Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1958, Blaðsíða 16
48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE Hvað á að segja? Þetta dæmi er tekið frá Evrópu- meistarakeppni. Báðir eru í hsettu. Þú »rt S og hefir gefið og spilin eru þessi: *K V K D 10 4 * D G 10 8 * Á K D G Hvað segirðu á þessi spil? Réttast er að nefna miðlitinn af þremur, sem sé tígul. Það gerðu bæði Svissar og Svíar. Mótspilari sagði eitt hjarta. Hvað segirðu svo? Svíinn sagði 4 hjörtu og vann fimm slagi. En Svissinn sagði tvö lauf Hinn sagði pass og hafði á hendi þessi spil: * 8 3 2 V Á G 9 6 3 * K 3 * 9 5 4 t-*-"ö®®®G>^5 ^sríaorafok i-IW FRÁ AKUREYRI. — Flugvélin rennir sér inn yfir Pollinn og byggðin á Akur eyri blasir vel við og húsin sjást betur en ella vegna þess að jörð er snævi þakin Hér sér fyrst á Pollinn og byggðina undir brekkunni. Þá sést kirkjan, barnaskól inn, sunðhöllin, heimavist Menntaskólans og Húsmæðraskólinn. Ennfremur má sjá hve byggðin uppi á brekkunni er farin að teygja sig langt (Ljósm. Ól. K. Magnússon FYRIR 300 ÁRUM Var vetur mjög stórviðrasamur ai suðri og suðaustri. Þann 5. jan. 1658 kom ógnarveður, gerði víða skaða. Þa sló niður alla yfirbygging af klukkna- portinu á Hólum, brotnaði ein klukka. Víða brotnuðu skip og hús í því veðri Maður einn í Höfðahverfi vildi hjálpa heyi sínu, og sonur hans og dóttir með honum. Sló manninn ofan og dauð- rotaðist, en í hinum brotnaði hand- leggur. Fylgdu þessum stormi miklai eldingar og skruggur. (Vatnsfjarðar ann.) FYRIR 200 ARUUM Skiptapar skeðu á Suðurnesjum 30 janúar (1758), sem var mánudagur- inn annar í Þorra, 8 eða 10 að tölu að bátum. Var sagt að á þeim hefði verið 45 menn, sem drukknuðu. Laug ardaginn næstan eftir páska (1. apríl) forgengu tveir bátar í Eyrarsveit, ann- ar við lendinguna á Höfða í Eyrar- sveit, voru á 2 kvenmenn og 3 karl menn, komst af einn karlmaður, er. fernt drukknaði, en hinn báturinn for- gekk i rúmsjó; vissu menn ei hvar það skeð hefði; það var í norðan áhlaupa- garði. — Reynistaðarklaustur uppbrann um vorið milli þess 7. og 8. apríl, all- ur staðurinn nema kirkjan: var sagt út hefði náðst einn kistill, sem í voru 18 silfurskeiðar og fatakista húsfrú Þóru Björnsdóttur (Grímsst.ann.) FYRIR 100 ÁRUM Þíðviðri og milt veður helzt til þrettánda (1858). Þá gerði storku og hagleysi fyrir fé. Gengu svo kaföld og smáblotar. Kafaldásamt í miðþorra og 6.—9. marz norðanhrið allmikil og harðviðri; eftir það fjúkasamt með hægu frosti, og aftur viku fyrir páska hríð og harka á eftir. Eftir páska stillt og gott vorveður, en 27. apríl skipti um með snjógangi og frostum. Þó aft- ur þíðviðri 6.—12. maí, en þaðan fram yfir hvítasunnu stöðug harka og land- norðanstormur. Frá 24. júlí—13. ágúst aldrei regnlaus dagur. Haustið mjög rigningasamt, og vikuhríð í byrj- un október með ofsaveðri lengst og stórfenni og hörku. í lok október kom hláka mikil og fellu þá víða skriður Þá fórst baerinn og mikið af túni og engjum á Skriðulandi í Kolbeinsdai (Úr Brandstaðaann.) FYRIR 50 ARUM Árferði var yfirleitt hið bezta allt þetta ár (1908). Fyrstu þrjá mánuði ársins mátti heita eymunagóð tíð. marga daga var veður líkast sumar dögum, logn, bjart og hlýtt. Frosi aldrei yfir 5 st. á hádegi. Um sumar mál gerði kuldakast nokkra daga. Vor ið var eitt hið bezta, hver dagurim að heita mátti öðrum betri. Haustií var óvenjulega milt. Seinustu dag-a ársins (28.—29. des.) gerði aftakaveð ur á austan. Skip héðan, í vetrarlagi á Eiðsvík, skemmdust og eitt sökk. — (Árb. Rvíkur). C_-^S®®®Ö—_J Milljónamæringur var á ferð í bil sín um í fjallaskarðí nokkru. Þá kom bíll á móti honum. Vegurinn var svo þröngur, að hvorugur komst áfram klettaveggur á aðra hönd en hengi flug á hina. Milljónamæringurinn vai á hraðri ferð. Hann keypti því hinn bílinn og lét velta honum út af hengi íluginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.