Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 148 þessa misjöfnu daga og misjöfnu vikur, er ekkert til. Ég sé fyrir mér annað heimili. Þar eru öll kvöld eins og hátíð. Þá eru pabbi og mamma oftast heima, og ætíð annað hvort þeirra. For- eldrarnir tala við börnin. Rétta þeim hjálparhönd við námið. Ræða við þau um ýmis áhugamál þeirra, svara spurningum þeirra. Ef til vill leika þau lítið eitt við þau, þegar ekki dvelur annað. Friður, öryggi og gleði hvílir yfir þessum litla, sjálfstæða héimi. Börnin finna, að bann er þeim öruggur kastali. Og endurminningin um bernskuheim- ilið verður þeim seinna kærari en flest annað. Svo kemur nóttin. Pabbi eða mamma setjast á sæng- urstokkinn og sitja þar htla stund á meðan allar áhyggjur dagsins eru að gleymast. Ef til vill lesa þau bænirnar með lítlu börnunum sín- um. Hin eldri fara með þær í hljóði. Ef til vill minna þau börnin aðeins á að gleyma nú ekki bænunum sín- um. En þegar kvöldbænin verður að fastri venju, er það oftast óþarfi. Hún kemur af sjálfu sér Ljósin eru slökkt. Friður og ró færist yfir litla hópinn og fyllir sálir barnanna. Þau vita, að pabbi og mamma eru í næsta herbergi, og þau trúa því, að yfir öllu vaki góður guð, og hvað er þá að óttast? Hverju er þá að kvíða? Kvöldbænin er eins konar uppgjör dagsins og innsigli. í henni fela þau þakkir sínar og bænir, hvort sem þau fara með utan að lærðar bænir, eða biðja með sínum eigin orðum, sem er enn betra, þegar þroski leyfir. Og þetta er meira en innantóm venja. Hver einstök bæn er steinn í byggingu skapgerðarinn- ar og hins andlega þroska, en um leið tengiliður milli barnsins og þess kraftar, sem býr að baki allri tilverunni. En er það ekki hræsni að kenna barninu sínu bænir, ef maður á ekki sjálfur þá trú, sem bænirnar byggjast á? munu einhverjir spyrja. Við skulum ekki setja það fyrir okkur, hvað það er kallað. En ef bænin hefur uppeldisgildi fyrir barnið og er því til blessunar og þroska, átt þú að kenna því bænir og hvetja það til að fara með þær, þótt þú sért ekki viss um tilveru neins þess, sem heyrir slíkar bæn- ir. Slík vissa fæst að vísu ekki eftir neinum leiðum nema trúarinnar, ekki einu sinni eftir leiðum vísind- anna. En „Hjálpa þú trúarleysi mínu“, mælti faðir vitskerta drengs ins forðum, þegar allt annað var brostið. Og er það ekki svo enn í dag, og þangað er leitað, þegar ann- að bregst, þótt ekkert sé hugsað um bænir og trú, þegar allt leikur í lyndi. Og ég vil bæta því við, að það barn, sem aldrei hefur lært að fara með bænir í bernsku, og aldrei hefur lært að bera virðingu fyrir neinu æðra en hið daglega líf hefur að bjóða, er snautt, þótt það sé ann- ars vel að heiman búið út í lífið. Barnauppeldi er margþætt og mikilvægt listaverk, ef vel tekst. Kvöldbænin, trúaruppeldið, er að- eins einn þátturinn, og ég vil bæta því við: einn sá mikilvægasti. Og ég vil taka undir það með ýmsum merkum mönnum utan kirkju og innan ,að ég held, að uppeldi æsk- unnar, þjóðlífið allt, skorti ekkert meir nú en meiri og dýpri kristin áhrif, og ég byggi þetta meðal ann- ars á reynslu minni af 26 ára skóla- starfi og starfi með ungu fólki. Fyrir skömmu átti ég tal við eitt merkasta skáld og rithöfund þess- arar þjóðar, og við ræddum um bókmenntir. Hann hélt því fram, að ekki hafi verið skrifuð góð skáldsaga í heiminum sl. 50 ár, og svo bætti hann við: „Það vantar guð í bókmenntirnar". En vantar hann ekki víðar. Við deilum um kóngsins skegg. Við ömumst á víxl við frjálslyndri og íhaldssamri guð- fræði. Það er litið homauga til að- ventista, hjálpræðishersmanna, hvítasunnusafnaða o.s.frv. og víst væri æskilegt, að þessi hjól væru ekki svona mörg. En býr ekki sami krafturinn að baki öllum þessum meira og minna ólíku flokkum? Skín ekki sama sólin á þá alla? Og eitt er víst: Kennarareynsla mín vitnar það, að frá þeim heimilum, sem rækta hugarfar lotningarinnar fyrir einhverju æðra, koma undan- tekningarlítið vel upp aldir og góð- ir skólaþegnar. Þetta gæti verið leiðbeining um gildi kvöldbænar- innar, sem ég hef hér stuttlega gert að umtalsefni, og eitt er nauðsyn- legt: Að maðurinn tilbiðji og virði eitthvað, sem er æðra en hann sjálfur. AVAXTAUPPBOÐ 1 NEW YORK í NEW YORK eru ávextir stldir á upp- boðum. Fer það fram í griðaritóru varningshúsi niður við höfnina. Þegar inn í húsið kemur, blasa fyrst við manni ávaxtakassar í löngum röðum og hlaðið hverjum ofan á annan, svo hleðslan er fimm feta há. Hingað og þangað hefir kassi verið opnaður, svo að væntanlegir kaupendur geti séð vöruna. En uppi á lofti fara uppboðin fram í mörgum stórum sölum. Upp- boðshaldari stendur á upphsekkuðum palli innst í hverjum sal. Borð er fyrir framan hann, og þar sitja tveir að- stoðarmenn, sem fylgjast með boð- unum. Uppboðshaldari endurtekur boðin og hljóðnemi ber rödd hans til gjallar- horna, svo að glymur í salnum, og óvanur maður heyrir varla orðaskil. En kaupendur eru þessu vanir. Þeir standa fremst í salnum og líta elcki við þeim sætum, sem þeim eru setluð. Þeir kalla ekki boð sín, en gefa merki með hendinni. Þegar einhver hefir keypt eins mikið og hann ætlar sér í þessum sal, hraðar hann sér út og inn í næsta sal, til þess að bjóða í það, sem þar er á boð- stólum. Þessir menn ráða svo heildsöluverð- inu á ávöxtum. Ef þeir hafa gert góð kaup, þá lækkar verð á ávöxtum i búðunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.