Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
43
Smásagan
FJÖLKYNNCI
HÖFUNDUR þessarar sögu, J. Allan Dunn, var fyrsti hvíti mað-
urinn, sem lagði leið sína til innhéraða Nýu Gíneu. Það var laust
eftir seinustu aldamót og hann fór þangað til þess að kynnast
þeim pjóðflokkum, sem þar búa. Hann hefir skrifað þjóðsögur frá
Holynesíu og Melanesíu, einkum um það er varðar fjölkyngi og
mannát og þá siði, er því fylgja. Hann ferðaðist nijög víða sem
landkönnuður kaupsýslumaður, fréttaritari, og hefir ritað fjöl-
margar bækur. Þessi saga, er hér birtist, er sönn.
LIPELIPE var fyrrum ein af þessum
afskekktu eyum í Kyrrahafi, eða áður
en hin stóru félög boluðu okkur burt,
lausakaupmönnunum, sem komum
þangað einu sinni á ári til þess að selja
plötutóbak, niðursoðinn lax, hundakex
og annað þvílíkt, en fá í staðinn
kópra, perluskeljar og nákarlsugga.
Lipelipe er hreinasta paradís, þegar
ekki rignir, en það getur nú-vel verið
að lika hafi rignt í paradís.
Á þessum afskekktu eyum höfðu
kaupmenn sezt að og höfðu oft eigið
skip í förum. í landi settu þeir upp
búð og höfðu þar vöruskipti við frum-
byggjana, keyptu af þeim kópra og
perluskeljar, en létu þá fá í staðinn
alls konar skran hvítra manna, sem
gekk í augun á þeim. Svo þegar skipin
komu með vörur sínar, var þessi inn-
lendi varningur fluttur um borð, en
búðin fyllt af nýum vörum. Gátu
kaupmenn grætt vel á þessari vöru-
skiptaverslun.
Einmanalegt var iíf kaupmanna
þarna, enda hneigðust þeir oft til
drykkjuskapar og sumir tóku upp líf-
erni og háttu eyaskeggja. Aðrir reyndu
að komast þaðan, þegar þeir þóttust
hafa grætt nóg, en alla ævi eftir það
lét brimniðurinn og vindhvinurinn i
pálmunum í eyrum þeirra og sálar-
lifi.
Á Lipelipe hafði verið skozkur kaup ■
maður, sem hét Watson, harðneskju-
karl, sem kúgaði eyarskeggja til þess
að fylla vöruskemmu sína, enda þótt
latir væri. Hann var bezti karl, Wat-
son, enda þótt hann væri farinn að
drekka nokkuð mikið út úr leiðindum,
og tæki óaflátanlega í nefið. Hann vai
með mikið grátt skegg, og það var svo
fullt af tóbaki, að þegar maður hafði
hann áveðurs, þá hlaut maður að
hnerra.
Eg vissi að hann kvaldist af heim-
þrá. Hann var gjörsamlega frábitinn
kvenfólki, og þarna átti hann enga
kunningja. En hann hafði grætt, og
þess vegna kom mér það ekki á óvart
er eg frétti það, að hann hefði komizt
í skip til Sydney og ætlaði þaðan heim
til Glasgow. En eg var hissa á þvi
að sjá mann þann, er keypt hafði
verslunina af honum. Hann hét Walker
— Arthur Walker og var frá Sydney.
Hann var stuttur og digur, löðurmenni
til sálar og líkama, með grængrá augu,
sem alltaf virtust vera að leita eftir
vinfengi annarra og skilningi á því,
sem hann gat ekki skilið. Hann var
hinn allra ólíklegasti maður til þess
að taka við af Watson, og til þess að
geta rækt þetta starf.
Hann sagði mér að hann hefði átt
„sjoppu“ í Sydney, þar sem hann seldi
krökkum sælgæti, leikföng og stíla-
bækur. Konan hans dó og lét eftir
sig peninga, sem hún hafði erft, en
þriðjungurinn af þeim fór í útfarar-
kostnað.
