Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27 Hann var áður hershöfðingi og yf- irmaður herstjórnarráðs Gyðinga 1948, er Gyðingar áttu í stríði við Arabaríkin. Að því stríði loknu sagði hann af sér til þess að geta helgað sig fornleifarannsóknum, en þær eru hans líf og yndi. Hann byrjaði að grafa í rústir Hazor þar sem vígið hafði staðið og fann þar nokkrar opinberar byggingar ísraelsmanna. Skammt þaðan var upphækkuð slétta um 175 ekrur að ummáli og með hall- andi útveggjum. Slíkar upphækk- anir, gerðar af mannahöndum, voru að vísu kunnar áður og er talið að þær muni vera frá því um 1700 f. K. Telja fornfræðingar að þetta sé handaverk Hyksos, þjóð- flokksíns, sem fyrstur notaði hest- vagna í stríði, og hóf fyrsta „blitz" -stríðið, sem sögur fara af. Þeir óðu yfir vesturhluta Asíu og kom- ust allt vestur á Egyptaland og lögðu það undir sig, eins og fyr er sagt. Á þessum upphækkunum er talið að þeir hafi geymt hesta sína og vagna. Þegar farið var að grafa í þessa upphækkun, kom í ljós, að þar hafði risið borg áður en Israels- menn komu til landsins. Þetta hefjr áreiðanlega verið stærsta borgin I Palestínu, því að þar hafa varla verið færri en 30—40.000 íbúar. Rústirnar bera þess merki, að þetta hafi verið mikil verslunarborg. Fundust þar meðal annars brot úr grískum leirkerum, sem talið er að sé frá þeim tíma er Grikkir sátu um Trójuborg. En svo sýna rústirnar einnig, að borgin hefir skyndilega verið lögð í auðn. Það er verk Jósúa, segje fornfræðingar. Þetta er sú Hazor, sem sagt er frá í 11. kap. Jósúa- bókar, að hann hafi brennt til ösku. Síðan hefir þar aldrei verið borg. Áfok sléttaði yfir rústirnar og síðan hafa bændur haft þar akra um 3000 ára skeið, án þess að Smásagan: Þrír merktir peningar SMÁSAGA þessi er orðin fræg. — Hún hefír verið prentuð hvað eftii annað, og henni hefir verið breytt í leikrit, sem sýnd hafa verið á sviði og leikin í útvarpi. Höfund- urinn heitir Mary Elizabeth Caunselman. ÖLLUM kom saman um, þegar öliu var lokið, að þetta hefði verið uppá- tæki hjá brjáluðum manni. Annars var það einkennilegt, að enginn dró nokkuru sinni í efa, að þetta „happdrætti" væri raunverulegt. Það hvarflaði ekki að almenningi að her væri um að ræða einhvern hrekk, eða þá uppátæki brjálaðs manns. Jeff Haverty, ritstjóri „Frétta", helt því fram, að þetta væri mjög sniðu& og þrauthugsuð sálfræðileg tilraun — en seinast mundi upphafsmaður henn- ar gefa sig fram, og þá yrði almennt gaman úr öllu saman. Það getur verið að orðalagið á til- kynningunni um þetta „happdrætti" hafi æst menn upp svo mjög sem raun varð á. Það var einn morgun í Blank- ville í Suðurríkjum Bandarikjanna (en svo skulum vér kalla þetta 30.000 manna þorp), að á trjám, símastaurum, húshliðum og búðargluggum blasti við undarleg tilkynning. Hún var rituð á gulan pappír í venjulegri ritvél, og hljóðaði svo: „Þennan dag, hinn 15. marz, munu þrír merktir smápeningar komast í umferð hér í borginni. A hverjum þeirra er glöggt merki. Einn er merkt- ur með ferhyrning, annar með hring og sá þriðji með krossi. Þessir aurar munu berast milli margra manna, eins og allir peningar en viku hér eftir (það er 21. marz), mun handhafi hvers penings hljóta sérstaka gjóf. Sá fyrsti fær 100.000 dollara í pen- ingum. Annar fær ókeypis hringferð um hnöttinn. hafa hugmynd um hvað jörðin geymdi í skauti sínu. Meira. Sá þriðji hreppir dauðann. Úrslitin velta á merkjum pening- anna, ferhyrning, hring og krossi. — Hvert merkið táknar auð, hvert ferða- lag og hvert dauðann? Farið með peningana til ritstjóra „Frétta" hinn 21. marz og skýrið hon- um frá nafni yðar og heimilisfangi. Hanri veit ekkert um þessa keppni fyrr en hann les þessa auglysingu, en hann er beðinn að birta nöfn eigendanna 21. marz. Það þýðir ekkert að reyna • að merkja aðra peninga, því að Hav- erty ritstjóra verður tilkynnt um sér- stök merki á þeim". Um hádegi hafði hvert mannsbarn í borginni frétt um þetta, og allir voru í uppnámi. Verslunarmenn tóku að leita í peningaskúffum sínum. Menu leituðu í vösum sínum og peninga- buddum. í hverri búð og banka var ös af fólki, sem vildi fá koparpeninga fyrir silfur. Jaff Haverty ritstjóri hafði engan frið fyrir spurningum. Og þegar kvöldblaðið kom út, flutti það langa ritstjórnargrein um allt sem hann vissi um petta dularfulla mál, en það var nákvæmlega ekkert. Um morguninn hafði hann fengið bréf með póststimpli borgarinnar. Þetta var aðeins lítill gulur miði, ódagsettur og undirskriftalaus og á hann var ritað með venjulegri ritvél: „Hringurinn — sleginn 1920. Ferhyrn- ingurinn — sleginn 1909. Krossinn — sleginn 1928. Gerið svo vel að halda þessu leyndu þar til peningunum hef- ir verið skilað 21. marz." — O — Fyrsta peninginn fann lítill drengur á götu og færði hann föður sínum. Faðirinn flýtti sér að losna við hann og lét rakara sinn fá hann. Og rakar- inn lét kirkjuvörðinn fá peninginn, án þess að taka eftir krossinum, sem á hann var markaður. Kirkjuvörðurinn fór með hann heim til konu sinnar, en hún þreif hann af honum og losaði sig við hann í ný- lenduvörubúðinni. „Eg er hrædd við þessa hótun um dauða í auglýsingunni", sagði hún við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.