Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 Bjarni í Tungufelli var stórt sendibréf. Hún kallaði til næsta manns: „Opnaðu þetta fyrir mig. Það er sendibréf?“ Maðurinn kom og reif upp umslagið. „Hér er svolítill bréfmiði, vélritað- ur og engin undirskrift. Og hvaða vit- leysa stendur nú þarna? Jú, það stend- ur bara: „Allar fjórar áttir heimsins eru eins“. Nei, og hvað er nú hér? Líttu á — nei fyrirgefðu, eg gieymdi .... þetta er farmiði sem gildir fyrir ferðalag umhverfis hnöttinn. Heyrðu,, áttir þú ekki einn af þessum undra peningum?" Gamla konan kinkaði kolli. „Jú, þennan með ferhyrningnum, sögðu þeir“. Hún andvarpaði mæðulega: „Eg vildi að eg hefði fengið peningaverð- launin, eða þá hitt merkið, svo að eg hefði ekki þurft að biðja ölmusu fram- ar“. „Hérna, taktu við farmiðanum", sagði maðurinn og rétti hann fram hikandi. „Hvaða gagn hefi eg af þessu?“ sagði kerling, hrifsaði til sin miðann og reif hann í bræði sinni sundur í smátætlur. Um svipað leyti kom pósturinn með þykkt bréf í sterku umslagi til Kenneth Carlton. Hann dæsti þegar hann sá að þetta var innanbæar bréf, en Evans vinur hans náfölnaði. . . . „Opnaðu það, opnaðu það undir eins!“ hrópaði hann. „Lestu það. . .. nei, eftir á að hyggja, opnaðu það ekki. Eg er hræddur, Ken.... “ Carlton hló kuldahlátur og opnaði umslagið. „Þetta er bezta sendingin, sem eg hefi fengið langa lengi, Jim“, sagði hann „Eg er feginn. Heyrirðu það, Jim. eg er hjartanlega feginn. Eg vona að þetta taki fljótt af og verði kvalalaust. Máske það sé aðeins ráðlegging hvern- ig maður eigi að stytta sér aldur“. Hann hellti innihaldi bréfsins á borð- ið, og eftir nokkra stund tók hann að hlæa kuldahlátri. Vinur hans starði á hrúgu seðla, og allt voru þetta verðmeiri seðlar, en hann hafði séð áður. „Peningar! Þú hefir fengið hundrað þúsund dollara, Ken! Eg get ekkl trúað mínum eigin augum“. Hann þagnaði skyndilega og greip lítinn gulan miða, sem var inn á milii seðlana, og las: „Auður er sá þyngsti kross, sem lagður verður á nokkurn mann“. í LESBÓK frá 10. nóvember er á öftustu síðu getið um þennan mann. Ég tel að jafnan mætti geta um fleira sem ekki síður væri ástæða til að halda á lofti, en því sem heldur er til að gera litið úr þessum manni, sem var víst með mætustu bændum sinnar tíðar. „Þetta er meiri vitleysan.... auður? Nú, krossinn hefir þá þýtt auð?“ Carlton hætti að hlæa. „Hann er ekki blár þessi náungi, hver sem hann er. Þetta er smellin kaldhæðni, Jim. Auðurinn er bölvun en ekki blessun fyrir þá, sem hljóta hann. Maðurinn hefir rétt að mæla! En eg er ekki viss um að hann viti hvernig þetta skeyti hans hefir hitt beint í mark. Hundrað þúsundir doll- ara handa manni, sem er með krabba- mein Jæja, Jim, eg tóri ef til vill einn mánuð enn til þess að sólunda þessu fé — einn mánuð óþolandi þjáninga, áður en öllu er lokið!“ Og svo rak hann upp kuldahlátur aftur. En undarlegast við þessa sögu er þó fráfall Skinners. Rétt eftir að mestu ösinni um miðjan daginn var lokið, rakst hann á lítinn böggul til sín á hyllu í búðinni. í mestu eftirvænting reif hann umbúðirnar utan af böggl- inum, en nokkrir vinir hans stóðu þar hjá og horfðu á. Einkennilegur silfurkassi kom í Ijós. Með skjálfandi fingrum reif hann hespuna upp og lyfti lokinu. í sama bili kom undarlegur svipur á hann — og hann hneig niður á gólfið. Rannsókn var þegar hafin, en ekkert vitnaðist nema það, að Skinner hefði dáið af „crotalin“ — en það er snák- eitur. Það hafði verið borið á hespuna, og Skinner hafði rispað sig ofurlítið á henni í ákefðinni að opna silfurkass- ann. í kassanum var ekkert annað en lítill gulur seðill og á hann var letrað: „Lífið hefir hvorki apphaf né enda“. Það var allt og sumt sem menn fundu til skýringar á dauðdaga hans. Aldrei vitnaðist neitt meira í þessu dularfulla máli um merktu peningana þrjá — og sennilega eru þeir enn í umferð manna á meðal. Helgi Magnússon stórkaupmaður í Reykjavík minntist oftlega á Bjarna og konu hans í Tungufelli. Hann dáðist mikið að þeim. Það taldi hann rétt vera að hann hafi verið saklaus og hrekklaus, en hygginn og góðviljaður og hjálpsamur ef á reyndi. Til dæmis um það var hann ásamt Hróbjarti á Grafarbakka, sem voru það birgir af björg handa mönnum og skepnum harðindavorið 1882, að hafa bæði getu og fórnarvilja að bjarga þegar hin sárasta neyð var næstum því við hvers manns dyr. Þá voru það þeir sem héldu lífinu í mjólkurkúnum hjá þeim sem komust í algjört þrot. Þá var ekki gert grín að þessum mönnum, sem voru bjargvættir sveitar sinnar. Ef björgina vantaði handa mjólkurkúnni. þá var skammt til annars verra. Fleira má geta um sem lýsir þess- um manni. Hann var snillings smiður bæði á tré og járn. Til þess tekið hvað hann smíðaði góða hnífa. Eg man vel þegar gamli maðurinn var í smiðjunm og var að herða hnífana, hvað hann athugaði vel litbrigðin á blöðunum við herzluna. Eikarkistil átti hann haglega gerð- an. Þar geymdi hann aurana sína. Eg minnist þess, þegar hann var að athuga í kistilinn, og við börnin, sem vorum hænd að honum þá nærgöngul við hann, að hann sagði eitt sinn: „Ætli þeim finnist ekki þessi þunnur, þegar ég er dauður." Hann vissi að menn héldu að hann ætti svo mikið af pen- ingum í kistlinum, sem mörgum varð líka að góðu að fá lánað hjá honum, ef þeir misstu grip og þurftu að bæta sér það. Þá var gott að heimsækja gamla manninn, sem hjálpaði með sínu ljúfa og góða geði, en áminnandi var hann um að fara vel með. Hann sagði þá: „Gættu þess drengur minn að fara sparlega og vel með allt, því enginn veit hvað á dagana getur drifið. Þú ert ungur maður og gættu þín vel að vera viðbúinn því lakara." Ég minnist þess eitt sinn að bóndi kemur til hans og vill borga honum skuld og kemur með seðla. Þá lítur gamli maðurinn á þessa bréfseðla og segir: „Mér lízt ekki á þennan, þú getur átt seðla þína sjálfur, ég vil fá mína aura í sömu mynt og ég lánaði. Þú t t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.