Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Side 12
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lækurinn rann enn í gegnum bæ- inn milli upphlaðinna bakka. Þótti sumum prýði að honum, en öðrum var illa við hann. Nú var hann ekki lengur til neinna nytja, því að kon- ur voru hættar að þvo þvott í hon- um. Nú var „farið í laugar“. Var flutningur á þvottinum þangað með ýmsu móti. Báru sumir hann á bak- inu, aðrir höfðu hjólbörur og ein- staka hestvagn sást þar í ferð. Þá var skýli hjá laugunum, en aðal- lega urðu konur að þvo úti. Þar var steinþró mikil með sjóðandi vatni og járnbogar yfir til þess að forða slysum. Þetta mannvirki er nú illa farið, en ætti að geymast til minja, því að laugaþvotturinn var snar þáttur í daglegu lífi Reykvík- inga um langt skeið. Umhverfis Austurvöll var þá þétt og há járnrimlagirðing, grænmál- uð. Á miðjum vellinum stóð líkn- eskja Bertels Thorvaldsens. Hafði hún lengi verið eina líkneskjan í bænum, en nú var önnur komin. Hinn 16. nóvember 1907 var líkn- eskja Jónasar Hallgrímssonar af- hjúpuð á blettinum fyrir framan hús Guðmundar Björnsson land- læknis austan við lækinn. Stundaklukkan, sem H. Th. Thomsen hafði gefið dómkirkj- unni, og sett var í turninn 22. des. 1897 og látin snúa mót öllum höf- uðáttum, svo allir bæarbúar gæti séð á hana, hafði einnig þann kost, að hún sló á hverjum stundarfjórð- ungi svo hátt, að heyra mátti um allan miðbæinn og víðar. En ann- að tímamerki var þó enn betra. Það var eimpípa Völundar og hvein svo hátt í henni að heyrði um allan bæ. Hún var þeytt þegar vinna hófst og vinna hætti, alltaf á reglulegum tíma. Þá vissu hús- freyur altaf hvenær hádegi var og þær áttu að hafa til matinn. Batteríið, eða Jörundarvirki, var enn óhreyft, hár hóll, sem gekk fram í sjó lítinn spöl austan við lækjarósinn, og upp á hólnum rúst- ir af vígi Jörundar hundadaga- kóngs, sem Trampe greifi hafði lát- ið endurnýja þegar hann kom hing- að með herflokk til þess að halda íslendingum í skefjum þjóðfundar- árið 1851. Þangað gengu margir sér til skemmtunar þegar gott var veð- ur og settust á grónar virkisrústirn- ar. Var þama sérstaklega kvöldfag- urt á sumrin. Hólminn, sem Sverrir Runólfs- son gerði í tjörninni, var líkt og eyðisker, stórgrýttur og gróðurlaus og þar varp engin kría. En á vetr- um, þegar skautasvell var á tjörn- inn, hafði fólk bækistöð sína þarna, og sat á steinum meðan það batt á sig skautana eða leysti þá af sér. Þá var oft_____-gt um manninn á tjörninni og glatt á hjalla, enda þótt svellið væri aldrei sópað. Skíða- ferðir tíðkuðust. þá ekki Skólavarðan gnæfði yfir bæinn á þeim stað, þar sem nú er minnis- merki Leifs heppna. Þangað fóru allir ferðalangar til þess að njóta útsýnisins. Oft var þar margt um manninn þegar skemmtiferðaskip komu. Einu sinni rakst ég á tvær þýzkar kerlingar, sem voru að hringsnúast í Austurstræti. Þær spurðu hvort ég gæti ekki vísað sér á „útsýnisturninn“. Ég gekk með þeim upp að Skólavörðu. Þá var grjótgarður mikill að norðan- verðu við Skólavörðustíginn neðst, og á hann voru breiddir þorskhaus- ar hundruðum saman og voru held- ur ófélegir. Þær spurðu hvað gert væri við þetta. Ég kynokaði mér við að segja að þeir væru hafðir til manneldis, svo ég sagði að þeir væri gefnir kindum. „Eta kindurnar þetta virkilega?“ spurðu þær með hryllingi. — Þetta er eitt dæmi um það hvernig þá var að sýna útlend- ingum bæinn. Nú er Skólavarðan horfin. Horfnir eru líka landamerkjasteinarnir í Skildinganeshólum og norðan í Öskjuhlíðinni. Þessa steina þekktu margir Reykvíkingar þá, því að það tíðkaðist mjög að menn gengi sér til skemmtunar suður í hólana eða suður í Beneventum. — o — Unga fólkið átti ekki völ margra skemmtana á sumrin. Helzt var að fara í kaffihús, eða ganga sér til skemmtunar. Það var kallað að fara á „rúntinn“. En til voru tveir „rúntar“, litli „rúnt“ og stóri „rúnt“. Litli „rúnt“ var að ganga sífellt umhverfis Austurvöll, en stóri „rúnt“ var að fara Austur- stræti, Pósthússtræti, Kirkju- stræti og Aðalstræti. Hann var aldrei jafnvinsæll, ef dæma mátti eftir því að færri fóru hann. En þessi „rúnt“-ganga unga fólks -ins á mildum sumarkvöldum er ef til vill aðalkjarni myndarinnar af hinni friðsælu Reykjavík, sem vakir í endurminningunni. — Á. Ó. Tjón af ryði RYÐ veldur árlega stórkostlegu tjóni í heiminum, miklu meira en menn hefir grunað. Þetta hefir nú komið fram viö 25 ára rannsóknir í Banda- ríkjunum. Þessar rannsóknir náðu til allra borga þar sem eru 10.000 íbúar eða fleiri. Það kom í Ijós, að það er mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum hvað tjónið er mikið. Er það undir úrkomu komið, vindum, sýruefnum í loftinu, seltu í loftinu o. s.frv. Þar sem mest brögð voru aö ryö- inu, eyöilagði það þunna járnrplötU'-á þremur árum, en sums staðar entist sams konar plata í 15 ár. Fyrir tíu árum var talið að tjón af ryði í Bandaríkjunum mundi nema 5500 miljónum dollara á ári, en nú er taliö að árlegt tjón vegna þess muni vera 2000 miljónum meira.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.