Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Side 10
122 LESBÓK MORGUMBLAÐSINS Þvottalaugarnar stedshús, og fylgdi þvi stór 160. Kaupverðið var 18.000 krónur og blöskraði öllum það geipiverð þá því að húsið var gamalt (85 ára). En 1904 hafði íslandsbanki keypt þessa eign af félaginu og reist þar steinhús fram við Austurstræti. Melstedshús stóð þó lengi eftir það, en þar er nú útbygging Útvegsbank ans. Árið 1906 var Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað og Ungmenna- félagið Iðunn 1908, í því voru ein- göngu stúlkur. Má af þessum tveim- ur dæmum sjá, að enn þótti það ekki rétt að piltar og stúlkur væri í sarpa félagi. Áhugi fyrir íþróttum var vaknað- ur. Ármann hafði hafið íslenzku glímuna til vegs og virðingar. Drengirnir í Vesturbænum höfðu stofnað Fótboltafélag Vesturbæ- inga, en úr því varð Knattspyrnu- félag Reykjavíkur, þegar menn hættu að tala um „fótbolta“ sem íþrótt og tóku upp nafnið „knatt- spyrna“. Og árið 1908 voru tvö knattspyrnufélög stofnuð, Fram og Víkingur. íþróttafélag Reykjavíkur hafði verið stofnað 1907, og stund- aði aðallega fimleika. — Skilyrði til að geta stundað íþróttir voru þá heldur bágborin. Hentug húsakynni til æfinga var þá hvergi að fá, og knattspyrnuæfingar fóru fram á Melunum á þeim slóðum þar sem Sverrir Runólfsson gerði glímuvöll forðum. íþróttavöllurinn kom ekki fyr en 1911. — Þrátt fyrir þetta var áhugi mikill og ódrepandi hjá æsku lýðnum, eins og sjá má á því, að þessi félög lifa enn og starfa. — o — Fyrsta togarafélagið, „Alliance“, hafði verið stofnað 1906 og árið eft- ir kom fyrsti togarinn sem smíðað- ur var handa íslendingum Það var „Jón forseti“. Sama árið keypti ís- landsfélagið togarann „Marz“ og var Hjalti Jónsson skipstjóri á hon- um. Og þegar hann sigldi í höfn lék hann „Eldgamla ísafold“ á eim- flautu skipsins. Sú hljómlist vakti að vísu ekki aðdáun heldur undrun bæjarbúa. Og þetta varð í rauninni sigursöngur nýrrar aldar, togara- aldarinnar. Hún breytti öllu um af- komuhætti og atvinnulíf borgarinn- ar. Með skútuöldinni hafði hagur al- mennings að vísu batnað stórum, en þó var hér meiri fátækt, en nokk ur maður getur nú gert sér í hugar- lund. Allsleysi og úrræðaleysi hafði sett sitt mark á fjölda bæarbúa. Ónógt viðurværi og óhollar vistar- verur höfðu rist rúnir heilsuleysis á mörg andlit. Ef góðir menn hefðu eigi hjálpað, mundu fjölda mörg börn ekki hafa komizt í skóla vegna klæðleysis Atvinna var stopul og sama sem engin framan af vetri. Þá höfðu skútuskipstjórar hjá Duus þau sér- réttindi að vinna að veiðarfærum áður en vertíð hófst. Þeir unnu að þessu uppi á ísköldu geymslulofti og fengu 15 aura um klukkust. Það er ofurlítil spegilmynd af því hvernig þá var háttað högum manna. Þá eimdi enn eftir af þeim sið, að menn hengu í sölubúðum tímunum saman. Búðirnar voru nokkurs kon- ar fréttamiðstöðvar, því að þar voru sagðar slúðursögur úr bænum. Annars voru kaupmenn farnir að amast við þessu, einkum þeir, sem reynt höfðu að setja nýtízkubrag á búðir sínar Ýmsar búðir voru þá lýstar með glóðarlömpum, (svo sem Lux og Kitson), sem báru skæra birtu og þótti það nýlunda. Annars var notast við steinolíuljós í flest- um búðum. Þá voru engin dagblöð til, en nokkrar verslanir auglýstu vörur sínar í vikublöðunum. Þá kom frá Edinborg langur bragur um hvað fengist á jólabazar versl- unarinnar. Sá bragur hófst svo: ' Flýttu þér niður í Edinborg, þar færðu margt að sjá, farðu beint upp stigann og opinn verður þá bazar harla mikill, sá bezti er landið á. En buddunni upp úr vasanum ei gleymdu strax að ná. Seinasta hendingin var dálítið táknræn fyrir viðskiftalífið á þeim árum, því að þá báru menn gjald- miðil sinn í buddum. Þá var svo lít- ið af seðlum í umferð, að það voru ekki nema einstaka menn, sem áttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.