Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 6
134
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Halldór Steídnsson:
Fyrsta alþingiskosningin í Norður-Múlasýslu
og fyrsti þingmaðurinn
ÞAÐ hefir ítrekað verið á orði
haft í sögufræðum, að Norðmýl-
ingum hafi hraparlega mistekizt
fyrsta þingkosningin og að sá, sem
kosinn var, Þorsteinn Gunnarsson
bóndi á Hreimstöðum í Hjalta-
staðaþinghá, hafi verið lítt fær til
þingsetu, enda notið lítils álits á
þinginu, og það fært til sanninda-
merkis, að hann hafi í enga þing-
nefnd verið kosinn.
Þessi söguritun gefur tilefni til
athugunar á því sem kunnugt má
vera um kosninguna og fulltrúann,
sem kosinn var.
Við þessa fyrstu þingmannskosn-
ingu Norðmýlinga höfðu ekki kosn-
ingarétt aðrir en jarðeigendur.
Aðrir sem til greina gátu komið
voru þar engir.
Kosningarétt áttu 33 menn; að-
eins 22 sóttu kjörfundinn.
Kosningin fór fram á Fossvöll-
um 10. maí 1844 undir forsæti J. C.
Voight sýslumanns. Kjörvottar
voru séra Benedikt Þórarinsson á
Ási og Guttormur stúd. og bóndi
Vigfússon á Arneiðarstöðum.
Kjósa skyldi tvo menn í einu
lagi, þingmann og varaþingmann.
Kjósandi hver skyldi því greiða
tveimur mönnum atkvæði, og þeir
tveir menn hljóta kosningu, sem
flest atkvæði fengi, aðalmaður að
sjálfsögðu sá þeirra, sem fleiri
fengi atkvæði. Kosið var í heyr-
anda hljóði.
Meginhluti atkvæðanna féll á
fimm menn og skiptust þannig:
Þorsteinn Gunnarsson sátta-
nefndarmaður og bóndi á Hreim-
stöðum hlaut 14 atkvæði, Gutt-
ormur Vigfússon stud. og bóndi á
Arneiðarstöðum 8, Þorsteinn
Bjarnason bóndi á Höfn við Bakka-
ijörð 7, séra Einar Hjörleifsson á
Dvergasteini og Jóhannes hrepp-
stjóri Magnússon á Hallgeirsstöð-
um í Jökulsárhlíð 5 hvor. — Þau
fáu atkvæði, sem ekki komu hér
fram, féllu á fjóra menn.
Ætla verður að þeir fimm menn,
sem meginhluta atkvæðanna
fengu, hafi lýst framboðum sínum
á kjörfundinum með ræðum, og
gjört grein fyrir afstöðu sinni til
mála, sem á dagskrá voru. Ágrein-
ingsmál voru engin innanhéraðs,
að kunnugt sé. Og allir voru á einu
máli um fylgi við stefnu Jóns Sig-
urðssonar í sjálfstjórnarmálinu.
Augljóst er að álit Þorsteins Gunn-
arssonar hefur ekki verið lítið í
héraðinu jafn álitsmiklir menn sem
á móti voru.
Á þinginu komu fram fimm til-
lögur (,,uppástungur“) úr N-Múla-
sýslu studdar af fjölmörgum und-
irskriftum sýslubúa. Tillögur sama
efnis komu úr öðrum kjördæmum.
Öllum tillögum úr kjördæmum,
sama efnis, var vísað til einnar og
sömu nefndar. Nefndir um mál frá
kjördæmunum voru því ekki marg-
ar. Það vottar því harla lítið um
álit Þorsteins á þinginu, þótt hann
væri í enga nefnd kosinn. Og af
setu hans á fyrsta og eina þinginu,
sem hann sat, verður harla lítið
ráðið um álit hans á þinginu né
færni til þingsetu. Hitt ber aug-
ljósara vitni um færni hans og álit,
að í héraði sínu hafði hann al-
mennast traust kjósendanna af
þeim mætu hæfileikamönnum, sem
um var að velja.
Hvað svo til þess kom að Þor-
steinn sótti ekki síðara þingið, sem
hann var kosinn til, er ekki kunn-
ugt. Líkast að sjúkleiki hafi vald-
ið, þegar þingför þurfti að hefjast.
Ekki er annað kunnugt en að hann
hafi haldið áliti sínu og vinsæld-
um í héraðinu til dauðadags.
Af keppendunum um þingsætið
eru séra Einar og Guttormur svo
kunnir menn, að ekki þarf að gjöra
frekari grein fyrir þeim. Þorsteinn
á Bakka var gildur bóndi, sem kom
einn síns liðs til kosningarinnar
langa vegu. Hann var utanhéraðs-
maður að ætt og uppruna. Álit
á honum hefur ekki verið lítið, svo
nærri sem lét, að hann fengi sæti
varaþingmanns. Jóhannes á Hall-
geirsstöðum var vel metinn og vin-
sæll bóndi og forráðamaður í sveit
sinni.
Nú er á það að líta nánar, hver
hann var og hvernig gerður þessi
maður, sem eindregnast fylgi hlaut
við kosninguna.
Þorsteinn á Hreimsstöðum var
þingeyskur að ætt, sonur Skíða-
Gunnars Þorsteinssonar bónda á
Ási í Kelduhverfi, og því föður-
bróðir séra Sigurðar á Desjamýri
og Hallormsstað. Er sú ætt al-
kunn. Tæplega hálf þrítugur að
aldri réðst hann vorið 1824 í vist
hjá rosknum barnlausum hjónum
á Hreimstöðum, Halli Jónssyni og
Guðrúnu Björnsdóttur. Þau voru
vel við efni og áttu m. a. bújörð
sína. Áður hafði Þorsteinn vistast