Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 16
144
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
LERKISKÓGUR Á HALLORMSSTAÐ. Meðalhæð trjánna um 7 m. Hæstu tré um
10 m. Viðarvöxtur 16 teningsmetrar á ári á hektara lands. (Sjá grein á bls. 132)
BRIDGE
A K G 9
¥ —
♦ Á G 5 2
A Á G 10 7 4 2
A — ▲ 10 8 5 3
V Á 9 5 4 N ¥ KDG10
♦ 10 7 6 4 V A 7 3
+ D 9 8 6 3 S ♦ K 8 3
+ —
A A D 7 6 4 2
¥862
♦ D 9
* K 5
S-N voru í hættu, N gaf og sagnir
voru þessar:
N A S V
2 * 2 ¥ 2 A pass
3 * pass 4 gr. 6 ¥!
6 A tvöf. tvöf pass
pass pass
S var mjög ánægður með þessi úr-
slit og taldi sér sigurinn vísan. En spila-
lánið er valt og sannaðist það hér eftir-
minnilega.
V sló út HÁ og hann var drepinn
með S9. Allt í lagi! Svo kemur lítið
lauf, en þá trompar A. Hann sló svo út
HK, og S verður að trompa í borði. Og
nú er spilastaðan svo hláleg, að hann
verður að slá út SK og drepa með ásn-
um! Þá hlaut A að fá einn slag á spaða,
og síðan slag í hjarta. S-N töpuðu því
tveimur slögum fjórfölduðum, þrátt
fyrir góð spil og rétta sögn!
HÁTÍÐISDAGAR
og einkanlega jólin, voru fyrst gleði-
leg, þegar mamma var komin með
kertaljósin og jólagjifirnar, búin að
kemba mér og þvo. Það glitruðu tár í
fallegu augunum hennar mömmu, þeg-
ar hún setti okkur börnin prúðbúin í
kringum sig, og söng jólasálminn. Og
hún lét okkur setja aukaljós, til minn-
is um börnin hennar, sem dáin voru.
Mér fannst þau hljóta að skipa auðu
sætin í baðstofunni — og efaði ekki
orð sálmaskáldsins því guð er
sjálfur gestur hér“. — (Eyólfur á
Hvoli).
FYRIR 300 ÁRUM
Þann 28. janúar (1659) kom fjúk,
svo miklir skaðar urðu fyrir austan, og
í því varð maður úti á Ægisíðu í Holt-
um með fénu, og víðar annars staðar
fyrir austan og svo um vestursveitir.
í sama fjúki um kvöldið fóru tvær
kvensniftir að sækja vatn á Torfastöð-
um í Biskupstungum, og þar eftir fór
maður að vitja þeirra, og hröktust öll
frá um nóttina og lágu úti, andaðist
önnur kona, en hinum lá við næsta.
— (Fitjaann.)
SLYSAÁR
Veturinn 1734 geisuðu mikil stór-
viðri um Suðvesturland og gaf sjald-
an á sjó. Þá gaf aldrei leiði frá Vest-
manneyum að sækja haustmenn, eftir
venju, og fóru því margir af þeim til
vertíðar suður á Nes. Þennan vetur
fórust tíu skip og drukknuðu 72 menn.
— Á góuþrælinn (21. marz) kom ógur-
legur jarðskjálfti i Árnessýslu. Hrundu
þá að mestu 30 bæir, en 60—70 löskuð-
ust. Jarðskjálfti þessi varð mestur í
Flóa, Grímsnesi og ofarlega í ölfusi,
og hrundu kirkjur á þessum slóðum.
Sjö eða átta menn, gamalmenni og
börn urðu undir húsum og biðu bana.
Einnig varð margt nautgripa undir
húsarústum, en matvæli og búshlutir
fóru forgörðum.
LEIÐRÉTTINGAR
Tvær villur voru í seinasta dálki i
seinustu Lesbók: „Óteljandi" átti að
vera óstelandi, og í fyrri vísu Baldvins
skálda á önnur hendingin að vera
þannig: Þrymluð grjóti jörðin.