Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 1
9. tbl. Sunnudagur 15. marz 1959 XXXIV. árg. Jónas Jónsson: Þaft þurfa aft vera fleiri Ijóftskáld í Reykjavík ÉG VAR nýlega að blaða í Lesbók Morgunblaðsins og sá þar lít.ið kvæði eftir Kjartan Ólafsson brunavörð, en hann er einn af hin- um allt of fáu ljóðskáldum höf- uðstaðarins. Mér kom þá til hugar að það ætti ekki að teljast ótíma- bært að benda höfuðstaðarbúum á hve mikla þýðingu það hefur fyrir andlegt líf í byggð og bæ, að marg- ir hagyrðingar og Ijóðskáld séu þar starfandi. Reykjavík blómgast ár frá ári en fylking skálda hefur ekki vaxið svo sem vera ætti með byggðinni. Ég hefi undir höndum myndarlegar ljóðabækur 12 skálda úr íslendingabyggðum vestanhafs. Þó er það aðeins lítið brot af ljóða- gerð landa í Vesturheimi. Hið and- lega ríki íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum hefur staðið í ná- lega eina öld. Það á tilveru sína fyrst og fremst að þakka kirkjunni, ljóðagerð skáldanna beggja megin hafsins og þjóðræknisfélaginu. Vesturfararnir fluttu með sér bóka- Jónas Jónsson. söfn sín, bæði stór og lítil og þeir héldu áfram að yrkja vísur, ljóð, skáldsögur, leikrit og skrifuðu ótrú- lega mikinn fjölda ritgerða af mis- munandi stærð og gæðum. Upp úr skáldafylkingu landa í Vestur- heimi reis skagfirzkur bóndi og gerðist í senn íslenzkt þ>ó&úúld og skáld á heimsmælikvarða, sem er minnst með mikilli virðingu, þar sem íslenzk tunga er töluð. Norður á Húsavík voru um eitt skeið tíu Ijóðasmiðir í kaupstaðnum. í kring- um Húsavík og í bænum sjálfum hafa vaxið upp nokkur af þjóð- skáldum landsins: Einar Benedikts- son, Guðmundur á Sandi, Jón Trausti, Hulda, Sigurður á Arnar- vatni, Sigurjón Friðjónsson, Guð- finna frá Hömrum, Indriði á Fjalli, Þorgils gjallandi og Jóhann Sigur- jónsson. Á Húsavík höfðu allar stéttir sína fulltrúa í hagyrðinga og skáldahópnum. Þar var prestur staðarins, oddvitinn, kaupmaður, lyfsali, fréttaritari Morgunblaðs- ins, sjómenn, verkamenn, bændur og starfsmenn í Kaupfélagi Þing- eyinga. Mikið af þessum vísnaauði varð til við dagleg störf og hafði sömu þýðingu eins og gaman- myndir stórblaðanna. Búðarmað- ur á Húsavík, rétti viðskiptamanni vísu yfir búðarborðið, með vöru* I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.