Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23 Rannsóknir á geðveiklun Sálulœknar og sálkönnuðir œfir MAÐUR er nefndur Linus Pauling og starfar nú við „California Institute of Technology". Hann er efnafræðingur og hefir fengið Nobelsverðlaunin fyrir uppgötv- anir sínar á því sviði. Og árið 195fi fekk hann „John Phillips Medal", en það er heiðursmerki, sem veitt er af sambandi amerískra lækna fyrir framúrskarandi afrek í lækn- isfræði. Nú er dr. Pauling ekki læknis- fróður maður, eins og fyrr er sagt. heldur efnafræðingur. Þetta sýnir hve ómetanlegt gagn læknisfræð- in getur haft af efnafræðinni. Um langt skeið höfðu læknavís- indin verið að fást við sérstakan blóðsjúkdóm, sem er þannig, að rauðu blóðkornin í æðunum verða löng og bogin, og heldu menn að þetta stafaði af því að þau væri vansköpuð. En þá kom dr. Paulint? fram með nýa hugmynd. Setjum svo, sagði hann, að bygging blóð- kornanna sé alveg eðlileg, nema hvað einhverju sé áfátt í byggingu sumra þeirra; það gæti til dæmis verið blóðrauðan (hemoglobin) sem ber ildið út um líkamann. Þessar sameindir geta verið þann- ig, að þær loði saman og myndi þannig þessa ströngla af blóðkorn- um. Nú var farið að athuga þetta, og reyndist þá tilgáta hans rétt. Með þessu skapaðist þá nýtt hugtak: sameindaveiki — það er, veikindi sem stafa af því, að sérstök tegund sameinda í mannslíkamanum, vinn- ur ekki starf sitt rétt. En nú eru sameindir mjög mis- munandi og þetta mál því afai flókið. Ein sameind af vatni er t. d. samsett af tveimur vetnis- eindum og einni ildiseind. Sé nú ildiseindin numin brott og brenni- steinseind sett í staðinn, þá verður ekki úr þessu skemmd vatnseind, heldur önnur heilbrigð sameind En í sameind blóðrauðunnar e»u ekki þrjár eindir heldur líklega allt að 10.000. Þar er hægt að skipta um eina og eina eind, án þess að sameindin berytist að neinu ráði. Þó getur þetta orðið til þess að sameindirnar taki upp á því að loða hver við aðra. En þá kemur fram þessi blóðsjúkdómur, sem áð- ur var talað um. Og þessi uppgötv- un getur*haft stórkostlega þýðingu fyrir varnir gegn ýmsum sjúkdóm- um, þar á meðal vírusjúkdómum. Eftir þetta fór dr. Pauling að hugsa um hvort röng efnaskipting í líkamanum gæti ekki valdið alls konar geðveiklun. Og þá bauð Fordsjóðurinn honum 450.000 doll- ara til þess að rannsaka þetta, og er gert ráð fyrir því, að rannsókn- irnar standi um fimm ára skeið. Hann ætlar að byrja á því að fást við fávitana, eða þá sem þjást af svokallaðri „phenylketonuria". Er það nafn dregið af nauðsynlegu efni í líkamanum, sem kallast „phenylalanine". í lifrinni breytist þetta efni í annað efni, sem nefnist „tyrosine", með aðstoð sérstaks eggjahvítuefnis, sem er í lifrinni. En ef þessi breyting verður ekki, safnast fyrir í líkamanum 15—40 sinnum of mikið af „phenylalanin"', en of lítið af „tyrosine". Afleið- ingin verður fávizka. Hvernig stendur nú á því, að þessi efnabreyting fer ekki fram í lifrinni? Annað hvort er það vegna þess, að í lifrinni er ekki það efni, sem breytingunni veldur, eða þá að það vinnur ekki verk sitt. Dr. Pauling heldur, að ef hægt sé að rannsaka til fulinustu sameind- ir þessara efna, þá muni verða hægt að finna eitthvert efni, sem tryggi rétta efnaskiptingu í lifr- inni. Þetta er ekkert áhlaupaverk. Munurinn á einni sameind af „phenylalanine" og einni sameind af „tyrosine" er ein eind af ildi. Það má því segja að þessi eina ildiseind ráði því hvort menn eru meðalgreindir eða fávitar. En svo eru aðrar geðveilur eða sálsjúkdómar, sem kallaðir eru, og sálulæknar og sálkönnuðir eru að fást við. Á fundi með þeim flutti dr. Pauling fyrirlestur í fyrra og sagði þá hispurslaust meðal ann- ars: — Eg er alveg sannfærður um. að flestir geðsjúkdómar stafa af óeðlilegri efnaskiptingu líkamans. Þetta fell ekki í góðan jarðveg hjá fundarmönnum. Þeir gripu fram í fyrir honum hvað eftir ann- að og voru hinir reiðustu. En hann sat við sinn keip og sagði að það væri að minnsta kosti jafn vitur- legt að gera ráð fyrir að geðveilur stöfuðu af ruglaðri efnaskiptingu, eins og kalla þær móðursýki. Og seinna sagði hann í samtali við blaðamann, að hann væri sann- færður um að efnafræðin mundi koma í stað sálgrennslunar og sálu- lækninga, þegar fram liðu stundir, en þess mundi þó enn nokkuð að bíða. / LEIÐRÉTTING 1 greininni Merkisdagar í seinustu Lesbók varð prentvilla, k fyrir h. Þ«r átti að standa: Ekki hærri eldur, ekki heitari heldur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.