Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 8
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^0i. « ... *.__»i_~_ Þessar myndir fundust í gröf Beni Hasan, sem var höfðingi í Egyptalandi um 2000 fyrir Krist. Fornleifarannsóknir staðfesta ENGUM fræðigreinum hefir fleygt svo mjög fram á síðustu árum sem eðlisfræði og fornleifafræði í •r Palestínu, sagði dr. William F. Albright nýlega. Hann er prófes- sor við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum og einn af mestu _ fræðimönnum Bandaríkjanna. Og það má segja með sanni, að rannsóknir seinustu ára hafa leitt í Ijós stórmerkilega fræðslu um .. fornar þjóðir og lönd, svo sem Assyríu, Babyloníu og Ur í Kaldeu. Ennfremur forna staði, sem nefnd- ir eru í Biblíunni, svo sem Jerikó, Hazor, Tirzah, Shechem og Gibeon. Fornleifarannróknirnar, sem farið hafa fram á þessum stöðum, hafa varpað ljósi yfir sögu hirðingj- anna, sem frá eru komin þrjú merk trúarbrögð, Gyðingatrú, kristin trú og Islam (eða Múhameðstrú), og auk þess „bók bókanna", sjálf Biblían. — O — Fyrir rúmum 20 árum voru Be- dúínar að taka gröf í Sýrlandi, og komu þeir þá niður á líkneski úr steini. Franskir vísindamenn fóru þá á staðinn og þar grófu þeir upp rústir borgarinnar Mari, sem hefir legið á kafi í sandi um þúsundir ára. Þetta var blómleg borg frá því um 3000 fyrir Krist og þar til um 1700 f. K. að Hammurabi konung- ur í Babylon, lagði harta* í auðn. Þarna fundust rústir konungshall- ar, þar sem verið hafa 300 herbergi og náð yfir sjö ekrur lands, svo að hún hefir ekki verið neitt smá- smíði. Þar fundu Frakkar rúmlega 20.000 áletraðar leirtöflur. Meðal annars sem á þessum töflum stend- ur, eru nöfn á ýmsum stöðum í Mesopotamíu, sem horfnir eru fyrir löngu, svo sem Nokhur, Til Turakhi, Sarugi og Phaliga en það virðast vera sömu nöfnin og á for- feðrum Abrahams í 1. Mósebók: Nahor, Terah, Serug og Peleg. Á þessum töflum er og oft minnzt á borgina Haran, þar sem Biblían segír að ættfeður Gyðinga hafi dvalizt. Nú er það kunnugt að um 2000 f. K. ruddist semitiskur þjóðflokk- ur, sem Biblían nefnir Amoríta, inn í hið frjóvsama land, er liggur í boga frá Palestínu að Persaflóa Það er einnig kunnugt, að Haran var helzta borg Amoríta um þær mundir er forfeður Gyðinga voru þar. Amoríta-nöfnin Abamram og Jakob-el virðast vera hin sömu og Abraham og Jakob í Biblíunni. Og leirtöflurnar frá Mari geta einnig oft um óaldarflokk, sem nefndur er Benjamínítar. Af þessu hafa fræðimenn dregið þá ályktun, að nöfn forfeðra Abra- hams eins og þau eru í Genesis, sé nöfn á ættbálkum og Semítar hati kent vissa staði við þá. Að lokum fóru ættfeður Gyð- inga frá Haran og leituðu til Palest -ínu. Þar lifðu þeir hirðingjalífi nær 2000 árum f. K. Þeir áttu hjarðir nauta, sauðfjár og geita og fengu þar af allar lífsnauðsynjai sínar. Þeir höfðust við í tjöldum, sem gerð voru úr geitarhárum og þeir voru á sífelldu flökti fram oö aftur eftir árstíðum, til þess að sæta þeim högum, sem beztir voru í gröf egypzks höfðingja, sem hét Beni Hasan, er mynd af nokkrun- semitiskum hirðingjum frá Palest ínu, og mun hún vera frá því um 1890 f. K. Þar sést að sumir eru að- eins í stuttpilsum, en sumir eru i lausum kyrtlum, sem slegið er yfii aðra öxlina, en hin öxlin er ber Þeir bera flutning sinn á ösnum. eins og forfeður Gyðinga gerðu Einn er með hörpu og bendir það til þess að þessir hirðingjar haíi verið hljómelskir. Saga Jóseps, sem seldur var til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.