Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 Hér er sýnd leiðin, sem talið er að Hoei-sin hafi farið. ingsleiðangurinn, til þess að leita lands austur af Kamchatka. Skip þeirra Berings og Chirikov komu að landi í Alaska, annað á suður- ströndinni, en hitt á skaganum skammt frá Mount St. Elias, eða langt fyrir austan Aleut-eyar og einmitt á þeim slóðum þar sem sumir halda að Fusang hafi verið. Leland segir í formála fyrir bók sinni, að ferðasaga Hoei-sin tiv Fusang hafi við heimkomuna ,,ve-- ið færð inn í árbækur eða annála kínverska ríkisins" og úr þeim „tóku eigi aðeins sagnfræðingar þær upp, heldur einnig ljóðskáld og sagnamenn, sem bættu þar inn í alls konar furðusögum, sem hafa orðið til þess að gagnrýnendur hafa fram á þennan dag lagt lítinn trúnað á frásögnina" Þeir sem hafa rannsakað bezt írskar fornsagnir, telja að sagan um landaleit Saint Brendan og annara, sé byggðar á sannsöguleg- um heimildum, enda þótt þær sé orðnar svo afskræmdar af alls kon- ar furðusögnum, að ekki verði kom- izt að sannleikanum nema með mikilli fyrirhöfn. Leland og þeir fræðimenn sem honum fylgja. segia að sama máli gegni um kín- versku sagnirnar. Og hér kemur þá ferðasaga Hoei- sin í þýðingu Neumanns og eins og hún er birt í bók Lelands: Á DÖGUM Tsi-keisaraættarinnar, á fyrsta ári tímans sem nefnist „Hið eilífa upphaf“ (árið 499) kom Búddaprestur, sem bar klaustur- nafnið Hoei-sin, og var úr þessu ríki, til héraðs þess er heitir Huku- ang, og skýrði frá, að Fusang væri um 20.000 kínverskar mílur austur af Mið-ríkinu og í austurátt fré Tahan. Mörg Fusangtré vaxa þar og lauf þeirra líkjast „dryanda cordi- folia“, en sprotar þess líkjast meira bambustré og fólkið þarna etur þá Ávextirnir eru líkir peru í laginu. en rauðir á lit. Úr berki þessara trjáa búa menn til nokkurs konar lín, sem haft er til fatagerðar og einnig til skrauts. Húsin eru úr bjálkum, vígi og umgirtir staðir þekkjast ekki. íbúarnir eiga sér táknletur og pappír búa þeir til úr berki Fu.s- ang-trjáa. Þeir eiga engin vopn og standa ekki í styrjöldum, en til að halda uppi lögum hafa þeir fanga- hús norður og suður í landi. Minni háttar afbrotamenn eru í syðra fangelsinu, en hinir í því nyrðra. Þeir sem geta vænzt náðunar eru því í syðra fangahúsinu, en þeir sem enga náðun fá, eru í hinu. í fangahúsunum eru bæði menn og konur, og þau sem dæmd eru í ævilangt fangelsi, fá leyfi til þess að giftast. Drengir, sem fæðast í þessum hjónaböndum, eru seldir í þrældóm þegar þeir eru átta ára gamlir, en stúlkur eru seldar man- sali þegar þær eru níu ára. Ef einhver höfðingi verður uppvís að meiri háttar afbroti er ráðstefna haldin í neðanjarðar klefa. Þai er ösku stráð yfir hinn seka, og síðan er nann kvaddur. Ef óbreyttur maður fremur af- brot, er honum einum refsað, en sé um heldri mann að ræða, þá nær smánin til barna hans og barna- barna. Ef æðstu menn gerast brot- legir, nær smánin til afkomenda þeirra í sjöunda lið. Konungurinn er kallaður Ichi. Æðstu embættismenn eru kallaðir Tuilu, þeir sem eru í öðrum flokki heita Minni Tuilu, og þeir sem eru í þriðja flokki kallast Na-to-scha. Þegar konungurinn sýnir sig, er blásið í horn og lúðra. Liturinn á klæðum hans breytist með árun- um. Á hverju tíu ára skeiði eru föt hans blá fyrstu tvö árin, næstu tvö ár eru þau rauð, þriðju tvö árin eru þau gul, fjórðu tvö árin rauð og fimmtu tvö árin svört. Hornin af nautgripum þeirra eru gríðarlega stór, og þeir geyma alls konar hluti í þeim. Hestum, uxum og hjörtum beita þeir fyrir vagna sína. Hirtir eru hafðir hér eins og nautgripir í Miðríkinu og úr hind- armjólkinni er búið til smjör.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.