Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 14
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS borgar það seinna, ég get liðið þig eitthvað enn, þar til þú færð aura sem ég tek gilda.“ Ekki var hann að nugsa um vexti, eða ekki setri hann það upp. Þegar gamli maðurinn féll frá, átti hann í aurum ríflega fjTir öllum kostnaði við útförina. Var hann búinn að hafa orð á því að hann vildi láta gera vel við alla sem að þvi stæðu að koma sér í jörðina. Ekki minnist eg þess að hann hafi haft vínföng um hönd eða aldrei heyrði ég að sæi á honum vín, en neftóbak notaði hann, tók oft í nefið á nóttinni. Glöggur á fé var hann. Man ég að hann sagði að nefið á sér kostaði orðið jarðarverð. Hann var skarpur að reikna í huganum. Oft minntist Katrín mþðir mín á hvernig föður sínum hafi farizt við konu sína í sambandi við son þeirra sem andaðist úti í Grindavík. Pilturinn birtist móður sinni hvað eftir annað í draumi og var að kvarta undan að sér liði ekki vel, óskaði nærveru móð- ur sinnar. Þetta endurtók sig svo mjög að hún færir þetta í tal við mann sinn svo hann réðist í það fáheyrða stórræði að senda mann út í Grindavík, gráfa son þeirra upp og fara með hann alla leið að Tungufelli og varð það dýrt. Svo var hann jarðsunginn heima hjá sér. Þegar því var lokið dreymdi móð- ur hans hann, þar sem hann kemur til hennar glaður í anda eins og þakk- lætið skini út úr honum og segir: „Elsku mamma mín, nú líður ’ mér vel.“ Þetta lýsir Bjarna betur en löng saga. Kistillinn, sem hann geymdi aurana sína í er til enn. Hann var búinn að ánafna hann nafna sinum, Bjarna eftir- lits barnakennara. Svo haglega vai kistillinn smíðaður, að í honum fannst leynihólf, löngu seinna, sem eitthvað lítilsháttar var af aurum í. Mér er í minni sú trygga vinátta, sem getur myndast á milli manna og skepnanna, sem nefndar eru skynlaus- ar, en vissulega hafa þær meira vit en við almennt gerum okkur grein fyrir. Bjarni átti brúnan gæðahest sem gamli maðurinn hélt mikið upp á. Hann var nokkuð styggur og var erfitt að ná honum í haga, og varð að reka hann í aðhald til að geta náð honum. En ef hesturinn sá gamla manninn, þa kom hann æfinlega á móti honum kumrandi og minntist við hann með snoppunni, og gamli maðurinn talaði æfinlega við hann eins og hann væn ? t að tala við mann og strauk honum og klappaði. Hann var stundum svo- lítið tortrygginn og ég minnist þess að hann sagði stundum: „Hefur nú enginn tekið þig í óleyfi?“ Þar vai vissulega trygg og fölskvalaus vinátta milli hests og manns, enda lagði gamli maðurinn fyrir áður en hann dó, að láta skjóta Brún sinn, sem líka var gert. Hann var líka orðinn 22ja vetra, og bar gamla manninn síðustu ferðina til kirkjunnar. Bjarni andaðist í Hörgsholti. Hann bað um að hjálpa sér að snúa sér í rúminu, að því búnu las hann kvöld- bænina: „Nú vil ég í nafni þínu“, sem er eftir Hallgrím Pétursson. Hann las hana alla til enda, las svo Faðirvorið, signdi sig og tók andvörpin. Oftlega heyrði ég Lárus Jónsson og Karl Bernhöft minnast á hann, hvað þeir dáðust að mörgu í fari þessara húsbænda sinna. Þeir voru lengi vinnu- menn hjá þeim. Miklir trúleikamenn, unnu að hag heimilisins eins og þeir ættu það sjálfir. Saklausir menn eru oft ekki eins einfaldir og ætlað er. Svo hygg ég að hafi verið um afa minn. Þeir sem þekktu hann bezt minnt'ust þess oft- lega. Mikið hef ég heyrt að séra Jóhann Briem í Hruna og séra Steindór hafi haldið upp á hann og kunnað að meta, þó einfaldur þætti og ýmislegt haft eftir honum. Fyrsta árið sem ég var á Heiðabæ í Þingvallasveit, 1908, voru hjá okkur tveir gamlir þurfamenn, sem sváfu '. hrörlegri baðstofu. Þó peir væru ólíkir í lundarfari þá kom þeim vel saman, Einari og Þorleifi. Þorleifur var að sögn einfaldur og saklaus og talinn trúgjarn. Um veturinn á útmánuðum komu margir ferðamenn, eftir að vatn- ið var ísi lagt. Þegar þeir komu úr ’Reykjavík,. fer Þorleifur að spyrja þá frétta. Þeir láta mikið af því að það sé nú heldur mikið sem standi nú til hjá þeim þarna syðra. Þeir ætli í vor að grafa gáng úr Esjunni og koma upp í Þingvallavatni. Þorleifur þegir svo- litla stund og segir: „Já, ég get nu sagt ykkur það, að þegar ég var í Arnarfelli, þá skreið ég með botninum í Þingvallavatni og kom upp í Sandey og þótti þá engum mikið.“ Þannig er það oftlega að þeir sem eru taldir einfaldir og saklausir taka hinum oft fram sem hlæja að þeim. Jón Guðmundsson Valhöll. í Jólin í Eisflandi RÚSSAR hafa ekki bannað Eist- lendingum að halda upp á jólin, en hjá Rússum eru jóladagárnir virku dagar, og allir verða þá að vinna Þetta kemur harðast niður á þeim. sem heima eiga í borgunum. Hver sá, er ekki kemur til vinnu á virk- um degi, er skráður sem „grunsam- Iegur“ og honum er refsað með frádrætti á kaupi. Þetta láta Eistlendingar þó ekk: á sig fá, það eru þegjandi samtök allra, að halda jólin heilög, og svo var það nú um seinustu jól. Menr hættu að vinna tímanlega á að- fangadag, og komu ekki til vinnu á jóladaginn. Reynt var eftir mætti að setja sama hátíðarsvip á jóhn eins og meðan landið var friálst, menn höfðu jólatré, og reynt var að hafa tilbreytingu í mat. Aðalhátíðarbragur jólanna var þó sá, að allir fóru til kirkju. Menn, sem fyrrum höfðu verið áhugalaus- ir um trúmál, telja það nú skyldu sína að hlýða messu á jólunun. Allar kirkjur voru því troðfullar af fólki á aðfangadagskvöld og jóladaginn. Og það vakti sérstaka athygli hve margir Rússar komu þá í kirkjur Eistlendinga. Þeir skilja ekki eistnesku, en helgiat- höfnin sjálf dró þá í kirkjurnar. Eins og kunnugt er fylgja Rúss- ar hinu júlíanska tímatali og hjá þeim ber jólin upp á 7. janúar. Á undanförnum árum hafa þá verið haldnar grísk-kaþólskar guðsþjón- ustur í Eistlandi, og jafnan hefir hver kirkja verið þéttsetin af rúss- neskum mönnum — óbreytturr, hermönnum, liðsforingjum og stjómarerindrekum. Sýnir þetta, að þrátt fyrir 40 ára ofsóknir gegn trúarbrögðunum, hefir kommúnist- um ekki tekizt að berja úr mönn- um trúarþrána og virðinguna fyrir helgi jólanna. (Newsletter)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.