Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS huga lesandans eða áheyrandans. Ijóðinu einnig til muna hans og sefa. Með huga á eg auðvitað við yfirvitundina, með muna við und- irvitundina eða þann hluta djúp- vitundarinnar, sem bundinn er per- sónulegri reynslu, þótt hún geti verið gleymd, en með sefa á eg við inn annan hluta hennar, sem er sameiginlegur allri mannkind og hefur að geyma meðfæddar kenndir og hvatir frá örófi alda Fylgi eg þar Jung og kenningum hans um dulheima djúpvitundar- innar. Það gefur að skilja, að skáldskap- ur, hvort sem er í bundnu máli eða lausu, orkar sterkast á mann, ef hann nær til allra þessara þriggja stiga vitundarlífsins. Táknmyndir Ijóðsins verða að vera í samræmi við vitræna hugsun, annars verða þær torf. Formið höfðar einkum til fegarðarskynsins, tilfinningar manna fyrir samræmi og hlutföll- um og þess smekks, sem maður er alinn upp við. Hann er auðvitað misjafn og eru t. d. hugmyndir um kvenlega fegurð aðrar meða! Hottintotta en íslendinga. Þó verð- ur dulrænn áhrifamáttur Ijóðsins mestur, ef skáldinu tekst ekki að- eins að kafa tjörn sinnar eigin per- sónuiegu reynslu, heldur niður í úthaf sefans og sækja þangað eitt- hvað af þeim perlum, sem eru hluti af sameiginlegum arfi alls mannkyns. Leiðarljósið um þau dulardjúp er innblasturinn, hvern- ig sem á að útskýra hann. Davíðssálmar eru ortir fyrir meira en 2000 árum og til orðnir undir áhrifum menningar, sera okkur er að mörgu fjarlæg. Þó hrífa þeir menn á ölium öldum og í öllum löndum, af því að þar birt- ist þrá, sem er öllu mannkyni sam- eiginleg frá ómunatíð. Endurtekn- ingin á orðasamböndum eða hugs- un, sem kemur í stað ríms, verkar sefjandi og eins eiga viðlög ljóða vissan seiðmátt, en sefjun endur- tekninganna getur stundum líka hresst upp á örbirgð andans, eins og í sumum amerískum „slögur- um" þar sem þrástagast er á sömu orðunum. Eg get ekki að því gert, að sálmurinn: Drottinn vakir, minnir mig alltaf á „slagara" af þessum sökum. Enginn ætlast til þess af Gyð- ingum, að þeir sleppi sínu forn- helgaða ljóðaformi og fari að yrkja með stuðlum og höfuðstöfum, en ekki er heldur ástæða til þess fyr- ir íslendinga að hverfa frá því Ijóðaformi, sem hefur verið sér- eign þeirra frá upphafi. Hver þjóð ætti að reyna að nalda því bezta og einkennilegasta í sinni eigin menningu. Frábrigðileikur — variability — er eitt af höfuðskil- yrðum allrar framþróunar, ekki aðeins í ríki náttúrunnar, heldur og í andlegri menningu mannkyns- ins. SMEKKUR OG SKRÚÐHNEIGÐ Ýmislegt af því, sem hér hefur verið sagt, er smekksatriði, setn allir verða ekki sammála um. Frá- breytni einstaklinganna að smekk felur í sér mörg fyrirheit. Það væn hræðileg veröld, þar sem allir væru neyddir til að hafa sama smekk og sömu lífsskoðun, fyrirfram ákveðna af flokkslínu og geir- neglda af dialektiskum rökstuðn- ingi. Slík likvidering eða afmáun einstaklingseðlisins, frábrigðileik- ans og andlegs frelsis er viður- styggilegasta einkenni kommún- ismans, hvað sem hagfræði hans líður, og steypir mannkyninu í þá hættu að staðna á braut framþró- unarinnar. Það hafa gert þau fiskakyn og skorkvikindi, sem haldizt hafa óbreytt um milljónir ára, af því að þau glötuðu frá- brigðileikanum, þeim dásamlega og fyrirheitaauðuga eiginleika að geta orðið öðruvísi en feður þeirra. Snjallyrðið „In der Begrenzun? zeigt sich der Meister" eða „í tak mörkuninni sýnir sig handbrag? meistarans" á rétt á sér að vissr marki, en lengra ekki. Það ber voti um góðan smekk að forðast o' mikinn íburð eða þá ofhleðslu skrúðsins, sem hefur gert vart við sig á sumum áfangastöðum list sögunnar. Hins vegar er skrúð hneigðin manninum meðfædd og sýnir sig jafnt hjá steinaldarmann- inum og Parísardömunni. Hún er jafnvel manninum eldri á braut framþróunarinnar, því að hrafninn safnar gljáandi munum í hreiður sitt, páfuglinn hefur lagt sér til skrautlegt en heldur fyrirhafnar samt stél, liljur vallarins og sæane mónur hafdjúpsins skreytast litum og jafnvel blágrýtið klofnar í reglubundna stuðla en ekki í form- lausar klessur. Leitin að háttbund- inni fegurð í litum og hlutföllum er því náttúrulögmál og þótt nátt úran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Stuðlar, rím og föst hrynjandi er ekki óþarft skrúð, heldur gott og gagnlegt, því að það svalar þeirri fegurðarþrá, sem leitar samræmis og háttbundinna hlutfalla. Sú þrá er einn af uppistöðuþráðunum í þeirri voð, með öllum hennar gleipnissterku glitböndum og svik- ulu bláþráðum, sem við köllum sál LÖGMÁL LEIÐANS Ekkert af gæðum þessa heims veitir varanlega fullnægju. Leiðinn fylgir í spor fullnægingarinnar eins og skugginn, sem fylgir fastast á hæla okkar þegar við stefnum í sólarátt um hádegisbil. íslenzkt Ijóðform, með sínum föstu stuðlum og dýru háttum, hefur aldrei náð slíkri reisn sem í skáldskap Einars Benediktssonar ,af því að þar var það í réttu hlutfalli við hrikaleiJc efnismeðferðarinnar. Hvorugt bar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.