Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 var þýtt „aðalumbætur" eða „um- bætur“. SUMARIÐ 1842 var mjög rigninga- samt hér syðra, og veðrasamt þeg- ar kom fram á haustið. Trosnuðu því torfþök og kom leki að húsum og var þá svo komið að Suggers- bær þurfti nauðsynlega endurbóta við. Þá tók Jóhannes Zoega sér fyr- ir hendur að rífa að mestu hesthús- kofann og byggja hann að nýu. Sendi hann bæarfógetaskrifstof- unni tilkynningu um þetta 26. september. Ekki beið hann þess að fá svar, þótti ólíklegt að sér yrði meinað þetta, þar sem „margir slík -ir kofar hefði verið byggðir í bæn - um á því sumri“ eins og hann sagði sjálfur frá seinna. Reif hann svo kofann og var byrjaður að byggja hann að nýu. En 30. sept. kemur bygginganefnd til hans og harð- bannar honum að halda verkinu áfram. Taldi hann sér þetta óbæt- anlegt tjón, því að nú hefði hann ekki hús um veturinn fyrir hesta sína, og gæti hvergi komið inn mónum, sem þá var eina eldsneyti Reykvíkinga. Þykir honum það hart þar sem hann sé gamall borg- ari bæarins og eigandi „að hinum elzta eigindómi" þar, að hann skuli ekki fá að byggja þar eins og hann þurfi. En þrátt fyrir þennan árekstur byrjar hann að gera við bæinn sjálfan hinn 12. október, og leitaði ekki leyfis byggingarnefndar til þess. Reif hann torfþakið af súðinni öðrum megin, um IVí alin á lengd þar sem það var lélegast. Og þegar byggingarnefnd fór að fetta fingur út í þetta, sagði hann að hér væri aðeins um nauðsynlegt viðhald að ræða, og mundi gengið frá bænum eins og hann áður var án þess að nein breyting væri á honum gerð. Bærinn væri orðinn svo hrörlegur, að ekki væri búandi í honum um veturinn, nema því aðeins að hann fengi þessa viðgerð. Þó væri þetta aðeins til bráðabirgða gert, því að eftir 1—2 ár yrði hann að rífa bæ- inn, og þá ætlaði hann sér að reisa þarna timburhús. Voru þá skipaðir óvilhallir mats- menn til þess að skoða bæinn. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að viðgerðin væri „einungis gerð af nauðsyn og til bráðabirgða í vet- ur, þar eð allir undir- og innviðir hússins, sé mjög fúnir og húsið líka allt snarað, svo það strax á næsta sumri þarf gjörsamlega að takast og uppbyggjast að nýu“. — Bær- inn hefir um þessar mundir verið 85—90 ára gamall og þess vegna engin furða þótt hann væri orðinn hrörlegur. En byggingarnefnd var ekki ánægð með þetta. Henni þótti Jó- hannes hafa sniðgengið sig, og vildi gjarna fá úr því skorið hvort slík- ar breytingar sem þessa mætti gera án samþykkis síns. Var Hoppe stiftamtmaður henni sam- mála um það og ákvað 16. október að mál skyldi höfðað gegn Jóhann- esi Zoega út af þessu. Stefán Gunnlaugsson bæarfógeti kva'ð upp dóm í málinu þremur dögum seinna og er sá dómur merkilegur á marga lund. Hann bendir á að í reglugerðinni standi, að þeir sem ætli að byggja. gera breytingar á eldri byggingum eða aðalumbætur, verði að til- kynna það og fá til þess leyfi bygg- ingarnefndar. En það sé augljóst að ekki þurfi að tilkynna fyrir- fram um lítilfjörlegar endurbætur á húsum. Hér verði því fyrst að athuga hvort þessi endurbót á bæn- um hafi verið tilkynningarskyld, hvort hún hafi verið aðalendurbót. eða ekki. „Eftir þeirri þýðingu, sem þetta orð hefir í daglegu máli, getur aðalendurbót ekki kallast önnur endurbót en sú, er hefjr nokkuð töluvert ummái og sem um nokkurn lengri tíma fríar hús það, er aðalendurbótin er gerð á, frá frekari viðgerðum. Og þó réttur- inn nú álíti af hinum áklagaða fvr- irteknu endurbót, að ummálinu til, fullkomlega að geta heimfærst til aðalendurbótar, vantar hana samt hinn eiginleikann að geta verið varanleg, þar eð það á löglegan hátt er upplýst, að sá hluti íbúðar- hússins, sem nú er lögð súð á, þarf gjörsamlegrar endurbótar við strax á næsta ári, hvers vegna rétt- urinn hlýtur að álíta það öldungis vafalaust, að hin nýa endurbót á húsi hins áklagaða geti ekki kall- ast aðalendurbót“ Þetta styrkist og við álitsgerð skoðunarmann- anna, því að hún beri með sér „að húsið að öllu leyti hvað form, lög- un og innviðu snertir, er óum- breytt, og aðeins lögð á það ný timbursúð“. Og ef svo kæmi torf- þak par ofan á, þá væri húsið alveg eins útlítandi að utan eftir við- gerðina, eins og það var áður. Þó telur dómarinn að full ástæða hafi verið til þess að byggingar- nefnd vildi fá úr því skorið, hvort slíkar umbætur mætti fara fram leyfislaust. Beri því að dæma Jo- hannes Zoéga til þess að greiða málskostnað, en að öðru leyti skuli hann vera „frí fyrir pólitíréttarins ákærum í þessu máli“. ÞANNIG LAUK þá þessu máli vegna óljósra ákvæða byggingar- reglugerðarinnar. Þeir sem sömdu hana, munu áreiðanlega ekki hafa haft torfbæina í huga, þar sem tal- að var um „Hovedreparationer“. Um torfbæina gilti allt annað en timburhúsin, það mátti „dytta“ að þeim allavega án þess að það gæti talist „aðalendurbót", og slíkar við -gerðir máttu menn því fram- kvæma án þess að leita leyfis bygg- ingarnefndar. Hér var á annmarki, sem iaga þurfti. Breytingarnar á Suggersbæ og málið sem út af þeim reis, varð því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.