Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1959, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
135
2),
L
'acjinn lencjir
Þaö lengir dag og landiö sólar nýtur
þótt litur þess sé ennþá mjallahvítur,
og tíminn mjakast móti nýu vori
er moldarilmur fylgir hverju spori.
Nú veröur létt aö þreyja Þorra og Góu
og þakka minningar sem aldrei dóu,
nú eflist sérhver von aö þrótti og þori,
meö þungum tökum fljótiö ísinn brýtur.
Þaö hrindir frá sér oki allra jaka
meö afli þess er lítur ei til baka
en brunar fram og beina leiö sér velur,
sem bíöur ei né stefnu sína felur.
Nú finn eg blóöiö ólga mér í œöum
og œttarmark viö sjálfan Guö á hœöum,
því voriö kallar, heima-mold og melur,
á mína krafta og bíöur stórra taka.
Eg rétti bak, er rökin á mig kalla
aö ryöja ísum, láta stíflur falla
og ganga vorsins gróöurást til handa
meö glööum huga, leysa margan vanda,
sem bíöur enn um byggöir vorra dala,
er bíöa þess aö láta verkin tála
hver drengur sem á þegnrétt Þings og Stranda
J) og þekkir undur Hólms og Stóruvalla.
| ÁRNIG. EYLANDS. |
v> Æ
úr föðurranni vestur til Skaga-
fjarðar og sótt þaðan vertíðir á
Suðurnes, einnig hafði hann stund-
að silfursmíðinám hjá Þorgrími
Tómassyni föður Gríms Thomsen.
Hreimstaðahjón höfðu í fóstri
Snjólaugu dóttur séra Jóns Hall-
grímssonar á Þingmúla og Ingi-
bjargar Þórðardóttur frá Arneiðar-
stöðum, Árnasonar. Dró brátt til
hjúskapar með þeim Þorsteini og
Snjólaugu og tóku þau þá einnig
brátt við jörð og búi. Settist Þor-
steinn þannig þegar að blómlegu
búi og komst brátt til góðs álits í
héraðinu. Sáttanefndarmaður er
hann titlaður við þingkjörið og
síðar varð hann hreppstjóri nokk-
ur ár. Bendir það til vaxandi álits.
— Talið er að Þorsteinn hafi stutt
Sigurð bróðurson sinn til skóla-
náms.
Úr eftirmælum séra Sigurðar
Gunnarssonar er tekin saman eftir-
farandi persónulýsing Þorsteins:
Hann var góðum gáfum gæddur
og dável að sér, vel máli farinn og
manna vinsælastur, prúður maður
í framkomu og kurteis, hreinskil-
inn, tryggur og vinfastur, úrræða-
góður í vandamálum, óhlutdrægur,
góðgjarn og hjálpfús. Mun fáum
hafa þótt vænna um að þiggja en
honum að veita.
Snemma á búskaparárum hans
þótti hann um of hneigður til vín-
drykkju og varð þá stundum stríð-
mæltur og berorður, jafnt við alla.
En engu að síður virtu menn hann
og unnu honum, því hann hafði svo
margt til síns ágætis, sem ekki er
almennt hjá einum manni. — Á
seinni árum hélt hann sér miklu
meir frá víndrykkju og var ávalt
hinn yndislegasti maður í um-
gengni. (Norðri 1859).
Ekki þarf að ætla að hér sé um
ómerka eða ranga lýsingu að ræða,
enda getið þess, sem áfátt þótti.
Séra Sigurður Gunnarsson var svo
merkur maður og vitur, að hon-
um hefur ekki komið til hugar að
bera fram við kunnuga menn Þor-
steini á opinberum vettvangi, það
sem kalla hefði mátt háð ef ekki
hefði satt verið.
Molar
Þetta er talið ágætt bréf:
— Kæri frændi. Fyrirgefðu að eg
skyldi gleyma afmælinu þínu á föstu-
daginn var. Eg ætti það svo sem skilið
að þú gleymdir afmælinu mínu, sem
er á föstudaginn kemur.
---o---
Maður nokkur kom í sjúkrahús, þeg-
ar ekki var heimsóknartími, og spurði
hvort hægt væri að fá að tala við Jón
Jónsson.
— Nei, það er ekki hægt, sagði
hjúkrunarkonan.
— En getið þér þá ekki sagt mér
hvernig Jóni Jónssyni líður?
— Jú, honum líður ágætlega, hann
er á batavegi, sagði hjúkrunarkonan.
— Ó, hvað eg er feginn að heyra
þetta! Eg hefi nú legið hér í sjúkra-
húsinu í viku, og enginn vill segja mér
neitt. Eg klæddi mig því og kom ofan
til þess að fá að vita hvernig mér liðL
Eg er Jón Jónsson.
---o---
— Hjónabandið nú á dögum er eins
og kjörbúð.
— Hvernig má það vera?
— Maður byrjar á því að velja það,
sem manni lizt vel á, en svo verður
maður að borga það á eftir.