Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Síða 8
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þessar myndir fundust í gröf Beni Hasan, sem var höföingi í Egyptalandi um 2000 fyrir Krist. Fornleifarannsóknir staðfesta ENGUM fræðigreinum hefir fleygt svo mjög fram á síðustu árum sem eðlisfræði og fornleifafræði í Palestínu, sagði dr. William F. Albright nýlega. Hann er prófes- sor við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum og einn af mestu fræðimönnum Bandaríkjanna. Og það má segja með sanni, að rannsóknir seinustu ára hafa leitt í ljós stórmerkilega fræðslu um fornar þjóðir og lönd, svo sem Assyríu, Babyloníu og Ur í Kaldeu. Ennfremur forna staði, sem nefnd- ir eru í Biblíunni, svo sem Jerikó, Hazor, Tirzah, Shechem og Gibeon. Fornleifarannróknirnar, sem farið hafa fram á þessum stöðum, hafa varpað ljósi yfir sögu hirðingj- anna, sem frá eru komin þrjú merk trúarbrögð, Gyðingatrú, kristin trú og Islam (eða Múhameðstrú), og auk þess „bók bókanna", sjálf Biblían. — O — Fyrir rúmum 20 árum voru Be- dúínar að taka gröf í Sýrlandi, og komu þeir þá niður á líkneski úr steini. Franskir vísindamenn fóru þá á staðinn og þar grófu þeir upp rústir borgarinnar Mari, sem hefir legið á kafi í sandi um þúsundir ára. Þetta var blómleg borg frá því um 3000 fyrir Krist og þar til um 1700 f. K. að Hammurabi konung- ur í Babylon, lagði hana* í auðn. Þarna fundust rústir konungshall- ar, þar sem verið hafa 300 herbergi og náð yfir sjö ekrur lands, svo að hún hefir ekki verið neitt smá- smíði. Þar fundu Frakkar rúmlega 20.000 áletraðar leirtöflur. Meðal annars sem á þessum töflum stend- ur, eru nöfn á ýmsum stöðum í Mesopotamíu, sem horfnir eru fyrir löngu, svo sem Nokhur, Til Turakhi, Sarugi og Phaliga en það virðast vera sömu nöfnin og á for- feðrum Abrahams í 1. Mósebók: Nahor, Terah, Serug og Peleg. Á þessum töflum er og oft minnzt á borgina Haran, þar sem Biblían segir að ættfeður Gyðinga hafi dvalizt. Nú er það kunnugt að um 2000 f. K. ruddist semitiskur þjóðflokk- ur, sem Biblían nefnir Amoríta, inn í hið frjóvsama land, er liggur í boga frá Palestínu að Persaflóa Það er einnig kunnugt, að Haran var helzta borg Amoríta um þær mundir er forfeður Gyðinga voru þar. Amoríta-nöfnin Abamram og Jakob-el virðast vera hin sömu og Abraham og Jakob í Biblíunni. Og leirtöflurnar frá Mari geta einnig oft um óaldarflokk, sem nefndur er Benjamínítar. Af þessu hafa fræðimenn dregið þá ályktun, að nöfn forfeðra Abra- hams eins og þau eru í Genesis, sé nöfn á ættbálkum og Semítar hati kent vissa staði við þá. Að lokum fóru ættfeður Gyð- inga frá Haran og leituðu til Palest -ínu. Þar lifðu þeir hirðingjalífi nær 2000 árum f. K. Þeir áttu hjarðir nauta, sauðfjár og geita og fengu þar af allar lífsnauðsynjai sínar. Þeir höfðust við í tjöldum, sem gerð voru úr geitarhárum og þeir voru á sífelldu flökti fram og aftur eftir árstíðum, til þess að sæta þeim högum, sem beztir voru í gröf egypzks höfðingja, sem hét Beni Hasan, er mynd af nokkrun semitiskum hirðingjum frá Palest ínu, og mun hún vera frá því um 1890 f. K. Þar sést að sumir eru að- eins í stuttpilsum, en sumir eru i lausum kyrtlum, sem slegið er yfii aðra öxlina, en hin öxlin er ber Þeir bera flutning sinn á ösnum, eins og forfeður Gyðinga gerðu Einn er með hörpu og bendir það til þess að þessir hirðingjar hafi verið hljómelskir. Saga Jóseps, sem seldur var tii

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.