Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 10
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ypzkt nafn, skylt Ramses og Thut- mose). ísraelsmenn heldu inn í Sinai-eyðimörkina, og stofnuðu þar sitt eigið þjóðfélag undir hand- leiðslu guðs hjá fjallinu Sinai. Heimildir, sem fornfræðingar hafa nú grafið upp, styðja að öllu leyti frásagnir Genesis, en fjallið Sinai hafa menn ekki fundið, og óvíst að nokkurn tíma takist að benda á með vissu hvaða fjall hafi heitið svo. En inni 1 eyðimörkinni hefir það verið, fjarri öllum þjóð- leiðum. Það er ólíklegt að þeir sem skráðu söguna af dvöl ísraels- manna í eyðimörkinni mörgum öldum seinna, hafi ekki stuðst þar við sannsögulegar heimildir. Sögn- in um manna (himnabrauðið) sem þeir lifðu á, ætti að vera þar þung á metunum, því að hún er sönn. Fræðimenn eru flestir sammála um, að ísraelsmenn hafi komizt til fyrirheitna landsins, Kanaan, á 13. öld f. K. Vitað er og með vissu að þeir höfðu komið sér þar fyrir 1220 f. K., því að þá réðust Egyptai á þá, undir forystu Merneptah faraós og unnu sigur á þeim. Lét Merneptah reisa minnismerki um þann sigur, og í áletrun á því minnismerki er ísraelsmanna getið í fyrsta skipti. Þar segir: Israelsþjóð er eytt, hún á enga afkomertdur. Egyptaland hefir gert Palestínu að ekkju. Þetta var þó ekki nema hálfur sannleikur, því að ísraelsmenn voru herskáir og komu óvinum sín- um jafnan í opna skjöldu. Og forn- fræðingar hafa fundið sannanir fyrir því, að ísraelsmenn hafa unn- ið ýmsar borgir á árunum 1250— 1200 f. K. Alkunn er sagan um það hvernig Jósúa fór með Jerikó, að hann brenndi hana í eldi og allt sem i henni var. Nú hefir verið unnið að því lengi að grafa upp rústir Jeri- kós, en sannanir fyrir þessu hafa ekki fundizt. Menn hafa komizt að því, að Jerikó hefir verið mjög blómleg borg þegar um 5000 árum f. K. Er hún elzta víggirt borg, sem fundizt hefir. Getur verið að Jerikó hafi þegar verið komin í auðn, er ísraelsmenn komu þangað, en á hinn bóginn getur líka verið að tímans tönn hafi nagað burt allar minjar um það að ísraelsmenn hafi unnið borgina. Næsta borgin sem sagt er að Jósúa hafi unnið var Aí — „og Jósúa brenndi Aí og gerði hana að ævinlegri grjóthrúgu, eyðirúst, fram á þennan dag“. Franskir fornfræðingar grófu upp rústir Aí á árunum 1933—1935. Var auðséð, að þar hafði verið eitthvert fegursta musteri í land- inu (um 3250—2400 f. K.) En um þær mundir, er ísraelsmenn komu til landsins, var Aí rústir einar Þess vegna hlýtur það að vera mis- hermi, að Jósúa hafi lagt þá borg í auðn. En skammt þarna frá, eða um 2% km var borgin Bethel. Rústir hennar hafa nú verið grafnar upp með mestu vandvirkni. Lag eftir lag var rannsakað. Menn fundu hvernig borgin hafði verið á dög- um dómaranna og röktu sig áfram aftur að árinu 1200 f. K. eða þar um bil. Og þá varð á mikil breyt- ing. Þar mátti sjá, að stórkostlegur bruni hafði orðið í borginni. Skraut -leg hús höfðu brunnið til grunna og í tóftum þeirra voru haugar af viðarkolum, og eins allt um kring Hér hafði sýnilega ekki verið um neina skyndiárás að ræða. Það var auðséð að borgin hafði öll verið brennd til ösku, og síðan hafði fólk af öðrum kynþætti, fátækara og fáfróðara en fyrri íbúar, tekið sér bólfestu á rústunum. Nákvæmar rannsóknir sýndu, að Bethel hafði verið stofnuð snemma á bronsöld, eða um það leyti er Aí var lögð í auðn. Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessu? Mestar líkur eru til þess, að Bethel hafi verið reist þegar Ai var komin i auðn, og Bethel hafi því verið borgin sem Jósúa brenndi upp tii ösku. ísraelsmenn hafi síðan sezt að á rústunum og byggt borgina upp að nýu, og þannig hafi fyrnzt yfir það, að hún hafði verið lögð í rústir, en rústir Aí voru öllum sýnilegar. Það er því ósköp eðlilegt að sögnin um hervirkið hafi færzt til, lent á staðnum rétt hjá, sem sýnilegt var að lagður hafði verið í auðn. Þessu til stuðnings má það og vera að á hebrezku þýðir Aí „rústir". Hefir eins farið um Jerikó, að frásögnin um eyðileggingu nær- verandi borgar hafi færzt yfir á rústir hennar? Það vita menn ekki enn. Hitt hafa fornfræðingar sann að við rannsóknir á rústum ann- arra borga, svo sem Lachish, Eglon og Debir, að innrásarher hefir farið báli og brandi yfir landið á 13. öld f. K., og síðan byggt upp aftur. Það er því nokkurn veginn víst að ísra- elsmenn hafi komið þangað um það leyti, og frásagnirnar í Biblíunn: um sigra þeirra og landvinninga sé sannsögulegar. Þá kemur næst frásögnin í 11. kap. Jósúabókar: „Þá sneri Jósúa aftur og vann Hazor og felldi kon ung hennar með sverði; en Hazoi var fyrrum höfuðborg allra þess ara konungsríkja. Og þeir felldu alla menn, er í henni voru, með sverðseggjum; var engin lifandi sála eftir skilin, og Hazor brenndi hann í eldi“. Hazor er fyrir norðan Galilea- vatn. Þar hefir háskólinn í Jeru- salem nú haft fornfræðinga un skeið til rannsókna, og hafa feng- izt þar merkilegar upplýsingar um að sagan í Jósúabók sé sönn, enda þótt fræðimenn hafi fram að þessu talið að hún hlyti að vera röng. Yfirmaður rannsóknanna þarna er fornfræðingurinn Tigael Yadin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.