Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Síða 16
160
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sem enn hafa ekki hlotið viður-
kenningu fræðimanna. Vegna þess,
að þessi jarðfræðiuppgötvun hans
var mjög óvænt og vegna þess,
að hún breytti mjög skilningnum
á sköpunarsögu landsins, var henni
fálega tekið í fyrstu eða jafnvel
fjandsamlega, og þarf því ekki að
undrast þó að hinar síðari upp-
götvanir hans og hinar meiri hafi
enn ekki verið viðurkenndar. Þetta,
að maður skuli hafa gert veiga-
mikla náttúrufræðilega uppgötvun,
sem viðurkennd er nú, en erfitt var
þó að fá viðurkennda, það ætti
sannarlega að gefa mönnum mikla
ástæðu til að vera ekki sannfærð-
ir um, án þess að hafa rannsakað
málavexti, að sá maður hafi ekki
getað gert aðrar uppgötvanir, og
það þegar hann segir, að hann hafi
nú einmitt gert þessar aðrar upp-
götvanir. Þegar gætt er að náms-
ferli dr. Helga og því afreki, sem
hann á skömmum tíma vann í þágu
íslenzkrar jarðfræði, þá er vissu-
lega ástæða til að vera ekki alveg
sannfærður um, að það hljóti að
vera eintóm markleysa, sem fram-
ar öðru er undirrót heimspeki hans.
Jafnvel þó að fljótlega megi sjá,
að þar sé ekki verið í samræmi
við sumar hinar ríkjandi hugmynd-
ir eða hugmyndaleysur, þá er af
því sem á var minnst, mikil ástæða
til þess, að menn, og þá einkum
fræðimenn, láti ekki ógert að
kynna sér málavexti. Og hér er
það nú, að maður, sem að vísu ber
ekki neinn lærdómsstimpil, segir,
eftir að hafa rannsakað þessi efni,
að þar sé um raunverulegar upp-
götvanir að ræða. Eftir að hafa í
tugi ára rannsakað drauma mína
og stundum annara eftir sögusögn-
um þeirra, þá fullyrði ég það, að
skilningur sá, sem dr. Helgi taldi
sig hafa öðlazt á eðli þeirra, er í
alla staði réttur. Þrátt fyrir það
þó að sálfræðingar og aðrir hafi
ekki áttað sig á því enn, þá er
undirrótin að hverjum einasta
draumi sú, að hinn sofandi maður
hefir fengið samband við annan.
Draumlíf eins er ævinlega að und-
irrót vökulíf annars. Og að þessari
niðurstöðu komst dr. Helgi ekki af
öðru en því sama eða sams konar
og leiddi til þess, að hann gerði
forðum hina jarðfræðilegu upp-
götvun sína. Hann komst að þessu
um draumana vegna þess eins, að
hann athugaði þá á raunverulegri
hátt en nokkur hafði athugað
drauma sína áður. í stað þess að
gera sér einhverjar fyrirframhug-
myndir byrjaði hann á að rannsaka
sjálfa draumana og gera sér grein
fyrir því, sem er. Og niðurstaðan
varð ekki einungis þetta, sem þeg-
ar var á vikið, að draumlíf eins
sé ævinlega að undirrót vökulíf
annars, heldur einnig, að þessi
annar sé oftast eða jafnvel að ein-
hverju leyti altaf íbúi annarar jarð-
stjörnu.
III.
Eins og kunnugt er, þá hefir
ýmsum komið í hug, að víðar hljóti
að vera líf en á þessari einu reiki-
stjörnu, sem jörðin er. Enda væri
það miklu furðulegra, ef svo væri
ekki en hitt, að fleiri séu byggðar.
Þetta, að víðar hljóti að vera jarð-
ir en í þessu sólhverfi og að víðar
hljóti að vera líf en á þessari einu
jarðstjörnu, það er í rauninni svo
sjálfsagt, að mikil furða má heita,
að nokkrum manni geti þótt það
ólíklegt. En með skilningi þeim,
sem dr. Helgi gerði sér á eðli og
undirrót draumanna, fer þetta að
komast á svipað stig og þegar leið-
in fannst til þess að geta farið að
rannsaka efni stjarnanna. Eftir að
það uppgötvaðist, að ljósið segir til
um það, hvaða efni er í stjörnun-
um eða ýfirborði þeirra, var fyrst
unnt að fara að tala um stjörnu-
efnafræði. Og nú, þegar eðli
drauma er fundið, er það fyrst að
unnt fer að verða að tala um
stjörnulíffræði. Lífssambandið á
milli stjarnanna, sem í rauninni er
alveg eins sjálfsagt og ljóss og seg-
ulsambönd, uppgötvaðist fyrst með
uppgötvun draumeðlisins, sem
reyndar er ekki nema einn þáttur
þess, sem gerist, þegar sofið er. En
hér kom nú einnig til greina það,
sem nefnt hefir verið miðilssam-
band og stundum hefir sannast, að
var við einn eða annan framliðinn
mann. Og það sem Helgi Pjeturss
gerði sér þar ljóst, var einmitt
þetta, að miðilssvefninn er í raun-
inni sama eðlis og vanalegur svefn,
og væri þó ef til vill betra að orða
þetta á hinn veginn. Vegna þess,
að það er víst ekki alfjarri fólki að
líta svo á, að miðilsástand sé sam-
bandsástand, væri ef til vill betra
að segja, að vanalegur svefn sé að
mestu sama eðlis og miðilssvefn.
En þarna mátti þó gera sér með
nokkuð öðrum hætti grein fyrir
sambandinu. í stað þess, að hjá
vanalega sofandi manni fæst ekki
vitneskja um draumlíf hans fyrr
en eftir á, geta þeir, sem staddir
kunna að vera hjá hinum sofandi
miðli, fengið af vörum hans frá-
sögn af því, sem er að gerast í
draumheimi hans. Eða með öðrum
orðum, í stað þess eftir á að rifja
það upp, sem fyrir mann bar í
svefninum, eða réttara sagt draum-
gjafa manns, geta þeir, sem staddir
eru hjá hinum sofandi miðli, talað
beint við draumgjafa hans. Og hér
fór nú fleira að verða ljóst og
skiljanlegt, sem ekki hafði verið
það áður. Þannig lá það nú ljóst
fyrir, hvernig tilkomnar voru
sumar goðsögur og annað, sem sagt
er af í sumum innblásnum ritum.
Eins og atburðir og sýnir draum-
anna, eins og það, sem sambands-
vera miðilsins segir af lífinu eftir
dauðann, þannig sá dr. Helgi, að
ýmsar goðsögur voru meira og
minna aflagaðar lýsingar á því,