Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Page 16
121 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE V D G 10 8 5 ♦ A 10 3 2 * 7 4 4 G 6 3 V 9 3 2 ♦ KD754 4 5 2 4 A K D 10 8 5 V A K ♦ — 4 Á K 8 6 3 Suður gaf og sagnir voru þessar: s V N A 2 sp. pass 3 hj. pass 3 sp. pass 3 gr. pass 4 1. 6 sp. pass 4 sp. pass Það hefði verið miklu betra að segja hálfslemm í hjarta, en S treysti bet- ur spaðanum. Út kom L D og S drap hana. Siðan tók hann slagi á tvö hæstu trompin, H Á og H K og síðan L K. Þá kom lágspaði undir gosann hjá A, en hann varð nú að slá út tigli eða hjarta, svo að borðið hlaut að kom- ast inn, og í hjörtun gat S fleygt lág- spilunum í laufi. Þar með var spilið unnið. En S þurfti ekki að vinna. Ef A hefði fleygt S G og S 6 í hátrompin, gat hann ekki komist inn, og þá hefði S misst 2 slagi í laufi, og þar með tapað spilinu. Það var þó varla von að A dytti það í hug, það er auð- veldara að sjá þessa lausn þegar menn hafa öll spilin fyrir sér. GEITNASKÓF vex á grásteinum og mjög fljótt aft- ur þótt hún sé tekin. Skófin er kring- lótt og biksvört að lit og svo ósjáleg að enginn skyldi ætla að það sé manna- matur. En þó má um hana segja að hún sé „brauð á steinum". Uppþvegin, af- ÚR DÝRAFIRÐI — Myndin er tekin innst í vestanverðum Dýrafirði. Bærinn, sem sést, er Drangar og er hann nú í eyði. Austan fjarðarins sést Valseyri. Þar var í fornöld háð þing fyrir alla Vestfirði, og sjást búðarrústirnar ennþá. Fellin utarlega í firðinum eru Höfðinn, og að vestan Sandafell, sem Þingeyr' stendur undir, en bak við það gnæfir Arnarnúpur. Myndin er tekin á þjóðvcg inum, sem liggur kringum Dýrafjörð. (Ljósm. Ól. Gunnarsson). vötnuð, söxuð og soðin í mjólk, verð- ur af grautur samfeldur, sætur og nær- andi. Mjólk þessi er ágæt við brjóst- veiki og reyndist vel í kvefveikinni 1825, þar hún var við höfð. Mun nægi- legt að láta 6—8 lóð í einn nott af mjólk, undanrenningu eða vatnsblandi, til að gera þykkt hlaup af, því hún hefir hveitisefni í sér líkt og fjalla- grös. Fátt græðir betur litlar skein- ur, en viðarullarlagður vættur í geitna- skófarmauki og legður við sárið. — (Handr. Bjarna Jóhannessonar 1860). STAÐARHÓLSPÁLL fór eitt sinn, að sögn, að finna broður sinn og reið í skóg nálægt bæ hans. Þar hitti hann smalamenn og spurði sá hver hann væri. Hann lézt heita: „Vítt út um veginn og djúpt ofan í jörðina“, og bað hann segja það húsbónda sínum, og reið við það heim. Er þetta síðan haft fyrir gátu um Páls nafn. (Handr. Lbs.) FJALLA-EYVINDLR Svo er sagt, að ungur hafi hann stolið osti frá einni farandkonu, en hún hefði lagt á hann, að hann skyldi aldrei vera óteljandi ,en þó aldrei komast í manna hendur. Þótti það rætast. (Handr. Lbr.) GÖNGUSKÖRÐ Á Móbergsseli í Gönguskörðum bjuggu Hannes og Þóra, foreldrar Sveins skálds frá Elivogum. Frú Ingi- björg Lárusdóttir á Blönduósi segist eitt sinn hafa komið þar og hafi Þóra þá spurt sig: „Þykir þér fallegt í Gönguskörðum?" — „Nei“, anzaði ég, „mér þykja þau ljót“. — „Nú, þú segir þá eins og Baldvin 'Jónsson skáldi sagði einu sinni“, segir Þóra og hafði yfir þessa vísu: „Þar hefir sjói„..i tjun þrymlu grjóti jörðin. Gnæfa móti minni sjón mikið ljótu skörðin. Og þessa vísu gerði hann líka: Dal í þröngum drífa er stíf, dynur á svöngum hjörðum, þá er öngvum of gott líí uppi í Gönguskörðum".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.