Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19 börn, sem okkar háttprúða íslenzka ljóðadís hefur eignazt með erlend- um tíðaranda, sem að vísu er kom- inn af æskuskeiði. Mörgum okkar. sem erum unnendur hennar, líkar þetta illa, en ekki má láta það bitna á blessuðum króunum, sem geta haft sína kosti, enda þótt því sé venjulega haldið iram, að kyn- blendingar erfi oftast gallana úr báðum ættum, en kostina miklu síður. Sigurður A. Magnússon blaðamaður hefur nýlega tekið svari þeirra gagnvart mér og þótt við hófum aldrei hitzt, þá veit eg af því, sem eg hef séð eftir hann á prenti og heyrt til hans í útvarpi. að hann er maður gáfaður og menntaður, víðförull og víðlesinn, snjall á það að setja fram skoð- anir sínar á kjarngóðu og fögru máli. Eg legg því mikið upp úr því, hvað hann telur tjaslljóðunum til ágætis, en það er einkum tvennt. Annað er, að ljóðagerðin þurfi alltaf að leita sér endurný]- unar í nýjum formum, og er eg honum sammála um það, enda hefr ur hún alltaf gert það, eins og eg hef rakið nokkuð hér að framan. Eg er fyrir mitt leyti sannfærður um, að það geti hún hér á landi án þess að fórnað sé aðalsmerki ís- lenzkrar ljóðlistar, stuðlunum. Jónasi Hallgrímssyni tókst þetta á sínum tíma og Einari Benedikts- syni í byrjun þessarar aldar. Eg er hræddur um, að tjaslljóðin spilli brageyra þjóðarinnar sprengi hljóðhimnu þessa háþjálfaða skyn- færis. Eg trúi þvi vart, að Örn Arnarson hefði ort jafnyndislegt og fagurlega rímað ljóð og Móðir mín, ef aldrei hefði annað verið raulað yfir vöggu hans en tjasl- ljóð. Eg hef alltaf þolað það illa að heyra járn sorfið. ískrið fer inn um eyru mín, læsir sig niður eftir mænunni í mér, smýgur út í hveria taug og veldur mér nístandi óþæg- indum. Eg finn líka til óþæginda, þótt ekki séu þau svona sár, ef eg les eða hlusta á fagurt kvæði og allt í einu bregður þar fyrir of- stuðlun, vanstuðlun eða skakkri stuðlasetningu, svo sem í 2. og 4. áherzluatkvæði Ijóðlínu. Mörgum íslendingum er svona farið. Eg geri líka ráð fyrir, að breimamjálm og slíkur söngur fari í taugarnar á mörgum ítölum, sem hafa næm- an smekk fyrir samhljómum í söng, slípaðan og fægðan niður í grunn þjóðarsálarinnar við alda- langa þjálfun. Hver sú þjóð, sem á slíkan kúltúr, er skyldug gagn- vart sjálfri sér til að varðveita hann gegn tízkuáhrifum þeirrar aldar, sem er rugluð af tveimur styrjöldum, spjölluð af áróðri og ærð af atómsprengjum. Eg vil rækja listræna heilsuvernd, svo að brageyra íslendinga bili ekki. HNITMIÐUN FORMSINS Annað, sem inn ágæti málsvari færir tjaslljóðum til hróss, er það að með hnitmiðuðu og umbúða- lausu formi þeirra megi oft tjá með meiri nákvæmni það, sem skáldið vill segja, heldur en þar sem rím og stuðlar eru til trafala, og ná með því meiri og betri áhrif- um á lesandann. Það getur verið, að þetta eigi stundum við og veld- ur þó hver á heldur. f meðferð snillings getur ið hálfsagða, laust bundna mál haft sína töfra, sína keðjuverkun á hugmyndaflugið, en hjá klaufum verður það enn flat- neskjulegra og formskrúfaðra en stuðiamálið, þar sem viðhöfn formsins er þó a. m. k. stundum uppfylling í eyður verðleikanna. Það skal og játað, að brageyrað og hagmælskan hefur sumum orð- ið hefndargjöf, freistað eigandans til að láta frá sér fara smíðisgripi úr svo lélegu efni og litlu innihaldi, að leirburður má teljast, og eru kynstrin öll af slíku til á íslenzku. Hnitmiðað form eigum við ís-- lendingar, þar sem ferskeytlan er, og hefur hún ótrúlega möguleika í höndum þeirra, sem með hana kunna að fara. Einn frægasti formsnillingur á sviði ljóðlistar, Edgar Allan Poe, sem að vísu fór oft frjálslega með formið, telur í Philosophy of Composition mátulega lengd kvæð- is vera um 100 Ijóðlínur, enda hafi hann miðað lengdina á Hrafninum við það. Hrafninn, sem margir hér þekkja af þýðingu Einars Bene- diktssonar, er 96 Ijóðlínur. Við stutt ljóð telur hann lesandann varla hata tíma til að ná æskilegri sefj- un, lengri kvæði verði aftur á móti þreytandi og eyði aftur hrifning- unni. Eg býst við, að talsvert sé til í þessu. Nú er þorrinn af tjaslljóðum aðeins örfáar ljóðlínur. Skáldið er eins og uppljómaður járnbrautarvagn á þeysiferð og áhorfandinn við brautina sér að- eins mannsmyndum við gluggana bregða fyrir. Einstakir andlits- drættir geta grópast í minni hans, en hann missir af nautninni við nánari kynni. Þetta er eitt af ein- kennum hraðans á okkar öld. þan- inu — the stress —, sem orsakar magasár, hjartakölkun og háan blóðprýsting í líkamanum og alls konar mein í sálinni. Skáldin draga ef til vill einhvern demant upp úr djúpi sefans, en gefa sér ekki tíma til að slípa hann í reglulega fleti ríms og stuðla, svo að hann nær ekki að brjóta guðdómsgeisla anda- giftarinnar í þau sindrandi og sí- hviku leiftur, sem ná inn í dýpstu hugskot lesandans eða áheyrand- ans. Á minna skáldlegu máli má segja, að þegar þau ná í ætan bita, þá henda þau honum hálfsoðnum í lesandann eins og þegar undnu en ósteiktu roði er fleygt í hund. DJÚP SEFANS Lausu máu er ætlað að ná til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.