Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 4
100 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Helkuldi í þágu framfaranna MESTI kuldi hér á jörð er ekki á heimskautunum, enda þótt svo kalt geti verið þar, að mönnum sé ekki úti líft. í tilraunastofum í Colorado -ríki í Bandaríkjunum, hefir verið framleiddur kuldi, sem nálgast „helkulda“ eða þann mesta kulda sem til er, -f- 273,15 stig á Celsíus. Við þann kulda staðnar öll hreyf- ing sameinda. Við helkulda koma fram ýmis undarleg fyrirbæri. Sum -ir málmar verða t. d. stökkir eins og gler, aðrir verða góðir rafmagns- leiðarar, þótt þeir hafi ekki ver'ð það áður, en lofttegundir verða að fljótandi efni. Þetta og ótal margt annað getur haft stórkostleg áhnf og leitt af sér ótrúlegar framfarir í alls konar iðnaði. Það er nú orðið nokkuð langt síðan að menn fóru að hagnýta kuldann. Fyrst komu íshúsin, svo kom framleiðslan á tilbúnum ísi, Rauðu perurnar á Fusang-trénu, halda sér allt árið. Þeir hafa líka epli og sef. Úr sefinu búa þeir til dýnur. Ekki finnst járn í þessu landi, og kopar, gull og silfur kæra þeir sig ekki um, og þessir málmar er.u ekki notaðir sem gjaldmiðill. Giftingasiðir eru þannig: Biðill- inn reisir sér kofa utan við dyrnar á húsi því, þar sem hin útvalda a heima, og hann vökvar og hreinsar svæðið í kring um húsið bæði kvölds og morgna. Þegar árið er liðið fer hann aftur, ef stúlkan vill hann ekki, annars taka þau saman. Þegar foreldrar deya er fastað í sjö daga. Þegar afi deyr er hann syrgður í fimm daga, en systur. bræður, frændur og frænkur eru syrgð í þrjá daga. Þá sitja menn frá morgni til kvölds fyrir framan og seinast komu hraðfrystihúsin, sem nú veita milljónum manna af- vinnu um heim allan, og eru sum.s staðar orðin stærstu iðnfyrirtækin. En þau komust fyrst á fót eftir að mönnum hafði tekizt að gera loft- efni fljótandi. Venjulegt loft er samsett af ýmis konar gastegundum, sem verða fljótandi við mismunandi kulda- stig, og þess vegna er hægt að að- greina þær með mismunandi kulda. Með þessu móti má ná úr loftinu ýmsum hráefnum, sem eru orðin ómissandi, en verða þó æ þýðingar- meiri er tímar líða. Helíum þarf mikinn kulda til þess að verða fljótandi, en nú eru framleiddir um 9000 lítrar af fljót- andi helíum á dag í vestrænum ríkjum. Með þessu móti sparast stórkostlega flutningskostnaður á því. Helíum-gas er mjög fyrirferð- táknmynd af anda hins framliðna, biðjast stöðugt fyrir og eru alls- naktir. Þegar konungur deyr, teK- ur ríkiserfingi ekki við stjórnar- störfum fyrr en að þremur árum liðnum. Fyrr á tímum fvlgdu þessir menn ekki kenningum Búdda. En það skeði á öðru ári þess tíma er kall- ast „Ljósið mikla“ á dögum Song (árið 458) að fimm betlimunkar frá konungsríkinu Kipin fóru til þessa lands, útbreiddu þar Búdda- trú og dreifðu þar hinum heilögu ritum hans og myndum. Þeir fræddu landsmenn um reglurnar fyrir munklífi, og breyttu þar með háttum þeirra. (Úr „Great Adventures and Explora- tions“). armikið og varð áður að flytja það í stórum og þungum stálgeymum. Fljótandi helíum er fyrirferðarlít- ið, svo að flutningskostnaður á þvi er ekki nema brot af því sem áður var. í venjulegu vatni er ein „þung“ eind á móti hverjum 300 vetnis- eindum. Þetta er kallað „þungt vatn“ og er nauðsynlegt við fram- leiðslu kjarnorkunnar. — Þetta „þunga vatn“ hefir verið mjög dýrt fram að þessu, vegna þess h\ e kostnaðarsamt hefir verið að ein- angra það. En eftirspurnin hefir farið hríðvaxandi eftir því sem kjarnorkuvísindum hefir fleygt fram. Nú hafa „kuldafræðingar“ komið fram með þá kenningu, að hægt sé að einangra „þunga vatn- ið“ á miklu auðveldari og ódýrari hátt með helkulda. Er þegar komið svo langt, að farið er að reisa verk- smiðju í Bandaríkjunum til þess að framleiða „þungt vatn“ á þennan hátt. Ef þetta tekst, eins og vomr standa til, er hér náð þýðingar- miklum áfanga á þeirri braut að gera kjarnorkuna svo ódýra að hún geti orðið almenningseign. Þá fara kjarnorkustöðvar að geta keppt við þær raforkustöðvar sem nú eru. Þá er búizt við því að kulda- vísindin muni geta fundið upp smurningsolíu, sem ekki getur fros- ið. En sá galli er á þeirri smurn- ingsolíu, sem nú er notuð, að hún þolir ekki mikið fróst, verður þá þykk og seig og kemur ekki að gagni. Þetta er ókostur, sem getur orðið hættulegur bæði flugvélum og öllum vélknúðum tækjum í kuldabeltunum. Með helkulda má gera ildi fljót- andi og mun það hafa stórkostlega þýðingu fyrir háflug, og jafnvel ráða úrslitum um það hvort geim- flug takast. Gerfitungl Bandaríkj- anna eru útbúin geymum með fljót- andi ildi til þess að gengið verði úr íkugga um þetta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.