Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Síða 6
22 Hinir óskaplegu kraftar eru þar i fullkomnu jafnvægi. Aðdráttarafl- ið, sem togar efnið að miðju, og þanmáttur gastegundanna, sem reynir að þenja hnöttinn út, er na- kvæmlega jafnt. Eðlisfræðin kennir oss, að þan- máttur gastegundanna fer eftir hita, en aðdráttaraflið eftir stærð hnattarins. Eftir því sem hnöttur- inn er stærri, eftir því þarf því meiri hita til þess að vinna á móti aðdráttaraflinu. Nú er það undir hitanum komið hve ört kjarnorkan losnar úr læð- ingi. Eftir því sem hitinn er meiri, eftir því verður hraði vetniseind- anna meiri og árekstrarnir æðis- gegnari og tíðari. Orkueyðslan verð ur því meiri eftir því sem hitinn er meiri, og þar af leiðandi verður sólin bjartari. Nákvæmt hlutfall á því að vera milli yfirborðshita sól ar og birtu hennar, og þetta hefir sannazt með rannsóknum. o-3&-o MEÐ útreikningum má sýna, að þegar sólirnar eldast, verða breyt- ingar á þeim innra vegna úrgangs- ins eftir kjarnorkubrunann, eða heliumeindanna sem myndast við samruna vetniseindanna. Helium eindir eru fjórum sinnum þyngri en vetniseindir. Þær leita inn að miðbiki hnattarins og við þetta mundi raskast hlutfallið milli eðlis -þyngdar og stærðar hnattarins, en þetta jafnast á þann hátt að sólin þenst út sem því svarar og verður jafnframt bjartari. Þessu heldur stöðugt áfram, þar til um 12% af upprunale«n vetnisefni sólarinnar er orðið að helium. En þegar svo er komið getur sólin ekki vegið upp á móti aukningu heliumeinda með því að smáþenjast út. Hún verður þá að þenjast út ineð meiri hraða og þá nálgast skapadægui hennar. Við útþensluna verður hún bjartari og eyðir þá vetnisforða LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS sínum í slíku óhófi, að hann er brátt þrotinn og „björt verður sól að svartri", eins og skáldið kvað Þetta eru ekki néinar ágizkanir um æviferil sólar. Menn hafa veitt þessu athygli þar sem sólnahópar eru. Allar sólirnar í hverjum hópi hljóta að vera jafngamlar En þær eru mismunandi bjartar og endast mismunandi vel. Það stafar af því, að þær ganga misjafnlega a vetnis- forða sinn. í þessum sólnahópum má því finna stjörnur á mörgum æviskeiðum. o—9f) -o ÞEGAR er farið að ganga á vetnis- forða sólar vorrar, því að hún mun nú hafa lifað hálfa ævi sína og má kallast miðaldra. : Eftir hér um bil 6000 milljónir ára hefir sólin eytt 12% af vetnis- forða sínum, tekur þá að þenjast út ákaflega, svo að hún mun verða 30 sinnum stærri en hún er nú. Og þá verður hún ekki lengi að sólunda öllum vetnisforðanum. Fyrst verður hún eldrauð, en dökknar smám saman. Að lokum hlýtur hún að deya og verður þá sennilega að „hvítum dverg“. Um það leyti er sólin hefir stækkað ferfalt, hafa orðið miklar og ískyggilegar breytingar hér á jörðinni, og meðalhitinn er þá kom- inn upp í 70 stig á Celsius. Sólin heldur áfram að stækka og hitinn eykst upp í suðuhita. Síðan verður hitinn svo mikill að málmar bráðna og að lokum verður hann orðinn um 800 stig á Celsius. Þá er allt líf á jörðinni liðið undir lok fyrir löngu og úthöfin þornuð að grunni. Þau hafa gufað upp og gufan ligg- ur sem þétt ský umhverfis hnött- inn. Þetta ský dregur að nokkru úr hita sólarinnar, svo að hann verður ekki jafn ofsafenginn og annars hefði verið. Síðan fer smám saman að draga úr hitanum á jörðinni, eftir því sem sólin kólnar. Svo kemur að því að loftið kólnar svo að gufan þéttist og allt vatn úthafanna steypist i holskeflum yfir skrælnaða jörðina Jafnframt kólnar þá meir og mei og seinast verður svo mikið frost að úthöfin leggur og þau botn brjósa og skelfilegur fimbulvetur ríkir á jörðinni. o-9C-o GERT er ráð fyrir því, að sólin sé um 6000 milljóna ára gömul. Síðar jörðin myndaðist hefir farið smá hlýnandi þar, svo að meðalhitinn hefir hækkað um allt að 20 stig Enn mun fara hlýnandi á jörðinni næstu 6000 milljónir ára, en þá skellur á hitabylgjan, sem eyðir öllu lífi á jörðinni. Þetta skeður með nokkuð snöggum hætti, því að hitinn hækkar um 500 stig á 500 milljónum ára. Þessar spár munu ef til vill vekja ugg hjá ýmsum mönnum. Ei fyrst um sinn þurfa menn engu að kvíða. Mannkynið mun haldast við. ef það eyðileggur sig ekki sjálft með heimsku sinni. Aldurinn færist mjög hægfara yfir sólina. Mannkynið á nokkurn veginn víst að geta lifað enn um 6000 milljónir ára. Sól vor er aðeins ein af milljón- um sólna í vetrarbraut vorri, en vetrarbrautirnar skipta milljónum Flestir stjörnufræðingar hallast nú að því að til sé óteljandi sólhverfi svipuð sólhverfi voru, og að líf muni þróast á ótölulegum grúa hnatta. Nú eru til margar sólir, sem eyða orku sinni miklu hraðar en vor sól og endast því skemur. Það má því vera, að á þessari stund sé mannkyn í ýmsum sólhverfum að farast úr hita, sem stafar af því, að sól þeirra hefir blossað upp und- ir skapadægur sitt. (Úr „Engineering and Science1)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.