Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 10
íst LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þannig var ísingin á togurum í of- viðrinu hjá Ný- fundnalandi. arins voru bátar byrjaðir á netjaveið- um. — Togararnir voru flestir á karfa- veiðum vestur hjá Nýfundnalandi í byrjun mánaðarins, og var þar sami uppgripaaflinn og áður. En eftir að togarinn Júlí fórst þar, var karfaveið- unum hætt, og voru togararnir á heimamiðum eftir það. Afli þeirra var nokkuð að glæðast undir mánaðarlok- in. Sjö togarar seldu afla sinn í Eng- landi í mánuðinum og fengu frá 4000— 12000 Sterlingspund fyrir farminn, en voru yfirleitt með lítinn fisk. í Þýzka- landi seldu fjórir togarar og fengu 48.000—139.000 mörk fyrir aflann. — Silungsveiðar hófust í Mývatni 1. febr. og var þar uppgripaafli allan mánuðinn, bæði í net og á dorg. Var aflinn meiri en markaður var fyrir innan lands, svo nokkuð af veiðinni átti að senda á erlendan markað. LANDHELGISDEILAN Varðskipið Þór stöðvaði enskan tog- ara, Valafell, sem var að veiðum innan 4 mílna út af Loðmundarfirði. Ensku herskipin vörnuðu Þór þess að fara með togarann til hafnar, en sendu skeyti til Englands með fyrirspurn um hvað gera ætti. (3.). Síðan lágu skipin þarna þrjú í fjóra daga, togarinn, Þór og brezkt herskip, og biðu eftir skeyti. En er það kom, var það á þá leið, að togarinn skyldi hlýðnast íslenzkum lögum. Þá ætlaði hann að strjúka og stefndi á haf út, en herskipið skipaði honum að hlýða. Sigldu svo öll skipin inn til Seyðisfjarðar (6.). Það kom í Ijós, að togari þessi hafði verið kærður 10 sinnum áður fyrir veiðar innan 12 mílna landhelgi, en nú var nýr skip- stjóri á honum og taldist þetta því fyrsta brot hans. Hann var dæmdur i 74.000 kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipstjórinn hafði feng- ið taugaáfall út af öllu þessu, og var lagður í sjúkrahús í Seyðisfirði (8.) Þaðan fór hann fyrir mánaðamót og helt heim til Englands. í lok mánaðarins lögðu Bretar niður verndarsvæði sín hjá Austurlandi, en tóku upp tvö ný verndarsvæði á aðal- fiskimiðum íslendinga á Selvogs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.