Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þórsmörk og Krossáraurar. (Ljósm. Gunnar Rúnar) höggva skóg til eldneytis á þeim býlum, er mótak hafa, og veita skuli þeim bændum verðlaun, sem leggi ljái sína á hverfistein, í stað þess að dengja með viðarkolaeldi einu sinni eða tvisvar á dag“. Þessar tilraunir til bættrar með- ferðar skóga báru ekki tilætlaðan árangur. Þörf bænda til að dengja ljái við viðarkol var áfram jafn- brýn, og nauðsynlegt eftirlit með skógarhöggi skorti. Fyrsta stór- skrefið í rétta átt var stigið, er Torfi Bjarnason í Ólafsdal flutti út hingað skozku ljáina árið 1870, en þá þurfti ekki að dengja við kol. Nokkru síðar kemur Sæmundur Eyólfsson til sögunnar, ritar af glöggskyggni um markvissa bar- áttu til þess að vernda síðustu skógarleifarnar frá gjöreyðingu og hvetur bændur til sóknar á þessu sviði: lögin frá 1893. er veita sýslu- nefndum heimild til að friða skóga og melgras, eiga rætur að rekja til þessara skrifa. En því miður not- uðu aðeins Rangæingar og Barð- strendingar þessa heimild. Aldamótunum var fagnað um giörvallt ísland. Höfuðskáld þjóðar innar ortu henni hvatningaljóð, trú á landið og vissa um batnandi hag voru einkenni þeirrar kynslóðar, er hóf starf rísandi aldar. Aldamóta- æskan var bjartsýn, og hún fann, að hennar beið veglegt hlutverk, ef hún þyrði að trúa á landið og sækja fram til fegurra lífs. Þróun skógræktarmála á íslandi var þá ekki komin á það stig, að von væri mikilla framfara. En mikilvægara er, að upp úr alda- mótunum verður stefnubreyting í þessum málum. Ryder, höfuðsmað- ur, og C. V. Prytz, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, hófu tilraunir hér á landi með ræktun barrviða, en þeim framkvæmdum stjórnaði C. E. Flensborg, skógfræðingur. Þess- um tilraunum var haldið áfram til ársins 1907. Þá voru lög um skóg- rækt og varnir gegn uppblæstri lands sett á Alþingi; landssjóður tók skógræktarmálin í sínar hend- ur, skógræktarstjóri var skipaður og skógarverðir settir í hvern landsfjórðung. Tilraunum með ræktun barr- trjáa var haldið áfram til ársins 1913, en þá var þeim hætt og inn- flutningur barrplantna varð lítill sem enginn allt til ársins 1936. Þá hefst merkasti þáttur skógræktar á íslandi, er farið var að sækja fræ og plöntur til þeirra staða hnattar- ins, sem hafa líkt veðurfar og ís- land. Nú fyrst eru skilyrði fyrjr hendi að vinna markvisst að skóggræðslu, verkefnin eru óteljandi og skyldan brýn. Ásökum ekki liðnar kynslóð- ir, þótt þær yrðu að ganga á gæði landsins og eyða skógunum. Reis- um þeim heldur minnisvarða með því að gróðursetja nýa skóga og forðum komandi kynslóðum frá sams konar örlögum sem forfeður vorir urðu að þola. Á því veltur framtíð íslands. Langlífi. Tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið á rottum, sýna að þær verða langlífari ef haldið er í við þær með mat fyrst í stað. Hér er þó ekki um það að ræða að þær sé sveltar, þær fá eins margar hita- einingar og þær þurfa. Rottur, sem hafa verið aldar upp þannig, hafa lifað 1000 daga, en meðalaldur þeirra er tvö ár. Sami hefir árang- urinn orðið með tilraunir á öðrum skepnum. En eftir að þær hafa náð fullum þroska, virðist það ekki hafa nein áhrif á aldur þeirra, hvort þeim er gefið mikið eða lítið að eta. — Af þessu draga læknar þá ályktun, að það sé fásinna af mæðrum að troða mat í börn sín á unga aldri til þess að þau taki út vöxt fyr en ella. Tilvonandi tengdafaðir spurði tilvon- andi tengdason sinn hvort hann treysti sér að sjá fyrir fjölskyldu. — Néi, eg treysti mér ekki til þess. Eg treysti mér aðeins til þess að sjá fyrir konu minni, þið hin verið að sjá um ykkur sjálf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.