Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 Borgarisjaki. Ekki er nema Ya af hæð hans upp úr sjó. náð langt út frá yfirborðinu. Geta þau rist sundur byrðing skipa, ef á þau er siglt. Vegna þess hve mikill hluti jak- anna er jafnan í kafi, þá berast þeir fremur með straumum en vindi. Þess eru þá dæmi að ís hefir hrak- ið svo hratt móti vindi, að skip hafa átt fullt í fangi að komast undan honum. — ★ — Lagísinn er allt öðru vísi. Það er frosinn sjór, og lagísinn er um 99% af öllum þeim ísi, sem er á floti. Venjulegast er lagísinn allur sundurbrostinn og með vökum, enda þótt hann sýnist ein hella eins langt og augað eygir. Hann er altaf á hreyfingu undan straumum og vindum og því oft nefndur rekís. Við þetta brotnar hann æ meir, spangirnar rekast á með miklu afli. Brotna þá jaðrarnir, en brotin hrúgast upp og mynda háar hrann- ir, er síðan veðrast saman og verða að föstum ísi. Venjulega er lagís ekki nema svo sem 12 feta þykkur, en þar sem slíkar hrannir eru, getur hann orðið 100 feta þykkur sða meira. Lagís er ekki jafn gamall og borgarís, því að enda þótt sumar íshellurnar norður við heimskaut hafi verið þar á floti um margar aldir, þá getur verið að ísinn sé ekki nema 10 ára gamall. Þetta stafar af því, að á þessum slóðum bætir ísinn altaf við sig að neðan, en bráðnar að ofan. Hann er því altaf að endurnýa sig. Vegna þess hvað lagísinn er þunnur, ristir hann ekki djúpt og berst því frem- ur með vindum en straumum. — ★ — Þótt borgarísinn sé ekki nema lítill hluti af öllum þeim ís, sem er í höfunum, þá er hann þó hættulegri skipum heldur en lag- ísinn. Vegna stærðar sinnar geta borgarísjakarnir borizt með straumum miklu lengra suður í höf, heldur en lagísinn, og bráðna ekki fyr en seint og síðar meir. íshafsstraumurinn milli Græn- lands og Baffinslands ber sífeldan straum borgarísjaka suður í At- lantshaf og á móts við Newfound- land. Þar dreifast þeir og berast inn á siglingaleiðir um norðanvert Atlantshaf. Sumir komast langar leiðir austur í haf, áður en þeir bráðna. Aðallega gerist þetta á vor- in, því að á vetrum er borgarísinn fastur í lagís og kemst hvergi, en þegar fram á sumar kemur, er orðið svo hlýtt að jakarnir bráðna áður en þeir komast langt. Sennilegt er, að ísjaki sá, er sást nú fyrir skemmstu vestur af ír- landi, hafi komið þessa leið. Þetta er ekki einsdæmi. í júnímánuði 1907 sást borgarísjaki 100 sjómílur undan Bantry Bay á írlandi, og oftar hafa jakar sést á þessum slóðum. En ísjakar hafa orðið fáum skip- um að grandi seinustu 40 árin. Það er að nokkru leyti „Titanic“-slys- inu að þakka. Eftir það var komið á alþjóðlegu íseftirliti á milli Grænlands og Labrador. Að nokkru leyti er það því að þakka að skip hafa fengið ratsjár og geta séð háa jaka áður en komið er að þeim. Aðalhættan stafar af jökum, sem hafa eyðst svo, að þeir eru lágir í loftinu. Þessi jakar geta verið mestu ferlíki, allt að 200 lestum að þyngd. Vegna þess hvað þeir eru lágir, getur reynzt ómögulegt að greina þá í ratsjá, einkum ef öldugangur er nokkur. Skip, sem siglir á þá með 15 mílna hraða, getur fengið hættulegan skell af þeim. En slíkir jakar eru hvergi á siglingaleiðum nema í norðanverðu Atlantshafi. Stórt bein SMITHSONIAN Institute hefir nýlega fengið stærsta bein sem þekkist. Er það leggur úr risaeðlunni „brachio- saurus“ og fannst í Coloradoríki. Það er 7 fet og 1 þumlungur á lengd og er efri leggur úr framfæti. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir stærð dýrsins sjálfs, þótt eitt bein hafi fund- izt úr því, en menn gizka á að það muni ekki hafa vegið minna en 55 tonn. „Brachiosaurus" var uppi fyrir eitt- hvað 135 miljónum ára, og var stærsta dýr sem á jörðinni hefir gengið. Hann hafði afar langan háls og hefði vel getað skyggnst yfir þriggja hæða hús. Menn telja víst að hann hafi hafst við í fenjaflóum og haldið sig í svo djúpu vatni að einungis höfuð og háls hafi staðið upp úr. Hann var grasbítur, eins og sést á tönnum úr honum, sem fundizt hafa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.