Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 6
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sniðið hausinn af einum þeirra, en þrír höfðu flækzt í símanum. Síma- línan var þá hækkuð upp í 30 fefa hæð, og síðan hefir ekki borið á þessu. Heimkynni gíraffanna eru norð- an írá Sudan suður að Oranje- ánni í Suður-Afríku og þaðan vest- ur með, alla leið til Angola, og nokkuð er einnig af þeim í norður- hluta Nigeríu. Þarna halda þeir sig á harðvelli, forðast þétta skóga mýrar og foræði, og yfir ár geta þeir ekki komist. Þeir kunna bezt við sig á sléttum, þar sem akasíu- tré vaxa á víð og dreif. Giraffinn er jórturdýr. Hann hefir engar framtennur í efra górri. Með snoppu og tungu vöðlar hann saman laufi og greinum og stingur upp í sig, og bítur svo þennan skúf af með neðri framtönnum. Venju- lega eru gíraffar á beit snemma á morgnana og undir kvöld. Þeir halda alveg kyrru fyrir um miðjan daginn, meðan heitast er. Vegna vaxtarlagsins veitist gír- öffum erfitt að leggjast og standa á fætur. Fullorðnir gíraffar sofa því oft standandi og er það örugg- ast, því að ljón ráðast hiklaust á þá ef þeir eru liggjandi. Þó leggjast sumir gíraffar til þess að sofa og teyg]a þá hausinn aftur og hvíla kjálkana á lendinni. Þeir eru oftast í hópum, og fml- skyldur halda alltaf saman. Þvi er það alvanalegt að sjá sums staðar 4—5 í hóp, en annars staðar 20 eða fleiri Stundum fara gamlir tarfar einförum, en slá sér þó í sollinn við og við. Sagt er að fyrrum hafi se.st allt að 150 dýr í hóp, en nú sjást ekki stærri hópar en 70 dýr. Þeir eru alltaf rásandi fram og aftur, eins og fílarnir, og stundum er stór tarfur foringi hópsins. Þó eru það kýrnar sem halda vörð, ekki að- eins um kálfa sína, heldur um all- an hópinn. í hverjum hóp er einn gamall tarfur, kýr, kálfar og vetrungar og jafnvel nokkrir ungir tarfar, sem ekki dirfast að rísa upp gegn gamia tarfinum. Um fengitímann er ekki kunnugt xneð vissu, en hann er þó líklega í marz. Kýrnar ganga með í 1414 mánuð. Nýbornir kálfar virð- ast ekki annað en háls og lappir. Venjulegast eiga kýrnar aðeins einn kálf, þó kemur það fyrir að þær eru tvíkelfdar. Þær hafa að- eins tvo spena og þess vegna væii ekki gott fyrir þær að hafa þrjá kálfa í eftirdragi. Nýborinn kálfur vegur 50—60 kg. og er 5%—6^ fet á hæð. En hann vex skjótt og eftir árið er hann helmingi hærri. Kýrnar kara kálfana og eftir stutta stund eru þeir komnir á spenann. í 9 mán- uði nærast þeir ekki á neinu öðru en móðurmjólkinni, en eftir það fara þeir að geta teygt sig í lágar grexnar og fara þá að sjá um sig sjálfir. Foreldrar vaka dyggilega yfir afkvæmum sínum, og það væri heimsk skepna — hvort sem það er maður eða ljón — sem hætti sér of nærri klaufhófum foreldr anna, því að gíraffar eru slægir og geta slegið í allar áttir. Þeir eru grimmilega sterkir og högg þeirra svo þung, að þess eru dæmi, að gíraffi hefir slegið hausinn af ljón- ynju, eins og það væri bifukolla. Tarfarnir heya oft einvígi og er skrítið að sjá þá stangast. Þeir ganga hvor að öðrum ósköp niein- leysislega og veifa hausunum fram og aftur. Þessu halda þeir áfranx þar til annar hvor gefur færi á sér og þá er hinn ekki lengi að reka honum bylmingshögg í herðakamb- inn með stiklum sínum. Hinn reyn- ir svo að hefna sín og er aðgangur þeirra líkastur því er hnefaleikarar leita færis hvor á öðrum. Stundum risa gíraffarnir upp á afturfætur til þess að geta lagt enn meiri þunga í höggin. Þannig halda þeir áfram þar til báðir eru þreyttir og taka sér hvíld. Þegar þeir hafa jafnað sig, hefja þeir leikinn að nýu Ekki sjást þess nein merki að þeir sé reiðir og báðir steinþegja. Venjulega lyktar bardaganum svo að þeir hafa aðeins fengið smá- skrámur. Þó getur leikurinn orðið alvarlegri. Fundizt hafa hálsbrotn- ir gíraffar og hyggja menn að þeir hafi farið þannig í einvígi. Stundum kemur það fyrir að Ijón drepa fullorðinn gíraffa, en pó því aðeins að þau sé sárhungruð og geti svikist að honum. Eitt ljón get- ur ekki borið af gíraffa. Helzt er það ef tvö eða þrjú ráðast á hann samtímis þar sem hann stendur gleiður við að drekka. Þá er hann ekki jafn viðbragðsfljótur og ella. Gíraffar drekka aldrei rennandi vatn, heldur úr pollum eða tjörn- um. Og aldrei koma þeir nærri vatnsbóli fyr en þeir hafa gengið úr skugga um að hvergi sé hætta í nánd. Þar sem nóg er um vatn drekka þeir reglulega, en þeir þola líka að vera vatnslausir vikum saman og láta sér þá nægja safann úr liminu, sem þeir eta. Vegna hálslengdarinnar hefir gíraffinn „háan blóðþrýsting“, og það er nauðsynlegt til þess að blóð- ið geti streymt til höfuðsins. En meðan þeir drekka er höfuðið um 7 fetum lægra en hjartað, og svo rykkja þeir höfðinu upp í 20 feta hæð. Til þess að þola þessi snöggu viðbrigði er æðakerfi gíraffans sér- staklega útbúið, og er þess vegna engin hætta á að hann svimi, eða honum sortni fyrir augum. Fram að þessu hafa menn haldið að gíraffinn væri raddlaus. En nú er það kunnugt að kýrnar nauða, þegar þær kalla á kálfa sína, og stundum heyrist öðru vísi í þeim. Gíraffar hafa ýmsan gang, þeir fara fetið, brokka, valhoppa og stökkva. Þeir eru mjög fóthvatir, og bíll sem keppti við þá, komst að þeirri niðurstöðu að á sprettinum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.