Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 2
98 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er þjóð sem reynir að útiloka bæði erlenda menn og erlendar skoð- anir. Flestar pílagrímsferðirnar til Búddaskrínanna voru farnar frá Kína í vesturátt og suðurátt. En þó voru nokkrar trúboðsferðir farnar í aðrir áttir. Sú frægasta, sem mest hefir verið deilt um, er talin hafa verið í norðausturátt. Þeir, sem trúa á sannsögulegt gildi frásagnarinnar um þessa för, segja að þá hafi Alaska fundizt og Brit- ish Columbia, og sennilega einnig Kalifornía og Mexikó; sumir segja jafnvel að leiðangursmenn hafi komizt alla leið til Perú. Foringi þessarar farar var munk- ur, Hoei-sin að nafni, og þess er getið í kínverskum annálum að ferðin hafi verið farin árið 499. Það var franskur fræðimaður. Joseph de Guignes, sem fyrstur vakti athygli Norðurálfumanna á þessari frásögn annálanna. Það hefir gerzt fyrir 1752, því að það ár kemur bréf frá öðrum frönsk- um íræðimanni í Peking, þar sem segir að de Guignes hafi skjöplazt mjög er hann skyldi leggja trún- að á þessa þjóðsögu. Margir franskir og þýzkir fræðimenn skrifuðu um þennan leiðangur, og voru vantrúaðir, þar á meðal hinn mikli Humboldt. Þessi var afstaða fræðimanna fram um 1844, en ba fóru merkir franskir og þýzkir fræðimenn að rita um þetta af meira skilningi, og sama máli var að gegna um ameríska fræði- menn. Árið 1885 kom út ítarlegt rit um þennan ágreining eftir Edward P. Vineing í Chicagó og hét „An Inglorious Columbus“. Bókin er 800 blaðsíður og þar er getið urn flest, -sem ritað hefir verið um landið Fusang, og mikið af því birt orðrétt. Síðan er rakið allt, sem vér vitum um ferðalag Hoei-sin og þeirra sem á eftir honum komu. eftir frásögn sjálfra þeirra, um það er þeir fundu Ameríku og ferðuð- ust alla leið suður í Mexíkó, að minnsta kosti. Það er óhætt að segja um Beaz- ley, að hann er varkár, eins og Oxford-fræðimennn eru. Hann tel- ur það ákaflega sennilegt að Hoei- sin hafi farið þessa leið, þó muni hann líklega ekki hafa komizt lengra en til Alaska og nágrenms þess, en síðan hafi verið farnar aðrar ferðir og þá sennilega lengra Hann segir að það „virðist fásinna að hafna með öllu fornum sögnum Kínverja um land langt í austri, þar sem er norðvesturhluti Amer- íku. Enginn getur og efast um að i hægt hafi verið í fornöld eins og nú, að fara heimsálfanna milli og þræða sig eftir Aleut-eyum, eða þá að fara yfir hið þröngva Ber- ingssund". Beazley segir að lokum: „Sé farið réttilega með frásagnir Kín- verja, þær hvorki ýktar né dregið úr þeim, þá er það sýnilegt að ef Fusang er hvorki Mexikó né Pan- ama, þá er það áreiðanlega ekki Japan------því að þess er einmitt getið, að leiðangurinn hafi lagt á stað frá Japan til lands hinna merktu manna“. Þar sem talað er um „merkta menn“ bæði í „Fusang“ og öðrum ritum, þá er sýnilega átt við hör- undsflúraða menn. Og það styður sannsögulegt gildi frásagnarinnar. Allir ferðamenn, sem kynntust Eskimóunum í Alaska áður en menningin fór að hafa áhrif á þá. voru undrandi út af hörundsflúri þeirra, einkum kvenfólksins, þvx að hjá þeim náði það yfir enni. kinnar, höku, brjóst, handleggi og bol. Sérstaklega bar mikið á hör- undsflúri búksins, vegna þess að Eskimóar voru vanir að sitja alls naktir inni, eða að minnsta kosti naktir niður að mitti. Um langferðir Kínverja til ann- ara landa, og þá eingöngu í trú- boðserindum, segir Leland: „Á fyrstu öld e. Kr. kom nokkur brotalöm á inngróinn metnað og stærilæti Kínverja, vegna þess að Búddatrúin ruddi sér þá til rúms um allan austurhluta Asíu. Hver sá, er trúði á guðlega köllun (Búdda) varð að kappkosta að út- breiða kenningar hans meðal allra þjóða jarðarinnar“ Sannur Búdda- trúarmaður hafði því tveimur mik- ilsverðum hlutverkum að gegna — að ferðast til hins helga Indlands til að læra, og ferðast til heiðinna landa til þess að kenna. Þýðingin á ferðasögu Huei-sin í bókinni „Fusang“, er gerð af Karl Friedrich Neumann prófessor í kínverskum fræðum við háskólann í Munchen. Hann hafði snemma skarað fram úr öðrum í þeim fræð- um og árið 1829 fór hann til Kína og dvaldist þar um tveggja ára skeið til þess að safna kínverskum bókum. Þýðingin er mjög nákvæm og vandvirknislega gerð. Neumann og Leland og seinni tíma fræðimönnum ber saman um, að fyrir árið 450 hafi Kínverjar haft spurnir af fólkinu, sem bjó á Aleut-eyum, og að þeir hafi þekkt land, sem var 5000 kínversk- um mílum (2000—2500 km.) lengra burtu, og það land kölluðu þeir Tahan, eða Miklakína. Þeir hafa sennilega kallað það Mikla- kína, vegna þess að þeir vissu að til var stórt meginland fyrir aust- an Aleut-eyar. Tahan hefir því verið einhversstaðar þar sem nú er Alaska eða British Columbia. Fusang, sem talið var lengra á burt frá Kína, halda sumir að hafi verið þar sem nú er kölluð Kyrrahafs- strönd, en sumir ætla að það hafi verið Mexikó, eða jafnvel Perú. Á því virðist lítill vafi, að frá- sagnir Kínverja um Fusang og rit fræðimanna þar um, hafi orðið tii þess að Pétur mikli gerði út Ber-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.