Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 Bertrand Russel; Nauðsynlegra að kunna að lifa á jörðinni heldur en að komast til tunglsins SPUTNIKARNIR tveir hafa vakið furðu meðal almennings, en vís- indamönnum hefir lengi verið það ljóst, að hægt er að senda slíka gerfihnetti upp í háloftin. Tvennt er það, sem einkum hef- ir gætt meðal almennings á Vest- urlöndum: hrifningar út af þessu tæknilega afreki, og í öðru lagi ótta við það hve langt Rússar eru komnir í tæknilegum vísindum. Heimurinn er tvískiptur eins og endranær. Annars vegar er heim- ur viðurkenndrar þekkingar. sem ekki er hægt að brjóta í bág við nema illa fari. Hins vegar er gjör- ólíkur heimur, heimur þekkingar, sem vér viljum ekki kannast við nema í draumsýnum. Hin undarlega afleiðing þessa er sú, að það er meiri sannleikur í skáldskap, er menn telja ímyndun eina, heldur en því starfi, sem þykist byggja á staðreyndum. hann þegar eg sá hann seinast, og seldi sælgæti. Eg kom inn í ,sjoppuna“ til hans, en eg minntist ekkert á það, sem eg hafði frétt á Lipelipe. Eg veit ekki einu sinni hvort honum er kunn- ugt um að þeir kalla hann þar „Mann- inn sem talar við vindinn". Honum hefði líklega staðið á sama. Nú hafði hann ekki lengur þennan einkennilega augnasvip, augun voru sljó og svip- laus. Honum var ekki kunnugt um það, að hann hafði aftur rétt við virðingu hvítra manna á Lipelipe. Maðurinn, sem keypti af honum, átti þar náðuga daga. Eg fekk alltaf full- fermi af góðum vörum hjá honum, þangað til eg fór til Nýu Gíneu. Bertrand Russel. Eitt dæmi uih þetta er vísinda- legt hugarflug, sem menn segja að sé ekkert annað en draumórar ætl- aðir unglingum til skemmtunar. En vér neyðumst nú samt til þess smám saman að viðurkenna að þetta sé viturleg hugboð — mikiu viturlegri en bollaleggingar stjórn- málamannanna. Vér skulum leggja fyrir oss þessa spurningu: Hvers getum vér í alvöru vænzt af geim- ferðum, sem nýasta tækni hefir nú gert framkvæmanlegar? Það er þegar ljóst að hægt er að senda rákettu til tunglsins, ef menn halda að það svari kostnaði. Það er enn eigi víst hvort hægt er að koma þessari rákettu til jarð- ar aftur, en ekki er ólíklegt að ráð finnist til þess áður en langt um líður. En þá kemur sú spurning óum- flýanlega, hvort menn muni geta lifað á tunglinu. Mér virðist það alveg augljóst, að um ófyrirsjáan- lega framtíð verði það ekki unnt fyrir menn að lifa á tunglinu nema nokkra daga í mesta lagi. Þeir yrði að hafa með sér áhöld til að framleiða andrúmsloft handa sér, og þeir yrði að vera í ógurleg- um brynjum, svo að þeir missi ekki frá sér andrúmsloftið. Þeir yrði að flytja með sér matvæli og drykk. Að vísu gæti þeir verið þar nógu lengi til þess að rejpa „hamar og sigð“ eða „stars and stripes" á einhverjum útkulnuðum eldgíg. En eg hygg að þeir mundu ekki geta komið meira í verk. Sama máli er að gegna um aðra hnetti. Á Marz er ekki andrúms- loft, eða þá að minnsta kosti af mjög skornum skammti, og mundi ekki nægja mönnum fremur en loftið á tunglinu. Um Venus er gufuhvolf, en í því eru aðallega lofttegundir, sem eru banvænar fyrir menn. Merkúr er alltof heit- ur, en á hinum jarðstjörnunum allt of kalt. Enginn getur um það sagt hverju vísindin kunna að geta afrekað, en erfiðleikarnir við landnám á öðr- um hnöttum eru mörgum sinnum meiri en að senda rákettur til þess- ara fjarlægu staða. Eg er hræddur um að vér verðum að sætta oss við það enn um nokkrar aldir að jörð- in sé eini hæfilegi bústaður fyrir mannlegar verur. Ef þetta er rétt, sem eg tel ef- laust, þá kemur mjög alvarleg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.