Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1958, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 HEILBRIGÐISTÍÐINDI BÓLU SETNING Dr. James L. Wilson við háskól- ann í Michigan, segir að bráðlega muni farið að bólusetja nýfædd börn með ferfaldri bólusetningu, til þess að verja þau fyrir næm- um sjúkdómum. Nú þegar er farið að bólusetja þriggja mánaða göm- ul börn við mænuveiki, barnaveiki, ginklofa og kikhósta. HÆTTULEGAB TÖFLUR í Lesbók 2. sept. 1956 er sagt frá töflum, sem geri menn útitekna og sé mikið notaðar. í þessum töflum er efni, sem nefnist 8-tnethoxy- psoralen og er unnið úr egypzkri jurt, er nefnist „ammi majus“. Af þessu efni draga töflurnar nafn og eru kallaðar „8-MOP“. Jurtin var áður notuð til þess að lækna hvíta bletti, sem koma á hörund sumra manna, og var þá útvortismeðal. En töflurnar eru teknar inn og valda því að húðin verður brún, eins og þegar menn eru sólbrennd- ir. Nú nýlega hefir amerískur læknir við háskólann í New York, dr. Norman B. Kanof, skrifað grein í „Chicago Tribune“ og varar fólk við því að nota þessar töflur, vegna þess að þær geti hæglega valdið húðkrabba. Þetta kemur alveg í bág við það, sem menn höfðu gert sér vonir um áður. Það er vitað að mjög sterkt sólskin getur valdið hörunds- krabba, og þess vegna vonuðu læknar að þetta meðal mundi verða vörn gegn því. En nú kem- ur upp úr kafinu að það getur sjálft valdið hörundskrabba LUNGNAKRABBI Þessi sjúkdómur eykst nú hröð- um skrefum og getur komið fram í mönnum á öllum aldri, þótt venju -legast sé að hann komi fram í mönnum sem eru 61—62 ára gaml- ir. Sjúkdómurinn er 9 sinnum tíð- ari meðal karla en kvenna. — Dr. L. H. Garland við háskólann í Stanford segir, að af hverjum 100 sjúklingum sé aðeins 25% færir um að gangast undir uppskurð. Hin -ir hafi flestir komið of seint til læknis, dregið það í 5—6 mánuði eftir að fyrstu sjúkdómseinkennin gerðu vart við sig. Fæstir af þeim sjúklingum lifa lengur en hálft ár, þó að einstaka kunni að geta hjarað í nokkur ár, sérstaklega ef geisla- lækningar hafa verið reyndar á þeim. Krabbinn er ýmist bráður eða hægfara, og er þá ekkert kom- ið undir því hve stórt krabbamein- ið er. Ef krabbinn gerir mjög snögg -lega vart við sig drepur hann menn á miklu skemmri tíma held- ur en þegar aðdragandinn hefir verið langur. HÆTTULEGAR REYKINGAR Á tveimur fæðingastofnunum í Kaliforníu höfðu nýlega 7499 kon- ur alið ófullburða börn. Þegar far- ið var að leita orsakanna til þessa, kom í ljós, að langflestar mæðurn- ar reyktu mikið. Við enn nánari at- hugun sást að af konum semreyktu. áttu rúmlega helmingi fleiri börn fyrir tímann, heldur en meðal þeirra kvenna, sem ekki reyktu, og hlutfallið varð hæst hjá þeim sem reyktu mest. Af þessu þykir mega ráða að reykingar sé mjög hættu- legar fyrir barnshafandi konur. HÁR BLÓÐÞRÝSTINGUR í blóði manna hefir fundizt efni, sem kallað er „hypertensin", og talið er valda háum blóðþrýstingi. Vísindamenn hjá „Veterans Ad- mimstration Hospital" í Cleve- land í Bandaríkjunum, hafa nú ein- angrað þetta efni og greint það. Kom þá í ljós að til eru af því tvær tegundir. Önnur er tiltölulega mein laus, en hin veldur samdrætti æða og auknum blóðþrýstingi. Vísinda- mennirnir komust að raun um að efni þetta er svo magnað, að 1/20 úr grammi af því mundi nægja til að valda mjög háum blóðþrýstingi í 166.000 manna. Nú er verið að reyna að finna eitthvert efni, sem unnið getur gegn því. LÉLEGT ÁHALD Læknar hafa notað rafmagnsrit- ara (electrocardigram) til að rann- saka hjörtu manna, en nú hefir hann reynzt lélegur til þess. Segir dr. Goerke við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, að ekki hafi tekizt að finna hjartveiki með honum nema í svo sem 30% þeirra, er hjartveiKi hafa, en á hinn bóginn hafi hann sýnt veilur hjá fjölda manna, er síðar vitnaðist að ekki höfðu neinn snert af hjartveiki. VÍRUR VALDA AUGNASJÚKDÓMUM Fyrir hér um bil fimm árum fannst nýr flokkur af vírum, sem nefndar eru „adeno“-vírur og valda þær slæmum veikindum í öndun- arfærum. í þessum víru-flokki eru að minnsta kosti 18 tegundir, og þrjár þeirra — þær sem nefndar eru 3, 7 og 8 — geta einnig valdið augnaveiki. Kom það í ljós af til- viljun, er vísindamenn voru að rannsaka þessar vírur í Heilbrigð- isstofnun Bandaríkjanna. Segir forstjóri stofnunarmnar að menn geti hæglega fengið augnveiki í sundlaugum þar sem klór er bland- að í vatnið, ef menn nugga augun meðan þeir eru í vatninu og ein- hver að þessum þremur tegundum „adeno“-víra skyldi við það kom- ast í augun. Nú er verið að finna upp bólusetningarefni við þessum vírum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.