. Austur verður líka að halda 3 spöðum og 2 tiglum. Nú keni- ur SÁ og síðan spaði undir kónginn. Því næst slær S út úr borði SG og A verður að drepa. En nú hlýtur hann að spila undir tígulinn og borðið fær báða slagina. (Það var rangt í seinasta blaði, að spilin, sem haldið skyldi eftii í borði, væri HK, HD og LD, átti að vera HK, LD, L10) t-^"Ö®®®<y^^? GOLF er þannig, að maður leggur hnött, sem er um 1% þumlungur í þvermál, ofan á annan hnött, sem er um 12.000 km. í þvermál. Og nú er galdurinn sá, að hitta litla hnöttinn, en ekki þann stóra. FOLÖLD FLUTT ÚT. — Gunnar Bjarnason ráðunauíur hefir um nokkur ár unn ið að því að fá markað fyrir islenzka hesta í Þýzkalandi. Er nú svo komið að eft irspurn varð meiri árið sem leið, en nægt var að sinna. — Upp úr áramótunum kom hingað þýzkt flutningaskip, „Forma Rass", gagngert þeirra erinda að sækja hesta. Tók það hér 100 folöld og fór Árni Pálsson dýralæknisneml utan með skip inu til þess að líta eftir folöldunum. Lagt var á stað héðan 8. janúar og mun þetta vera i fyrsta sinn að hestar eru fluttir út um hávetur. Myndin er tekin i lest skipsins. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) ^riaoraPoh BRÚÖKAUPSVEIZLUR Lengi fram eftir öldum var enginn hjúskapur talinn löglegur, nema brúð- kaup væri „drukkið". Það var tvennt sem gerði hjúskapinn löglegan: festar og brúðkaup. Að vísu var hjúskapur- inn stofnaður og lögbundinn með fest- unum, en þó var það „brúðkaups- drykkjan" með hinum heilögu minn- um og öðrum ákveðnum siðum, er gerði hjúskapinn gildan og löglegan til fullnustu. Það gat verið löglegur hjú- skapur án hjónavígslu, en eigi án „brúð -kaupsdrykkju" og sýnir það sem margt annað, hve fastir og rótgrónir heiðnir helgisiðir voru um langan ald- ur eftir að kristni komst á. Hjúskapur var oft stofnaður, án þess hjónin væri vígð saman af presti, og var þó hjú- skapur þeirra talinn réttur að lands- lögum. En aldrei mátti undan bera að „drekka brúðkaup" við stofnun hjóna- bandsins; það var jafn stranglega boð- ið bæði í „landslögum" og „guðslög- um". (Sæm. Eyólfsson) JÓLAVÍSA FRÁ NEW YORK Þessi vísa er gamall húsgangur í ís- lenzku nýlendunni í New York, senni- lega ævagömul, frá tíð Ólafs Ólafs sonar og Sólons Benediktssonar, og ef til víll ort af öðrum hvorum þeirra: Einn á ferli í Fimmtutröð fagna mun eg jólunum. Heima dísir draumalands dansa í nýju kjólunum. VÍSA Sveinn á Hallbjarnarstöðum á Tjör- nesi, afi Kristjáns Fjallaskálds og lang- afi Nonna, var hagmæltur vel. Kunni Guðný dóttir hans mikið af vísum eft- ir hann, en þær munu nú gleymdar. Þessa vísu orkti hann við eina af dætr- um sinum, sem hann sendi Iram á sjó: Ekki spara ætla eg þig, elda marar þöllin, þú skalt fara fyrir mig fram á þaravöllinn. (Skuggsjá)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.