Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 13
l_.ES'-!f>K MORGJNBLAÐSINS
141
Tré, sem fárviðri
reif upp með rótum
í Akureyri.
M ^ t ibwl 1? W^Æm it'i <- x
FRAMKVÆMDIR
Sjúkradeild fyrir 44 sjúklinga tók til
starfa í Sjómannaheimilinu. Læknir
hennar er Jón Þorsteinsson (3.)
Nefnd hefir verið skipuð til þess að
sjá um að upp komizt líkneskja Ingólfs
Arnarsonar í Hrífudal á Fjölum í Nor-
egi, en Alþingi samþykkti sl. vor að
gefa hana (5.)
Ofarlega við Laugarnesveg í Reykja-
vík var gerð 740 metra djúp borhola og
fæst úr henni svo mikið heitt vatn, að
nægja mundi 4000 manna íbúðarhverfi
(7.)
Sementsverksmiðjan tók til starfa
aftur. Er nú reynt að fá markað fyrir
íslenzka sementið erlendis og m. a. hafa
verið send 200 tonn til Kanada (14.)
Nýleg borhola í Klambratúni í
Reykjavík var virkjuð. Þar fást 9 sekl.
af svo heitu vatni, að ekki má hleypa
því beint inn í húsíbðar (14.)
Tvær borholur hafa verið gerðar í
Hveragerði til þess að ná í heitt vatn
handa hitaveitunni þar, en árangur
ekki orðið annar en sá, að vatn þvarr
við það í eldri hitalindum (15.)
Varðskipið Þór hefir fengið nýa og
fullkomna ratsjá (17.)
Nýtt skip, Margrét, 250 lestir, kom
til Siglufjarðar, smíðað í A-Þýzkalandi
(19.)
Sorpeyðingarstöð Reykjavíkur tekur
nú við öllu sorpi úr borginni og þarf
ekki lengur að aka því á hauga. Hér
er náð merkilegum áfanga í heilbrigðis
og menningarmálum bæarins. Vélar
stöðvarinnar eru íslenzkar, smíðaðar
hjá Vélsmiðjunni Héðni. Stöðin breytir
sorpinu í ágætan áburð, og verður það
einnig lyftistöng fyrir ræktun í bæn-
um (21.)
Kópavogsbúar hafa farið fram á, að
mega senda allt sorp sitt í Sorpeyðing-
arstöðina (27.)
Rannsókn hefir sýnt, að kísilnáman
í Mývatni er sú stærsta í Evrópu og
leirinn góður (22.)
Sorpeyðingarstöð
Reykjavíkur.
t