Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 1
Séro Císli Brynjólfsson: Þrjátíu skipströnd á fjörutíu árum Eyólfur Eyólfsson á Hnausum segir frá minn- isverðasta strandinu EINHVERN tíma hef ég heyrt það haft eftir Gísla Sveinssyni að Vestur-Skaftafellssýsla væri lands- ins mesta „stranda“-sýsla. Þetta má vitanlega til sanns vegar færa, og skilja þá allir við hvað er átt. Og það er eg viss um, að af hverj- um 10 ströndum í Skaftafellssýslu hafa 9 borið upp á fjörur Meðal- lands. Það er því engin furða, þó að maður sem hefur verið hrepp- stjóri Meðallendinga í 40 ár, kunni frá mörgu að segja í sambandi við ströndin. Og þegar hér er um að ræða jafn frásagnamerkan mann og Eyólfur á Hnausum er, nota ég tækifærið í tilefni af sjötugsafmæli hans og bið hann að segja mér eitt- hvað í sambandi við ströndin. — „Þau munu vera orðin mörg í þinni hreppstjóratíð?“ „Líklega kringum þrjátíu, sem ég hef þurft að hafa meiri og minni afskipti af.“ „Hvert er minnisstæðast?" Eyólfur þarf ekki lengi að hugsa sig um það. „Það er eitt, sem jafnan er efst í huga mínum. Sumir atburðir þess standa mér svo glöggt fyrir sjónum eins og skýrustu ljósmynd- ir, þótt nú sé senn aldarfjórðung- ur liðinn síðan það skeði. — Það var 11. marz 1935 í rigningu og dimmviðri. Þá strandaði franska skipið Lieutenant Boyan á Slýja- fjöru kl. 11 að kvöldi. í mínum huga er þetta skipstrand „strand strandanna“. Hvers vegna? Vegna þess hvernig aðkoman var þegar við komum á strandstaðinn. Nú skaltu fá að heyra um það“. Og Eyólfur heldur áfram að rekja þræði minninganna um þessa sorglegu atburði: Strandsins varð fyrst vart dag- inn eftir. Þegar líða tók að hádegi komu fjórir útlendingar gangandi frá sjó upp að Syðri-Fljótum. Sá bær stendur á vestri bakka Eld- Eyólfur Eyólfsson vatnsins. Var þá strax séð hvað skeð hafði. Nokkru seinna fannst sá fimmti undir rofbarði skammt frá bænum. Allir voru mennirnir mjög þreyttir og illa til reika. Eyólfur hreppstjóri kom fljótt á vettvang við þriðja mann. Voru þeir með honum, nágranni hans, Sumarliði Sveinsson bóndi á Feðgum (þar er nú auðn) og Ingi- mundur Stefánsson nú kennari i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.