Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1958, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 111 manna fyrrum, og nokkuð mun eima eftir af því enn. Glöggur maður sagð’ mér fyrir skemmstu, að gömlu veður- spárnar eftir tunglum, hefði ekki brugðizt eitt einasta skifti síðastliðin tvö ár. JAFNDÆGUR 21. MARZ Merkidagar eru 2 fyrir jafndægui jafndægradagurinn og 2 dagar á eftir Þessir 5 dagar kallast „prophetici" (critici, þ. e. merkidagar). Sérhver hefir undir sér 35 daga, eða alls 175 daga. Af þessum 5 dögum má marka veðurfarið eftirfarandi hálft ár. — Þetta mun vera af erlendum uppruna, en verið innlimað í þjóðleg fræði. PASSIONS-SUNNUDAGUR var Kallaður 5. sunnudagur í föstu (23. marz). Sagt er að sjaldan sé sama veð- ur þann dag, pálmasunnudag og páskadag. BOÐUNARDAGUR MARÍU Hann er 25. og er sagt að svo sen. þá viðrar muni oftast standa 30 daga eftir — sumir segja 14. Ef heiðríkt er og stjörnuljós fyrir sólaruppkomu þann dag, er von á góðri tíð. í íslenzku fornriti er þetta haft eftir Sæmundi fróða: „í upphafi heims sagði Sæmundur prestur að sól nýsköpuó rynni upp í austri miðju og tungl fullt á aptni“. Þetta mun hann hafa haft frá Grikkjum og Rómverjum, því að þeir heldu að veröldin hefði verið sköp- uð á vori, eins og allt lifnar þá, enn Júlíus Cæsar hafði talið jafndægur á vori 25. marz, og við þann dag voru því hugmyndir þessar einkum bundn- ar. Og þaðan er það komið að kirkju- höfðingjarnir töldu boðunardag Maríu 25. marz, þótti sá dagur bezt valinn. EINMÁNUÐUR hefst á boðunardag Maríu (25.) Sumii gamlir menn trúðu því, að harðasti kaflinn á vetrinum yrði sá tíminn, sem Marz og Einmánuður eru samferða. Ef Einmánuður er góður,. á að verða gott sumar, eða að minnsta kosti góð töðuspretta. Um Einmánuð er þessi vísa: Einmánuður elskuhýr alla bræðir snjóa, sá mun betur svangar kýr seðja en hún Góa. .Fyrsti Einmánaðardagur er einnig kallaður Yngismannadagur, því að ókvæntir menn eiga að halda upp a hann, líkt og húsfreyur og bændur eiga að halda upp á fyrsta dag í Þorra og Góu. — Sú trú var í Dalasýslu að konur mætti ekki fara út með prjóna sína á Einmánuði, því að þá kæmi stór- hríð; það má ekki gera fyrr en urr sumarmál. HEITDAGUR 1375 var vetur næsta harður svo að peningur var að þrotum kominn a langaföstu. Hétu menn fyrir sér norð- anlands, með samþykki Jóns biskups Skalla, á Guðmund biskup til árnaðar- orðs, að gefa eina alin af hverju hundr- aði og fara með á páfagarð. Skipaðist við það heit svo vel, að enginn fjái- fellir varð. 1477 var haldin samkoma leikra og lærðra á þriðjudaginn fyrstan í Em- mánuði að Grund í Eyafirði, og settur heitdagur en lögtekin Einmánaðarsam- koman. — Var þessi Einmánaðarsam- koma síðan haldin við og við í Eya- firði þennan sama dag, þangað til hún var aftekin með tilskipun 29. maí 1744. — Hafði dagurinn verið nefndur Heit- dagur Eyfirðinga. Nú ber Einmánuð upp á þriðjudag og falla þeir dagar því saman (25.) FÖSTUDAGUR FYRIR PÁLMA (28. marz) var fyrrum einn af merk- isdögum, þótt nú muni það flestum gleymt. Ef maður vildi varna því að hann fengi höfuðverk, átti hann að þvo sér um höfuðið þennan dag — og síðan aldrei á föstudag upp frá því. PÁLMASUNNUDAGUR er 30. Þá hefst dymbilvikan, einnig kölluð Efsta vika, eða hljóða vika Dymbilnafnið er komið úr pápisku. Á skírdag voru klukkustrengir bundnir upp og mátti ekki hringja klukkum fyrr en um páska. Þegar prestur gekk til altaris, eða frá altari, var hringl smábjöllum, en ekki mátti það þessa daga, heldur var í þeirra stað notað áhald, sem dymbill hét. Var það tré- plata og á henni hamar, sem barðisi við plötuna, er hún var skekin, segir dr. Guðbrandur Jónsson. ----0--- Búskaparhættir hafa jafnan verið miðaðir við tímatalið, og svo er enn, en með breyttum háttum koma ný störf. 1 þessum mánuði eiga bændur t. d. að líta eftir landbúnaðarvélum Alagablettir Álfaklettar í Mjóafirði FYRIR framan túnið í Heydal í Mjóafirði í ísafjarðarsýslu, er klettabelti, ekki mikið, og heita þar Álfaklettar. Sagan forna segir, að þar búi huldufólk og það með. að grasblett lítinn, austan undir kletta -beltinu, megi ekki slá, því að þá verði bóndinn í Heydal heylaus. Eftir þessu hefir verið trúlega breytt, það er menn muna, enda jafnan góðar ástæður á þessu heim- ili um heyföng. Eitt sinn sá bóndadóttirin í Hey- dal rauðan hest þar skammt frá, og reyndist þessi hestlitur ekki til í Heydal. Dysin Gróa Kirkjuleiðin frá Reykjarfirði til Vatnsfjarðar liggur yfir svonefnd- an Reykjarfjarðarháls. Var hún jafnan farin er menn fóru gang- andi til Vatnsfjarðarkirkju. Uppi á hálsinum er grjótdys, æði mikil fyrirferðar. Hún er nefnd Gróa og segir sagan að þar sé dysi- uð kona með því nafni. Hafði hún brotið eitthvað af sér og fekk ekki leg í kirkjugarði. Hún óskaði þess að vera dysjuð þar sem hún sæi þrjár kirkjur (og þrjár kirkjur sjást hér af hálsinum), og mælti svo um, að hver sem þessa leið færi, skyldi kasta þremur steinum í dysina um leið og hann færi þar fram hjá, og mundi hann þá ekki villast á þessari leið. Mun þessi regla yfirleitt vera við höfð enn þann dag í dag, þá menn fara þar um. Páll á Þ" sínum, lagfæra þær, setja saman, full- hreinsa og búa undir notkun. A.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.