Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 14
142 LES.bOK. MUKu■ví'.ídÍjALöííNS Endurskoðendur ríkisreikninga voru kosnir Jón Pálmason, Björn Jóhannes son og Jörundur Byrnjólfsson (21.) Fimm menn voru kosnir í nýbýla- stjórn: Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Benedikt Gröndal, Steingrímur Stein- þórsson og Ásmundur Sigurðsson (21.) Þrír menn voru kosnir í stjórn Áburðarverksmiðjunnar: Pétur Gunn- arsson, Kjartan Ólafsson og Vilhjálm- ur Þór (21.) Fimm menn voru kosnir í stjórn Síldarverksmiðjanna: Sveinn Bene- diktsson, Sigurður Ágústsson, Jóhann Möller, Eysteinn Jónsson og Þóroddur Guðmundsson. — í síldarútvegsnefnd voru kosnir: Jón L. Þórðarson, Erlend- ur Þorsteinsson og Björn Kristjánsson (21.) Nýr bátur, Gu-llver, 75 smál., smíð- aður í Danmörk, kom til Seyðisfjarðar (25.) MENN OG MALtFNl Fundur menntamálaráðherra Norð- urlanda haldinn í Ósló 2.—4. febr. Birgir Thorlacíus ráðuneytisstjóri sótti fundinn fyrir íslands hönd (1.) Fiðluleikarinn Tossy Spirakovski kom hingað á vegum Tónlistarfélags- ins (1.) Þórey Sigurjónsdóttir hlaut fyrst ís- lenzkra kvenna ágætiseinkunn við embættispróf í læknisfræði (4.) Sendiherra Finna, frú Tyyne Leivo Larsen, afhenti forseta trúnaðarbréf (4.) Frú Auður Auðuns var endurkjörin forseti bæarstjórnar Reykjavíkur (6.) Frú Gróa Pétursdóttir var kosin for- maður Kvennadeildar Slysavarnafé- lagsins í Reykjavík (7.) Tíu íslenzkum námsmönnum er boð- inn styrkur til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum 1959—60 (8.) Stjórnarkosning fór fram í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks í Reykjavík og sigruðu lýðræðissinnar glæsilega (10.) Baldur Eiríksson var kosinn forseti bæarstjórnar Siglufjarðar (10.) Dr. Sigurður Þórarinsson fór til Nor- zö halda íyrirlestra þar í hé kólum og visinúaíélagi (10.) Vladimir Polevic, sendiherra Júgó- slafíu, afhenti forseta trúnaðarbréf sitt (12.) Árni Jónsson var endurkjörinn for- maður Sjálfstæðisfélags Akureyrar (12.) Tamas Aczel, ungversKur rithöfund- ur, kom hingað á vegum Frjálsrar menningar og flutti fyrirlestra (14.) Stjórnarkosning fór fram í Múrara- félagi Reykjavíkur og sigruðu lýðræðis sinnar glæsilega (17.) Jón ísleifsson verslunarmaður var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisfé- lagsins Skjaldar í Stykkishólmi (18.) Leifur Tómasson var kosinn formað- ur Varðar, félags ungra Sjálfstæðis- manna á Akureyri (18.) Dr. Sigurður Sigurðsson hefur verið skipaður landlæknlr frá 1. janúar 1960 (18.) Búnaðarþing hófst í Reykjavík þann 20. Björn Björnsson sýslumaður tók sæti á Alþingi í stað Sveinbjarnar Högnasonar (21.) Karlakór 'Reykjavíkur hefir verið boðið í tveggja mánaða söngför um Bandaríkin og Kanada haustið 1960 (24.) Dr. Gunnlaugur Þórðarson tók sæti á Alþingi í stað Péturs Péturssonar (24.) Ferðafélag var stofnað í Keflavík og verður deild úr Ferðafélagi Islands (25.) Guðmundur H. Garðarsson var end- urkjörinn formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur (25.) Sýning var haldin á málverkum, sem eiga að sendast til Rússlands og sýnast þar (27.) Konur skipstjórnarmanna á fiski- skipum stofnuðu félag með sér í Reykjavík og heitir það Aldan. For- maður er frú Laufey Halldórsdóttir (27.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.