Það var einhver órói 1 sál Walkers,
líklega arfur frá einhverjum ævin-
týramanni langt fram í ættir. Annars
hefði hann ekki tekið upp á því að
fara til Lipelipe. Hann dreymdi um
ástarævintýr og að verða kóngur þarna
á eynni. Konan hafði alltaf kúgað
hann, en þegar hún hrökk upp af, ætl-
aði hann að láta drauma sína rætast
og fór því til Lipelipe.
Það er ekki allt undir því komið að
menn séu stórir og gjörfulegir þarna
á Kyrrahafseyum. „Mana“ er það
sem allt veltur á. „Mana“ er vilja-
kraftur mannsins, sálarþrek hans,
hæfileiki hans til þess að stjórna sér
og öðrum, með öðrum orðum fjöl-
kynngi hans.
Kraftur fjölkynnginnar liggur aðal-
lega í því á Suðurhafseyjum, eins og
annars staðar, að menn óttast það, sem
þeir skilja ekki. Og þarna er það
„mana“ hvitra manna, eða „papaiangi"
sem er talin öflugust, jafnvel fremri
en fjölkynngi „tahunga", eða inn-
fæddra galdramanna.
Það er gott að grípa til þessa, þótt
það sé ekki annað en blekking, því að
blekking getur verið góð í höndum
þeirra manna, sem með kunna að fara.
í Nýu Gíneu hefi eg leikið það, að
setja niður tvo „tabu“-staura með
nokkru millibili, vefja þá með bréf-
ræmum og tuskum, þylja yfir þeim
einhverja meiningarleysu, draga svo
línu milli þeirra og mana óvinveitta
villimenn til þess að ganga yfir lín-
una. Þeir þorðu það ekki. Þeir vissu
ekki hvað ske kynni ef þeir gerðu
það. Og þetta bjargaði mér.
En ef einhver hvítur maður beitir
lélegu „mana“, þá gerir hann óleik
öllum þeim, sem á eftir koma.
Það var menningarbragur á Lipelipe
á yfirborðinu. Eyarskeggjar voru ósköp
elskulegir í viðmóti, gestrisnir, hóg-
værir og latir. En rétt undir þessum
menningargljáa lágu hinar frumstæðu
hvatir, erfðar frá feðrunum, sem söfn-
uðu mannahausum, fórnuðu föngum á
hinn grimmilegasta hátt, og ráku misk-
unnarlausar blóðhefndir.
„Mana“ Walkers var mjög léleg.
Þegar eg hitti hann fyrst, voru eyar-
skeggjar farnir að leika á hann og
pretta hann. Þeir fengu vörur að láni
í búðinni, en svikust um að greiða
þær. Vöruskemma hans var ekki nema
hálf af kópra og hún var illa verkuð
og mygluð. Og perluskeljarnar voru
sama sem ekki neitt.
Eg talaði alvarlega við hann, sagði
honum að hann yrði að taka rögg á
sig og beita eyarskeggja hörðu. Hann
fellst á það. Rétt áður en eg fór, sagði
hann við mig:
„Væri það ekki betra fyrir mig að
fá mér konu?“
Hann hafði þá þegar fengið augastað
á henni og það hafði kviknað i honum.
Eg sá það í augum hans; það var eitt-
hvað svipað og eg hefi séð í uppsprettu-
pollum, sem iða og skipta litum, án
þess að neinir gárar sé á yfirborðinu.
„Jú, ef þú nærð í rétta konu“, sagði
eg-
Eg sá hana árið eftir. Hún var ekki
rétt kona handa Walker. Þau hæfðu
hvort öðru álíka vel og kanína og
kálfur. Hún var fögur. Hún hét Pinao,
en það þýðir drekafluga, og var frá
næstu ey. Ekki vissi eg hve dýrt hann
hafði keypt hana, en hún hefir hlotið
að vera dýr. A Suðurhafseyum heitir