Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 Sólir fæðast og deya annað ofurliði. Það er ekki nema eðlilegt, áð nokkur leiði á stuðla- sterkum formum og vitrænum yrkisefnum geri vart við sig fyrst í stað eftir slíkar. hamfarir, en lyrik og léttari form nái meiri vinsæld- um á eftir, sum skáld hætti jafnvei að yrkja bundið mál, en taki upp ið tjaslaða. Þó að Einar Benedikts- son hefði lifað 30 árum lengur og ort betur með ári hverju, þá hefði dregið úr dálæti þjóðarinnar á hon- um. Því hærri sem hrifningin er, þess endasleppari verður hún. Það eru ekki nema sannheilagir menn sem geta hafizt upp í sjöunda him- in án þess að rota sig eða slasa á annan hátt, þegar þeir koma aftur niður á jörðina. Það ræður enginn sínum næt- urstað og því síður sínum fæðing- ardegi. Því áfellist eg ekki ungu skáldin, sem yrkja tjaslað, en les jafnvel ljóð þeirra með athygli og stundum með notalegri tilfinningu, því að þar er oft að finna gim steina, þótt þeir séu ekki slípaðir að mínum smekk. Þeir hæfustu munu, eftir víkingaferðir til ann- arra landa og ýmsar hafvillur, leita aftur heim, taka við óðali sínu og færa út bragatún feðra sinna. Það eitt heldur varanlegu gildi, sem er í samræmi við þrá mannsins eftir fegurð og fullkomnum. Lífvænleg- ustu ljóðin á íslenzka tungu munu því hér eftir sem hingað til verða ort undir dýru og fögru formi stuðiamálsins. C-X^ö®®®(3------ Svertingi strauk úr fangelsi i Rhodesíu og fannst ekki hvernig sem leitað var. Nokkrum dögum seinna kom hann aftur og maður með hon- um. — Eg fór heim til þess að láta fólkið mitt vita hvar eg væri, sagði stroku- fanginn, og þegar eg lýsti fyrir því hve gott er að vera hérna, vildi bróðir minn óvægur koma með mér. Hér er hann. E IT T af helztu viðfangsefnum stjörnufræðinnar, er að kynnast æviferli sólnanna frá því er þær byrja að lýsa og þangað til þær eru orðnar að svörtum og útkulnuðum hnöttum. Árið 1938 komst eðlisfræðingur- inn Hans Bethe að því, að það er kjarnorka sem veldur hita og birtu sólnanna þannig, að vetniseindir breyttust í heliumeindir og við það leystist óhemju orka úr læðingi. En það er erfitt að fylgjast með æviferli sólnanna, vegna þess hvað hann er gífurlega langur. Rann- sóknir sýna, að til eru mjög ungar sólir, en aðrar ævagamlar. Sumar eru svo gamlar, að þær gæti verið frá upphafi vetrarbrautar, en aftur á móti eru aðrar varla milljón ára gamlar. o—3C'—o ORKA sólnanna er sem sagt kjarn- orka, sem leysist þegar vetniseindir breytast í heliumeindir. Fjórar vetmseindir verða að einni helium- eind. Nú vita menn hver ei fyrir- ferð sólnanna og-reikna út eftir þvi hve mikið vetni er í þeím. Af hita einhverrar sólar geta menn svo ráð -ið hvað þessi breyting er ör og hve mikið eyðist af vetni einhvern ákveðinn tíma. Eftir þessu má svo reikna aldur sólarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að orku- eyðsla sólnanna er mjög misjöfn og sumar brenna svo ákaflega, að þær geisla út milljónasta hlutan- um af orku sinni á einu ári. Af þvi leiðir, að þær geta ekki orðið nema milljón ára gamlar, þá hafa þær eytt öllum orkuforða sínum og verða kaldar. Og þar sem slíkar sólir eru nú innan sjóndeiidar- hrings stjörnufræðinganna, þá vita þeir að þær eru yngri en milljón ára. Milljón ár eru ekki nema örstutt stund í sögu hvers himinhverfis. Það er ekki lengri tími en menn ætla að sé síðan mannkynið kom fyrst fram á jörðu hér. Vér höfum því sannanir fyrir því að sólir eru enn að skapast. Þessar yngstu sólir eru mjög bjartar og þær finnast hvergi í vorri vetrarbraut nema þar sem er mikið af gasefnum og ryki. Þetta bendir til þess að sólir skapist á þeim stöðum þar sem miklir þoku- mekkir eru í geimnum og að efni sitt fái þær úr þessum mökkvum. Stjörnufræðingar halda, að þeg- ar þessir mökkvar þéttast, fari að myndast nýar sólir. Þar sem þétt- leikinn sé mestur, falli hluti úr mökkvanum saman undan eigin þunga og þéttist smám saman, en við það skapast kraftur sem verður að hita, og verður mestur innst í kjarnanum. Og þegar mökkvinn hefir þétzt milljarð, milljarð sinn- um, þá hefjist árekstrar milli vetniseindanna, en af því losnar um kjarnorku á þann hátt er vér þekkjum af reynslu með vetnis- sprengjur. Þó er sá munur á, að hér verða ekki ægilegar sprenging- ar, því að hin nýskapaða sól kann að leysa orkuna úr læðingi jafnt og þétt. En þegar svo er komið, þjappast hnötturinn ekki meira saman, og nú er sköpuð sjálflýs- andi sól. o—30—o SKÖPUN sólnanna er eitt af stór- kostlegustu furðuverkum náttúr- unnar. Þegar þær hafa fengið ákveðinn þéttleika, gera þær hvorki að minnka né þenjast út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.