Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 2
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smiðjan framar. Reykvíkingai gáfu því nafn eftir sínum geðþótta og kölluðu Suggersbæ. JÓHANNES ZOEGA var ættaður frá Slésvík, f. um 1747. Hann hafði fyrst komið hingað til lands um 1785 sem aðstoðarmaður við kóngs- verslunina í Vestmanneyum. Það var árið 1774 að konungui hafði tekið við versluninni þar, og jafn- framt var þá verslunarumdæmið stækkað þannig, að Vestur-Skafta- fellssýsla og fimm austustu hrepp- arnir í Rangárvallasyslu voru lagð- ir undir verslunarumdæmi Vest- manneya, teknir frá Eyrarbakka- umdæmi. Jafnframt var þá stofnað útibú frá versluninni að Bakka i Austur-Landeyum, og tók það við ullinni af bændum. Jóhannes Zoéga var gerður að forstöðu- manni þessa útibús (líklega 1786) Þá kynntist hann þai stúlku úr Landeyum, er Ástríður Jónsdóttir hét og kvæntist henni. Árið eftir (1787) fluttust þau svo til Reykia- víkur, því að Jóhannes fekk þar þá atvinnu sem fangavörður, er Scheel tók við tukthúsinu. Átti hann að fá 25 rdl. í kaup á ári og 30 ef vel líkaði við hann; auk þess leigulausa íbúð í tukthúsinu og kvr -fóðurs grasnyt á Arnarhólstúni Scheel var vikið frá embætti 1793 og sagði Jóhannes þá lausri sinni stöðu. Var hann bá þegar far- inn að versla, því að árið 1790 er talið að hann hafi fengið borgara- bréf og byrjað verslun í Reykja- vík. Síðan fekkst hann við bakara- iðn og var venjulega nefndur Jó- hannes bakari. Um eitt skeið (1810) var hann og talinn verslunarstjón hjá Mitchell hinum skozka. Þau Jóhannes og Ástríður flutt- ust í Smiðjuna þegar er hann hafði keypt hana og bjuggu þar síðan Frá þeim er komin Zoégaættin. Jóhannes andaðist 26. maí 1821. þá talinn 74 ára. Ástríður bjó áfram í Suggersbæ ásamt elzti syni þeirra hjóna, sem einnig hét Jóhannes og var kallaður glerskeii Það mun hafa verið dregið af því að hann verslaði með gler. Hann fekk þeirrar konu er Ingigerður Ingimundardóttir hét. frá Völlum á Kjalarnesi. Meðal barna þeirra var Geir kaupmaður og útgerðarmað- ur, og var hann fæddur í Suggers- bæ. Þarna bjó Jóhannes glerskeri allan sinn búskap. Var þarna all- reisulegur torfbær, en norðan við hann fremur ósélegur moldarkofi sem stóð út í götuna (Kirkjustíg- inn) og hafði Jóhannes þar hesta og mógeymslu. NÚ VAR ÞAÐ hinn 29. maí 1839 að konungur (Friðrik VI.) gaf út opið bréf um stofnun byggingar- nefndar í Reykjavík. Var þess orð- in full þörf að sú nefnd væri skip- uð, því að fram að þeim tíma hafði hver byggt eins og honum sýndist, og útmælingar á lóðum höfðu ver- ið mjög af handahófi. Að vísu áttu menij að leita til bæarfógeta áður en þeir réðust í húsabyggingar og fá samþykki hans um það hvernig húsin skyldu staðsett. En þessu var ekkert skeytt of ekki hugsað ain það einu sinni að húsin skyldi standa í beinni röð. Þegar Krieger gerðist stiftamt- maður hér, blöskraði honum þetta skev iingarleysi. Hann skrifað^ stjominni 1833 og bað um bygg- ingarreglugerð fyrir bæinn. Sjálf- ur tók Krieger að sér að vernda Lækiartorg og Austurvöll og mega menn enn vera honum þakklátir fyrir það því að annars mundi hús- um hafa verið kakkað á þessi svæði. Stjórnin rauk auðvitað ekki upp til handa og fóta þótt henni bærist þessi málaleitan stiftamtmanns. Leið svo og beið fram undir árslok 1836. Þá helt Krieger fund með bæarfógeta og bæarfulltrúum og bar þetta mál undir þá, en þeir voru því mjög fylgjandi. Var nú ean hert á stjórninni og bar bað þann árangur að konungsbréf um skipan byggingarmálanefndar var gefið út í maí 1839, eins og áður er sagt. Biéf þetta eða reglugerð, var gefið út bæði á dönsku og íslenzku þannig, að ^nnur hver blaðsíða vai á dönsku, hin á íslenzku. En ekki var islenzka þýðingin nákvæm, og olli það árekstrum, eins og síðar mun sagt. Byggingarnefndin skyldi þannig skipuð, að bæarfógeti og slökkvi- liðssrjóri voru sjálfkjörnir í hana, en auk þess skyldi hún skipuð 2 bæarfulltrúum, er amtmaður til- nefndi eftir tillögum borgaranna og 2 öðrum mönnum, er amtmaður áliti sérstaklega til þess hæfa. Fyrsta byggingarnefndin var þann- ig skipuð, að í henni áttu sæti bæ- arfulltrúarnir Jón Thorstensson landlæknir og Teitur Finnbogason járnsmiður, og auk þeirra Baagöe kaupmaður og Diðrik Vesty Knud- sen trésmiður. Þá var R. Tærgesen slökkviliðsstjóri og Stefán Gunn- laugsson bæarfógeti. Það var í verkahring byggin?ar- nefndar að sjá um skipulag bæar- ins, ákveða hvar götur og torg skyldi vera og úthluta lóðum undir byggingar. Hún átti að hafa eftir- lit með aðalumbótum húsa (Hoved -reparationer) og gæta þess að menr færi eftir fyrirmælum þar um. Síðan segir: Hver sem ætlar að byggja, eða gera breytingar á eldri byggingum, ellegar umbætur (Hovedreparation), verður áður að tilkynna það nefndinni og fá sam- þykki hennar og amtsins, og fyrir- mæli um hvernig hann megi byggja. Þarf svo ekki að rekja þetta efni lengra, nema hvað mönnum var ekki vel ljóst hvað átt væri með ,Hovedreparationer", sem ýmist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.