Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Blaðsíða 18
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS bandsins á milli hlutanna eða það, Hversu tilveran er óhugsanleg án þess, þá verður það, hvað sem hver segir, alveg óhjákvæmileg ályktun, að heimurinn sé óendanlegur. VI. Öll tilvera er einstaklingstilvera og sambönd einstaklinga. Að gera sér þetta ljóst er að gera sér ljósa undirstöðu hinnar íslenzku heim- speki. Án sambandanna geta ein- staklingarnir ekki átt sér stað, og samböndin ekki án einstakling- anna. Það hefir aldrei neitt getað orðið til, sem ekki hefir orðið það fyrir sambönd við annað, og þannig hlýtur frumorsök alls að vera sú, að tilveran sé óendanleg. Án óend- anleikans vantaði tilveruna frum- orsök sína, og skal nú í fáum drátt- um segja frá þætti í hinni óendan- legu sögu. Vegna þess, að tilvera hlýtur ævinlega að eiga sér stað einungis á þann hátt, sem vikið var að, kemst ekkert hjá því að sækja fram til nokkurrar aukningar. Sambönd geta ekki átt sér stað án einhverrar hreyfing^r, og fyrir hreyfinguna verður til saga eða atburðarás, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða af sér sköpun nýrra einstaklinga og nýrra sambanda. Hvarvetna í hinum óendanlega heimi sækir verðandin þannig fram, að nýir einstaklingar verði til eins og það, að nýjar minningar verða af því, sem gerist. Og þetta er það, sem liggur að baki því, að heimsþokur efnast og þróast fram. Ný heimshverfi hljóta ævinlega að verða til, sólhverfi, vetrarbrautir og vetrarbrautir vetrarbrauta. Er á :oða til að ætla, rð iivert veldið taki þar við af öðru í hið óendan- lega, hver endanleg stærð sé þáttur 1 annarri miklu stærri. Og þannig er einnig ástæða til að ætla, að sé um kraftinn. Hinn líflausi kraftur takmarkast sennilega á hverjum stað við þá víðáttu, sem svarar einni vetrarbraut vetrarbrauta. Og þar sem aðeins væri um hinn líf- lausa kraft að fæða, þar er mjög sennilegt, að ljósið sé hið hrað- fleygasta. En leiðin fram er að samböndin færist út, verði víðtæk- ari, jafnframt því að verða full- komnari. Og með lífinu á sér stað eitthvað slíkt. Með lífinu verður hafning til annars kraftveldis og æðra, kraftveldis, þar sem víðtæki og hraðfleygi er ósegjanlega miklu meira en víðtæki og hraðfleygi ljósgeislans. Og nú blasir þetta við, sem verið hefir svo fjarri mönnum að vita, að lífið er heimsmagn, jafn vel fremur en nokkurt magn ann- að. í stað þess að líta á það sem mjög þýðingarlaust fyrirbæri í heimsfræðilegum skilningi blasir nú við, að einmitt það hlýtur að standa að baki því, að sólhverfi og vetrarbrautir verði til. Án þeirra tengsla, sem lífgeislinn einn getur verið á milli hinna stærri heims- velda, gæti sá heimur, sem menn nú þekkja, ekki hafa orðið til.’Og þannig má nú einnig fara að skilja að kraftur lífsins muni vera slíkur, að ekkert geti komið þar til jafns. Þar, fremur en hjá nokkrum öðr- um krafti, er um þrotlausa mögu- leika að ræða. Lífið, eins og maður þekkir það hér á jörðu, er vanmagna og ófull- komið. Mætti jafnvel segja, að hér sé ekki nema tilraun til lífs, og eru miklir möguleikar til þess, að sú tilraun geti mistekist til fulls. Þar sem sjúkdómar eru og hatur, svik- semi, sorgir og vonbrigði, þar er lífið ekki komið af leið hinnar hæpnu tilraunar. Ósamstillt líf hlýtur hvarvetna að vera vesalt líf og í námunda við það að farast. En tækist á hinn veginn að fá lif- endurna, og þá einkum hina mann- legu lifendur, að verða betur sam- taka en þeir eru hér, þá mundi þetta breytast til hins betra. Við samstillinguna mundu hinir miklu möguleikar lífsins fara að koma í Ijós og að notum fyrir hvern einn. En byrjun þess, að slíkt mætti verða, er sú, að menn áttuðu sig betur á tilverunni en þeir hafa gert. Einungis af því að sjá hið rétta og gera hið rétta geta menn orðið samhuga og samtaka. Og hér er nú um það að ræða að fá menn til að þiggja hina nauðsynlegustu leiðréttingu. VII. Eins og ég sagði hér í upphafi, þá eru það hinar fornu íslendinga- sögur, sem framar öllu hafa gert hér garðinn frægan, og var þeirra þó og höfunda þeirra víst ekki að miklu getið, þegar þær voru skráð- ar. Hinsvegar mun þess þá miklu fremur hafa verið getið, sem út- lent var eða miður íslenzkt. Og hér er það nú á sama veg, að sagan hefir endurtekið sig. Um þetta framhald íslendingasagnanna, sem hér hefir verið vikið að, má segja að farið hafi nokkuð líkt, enn sem komið er. Um flestar bókmenntir hefir verið rætt og ritað meira en hina íslenzku heimspeki. Og nú er um að gera, að sagan endurtaki sig ekki í þessu efni miklu lengra fram en hún þegar hefir gert. Eftir að hinar fornu sögur voru skráðar, tók ört að halla undan fyr- ir íslenzku þjóðinni, og má segja nokkurnveginn fyrir víst, að sá undanhalli hefir eitthvað verið í ætt við það, að aðrar bókmenntir en einmitt þær voru þá af hinu ríkjandi valdi meira metnar. Hrap- ið niður á við var einmitt fyrst og fremst í því falið, að sá andi, sem birtist í hinum ágætustu íslend- ingasögum, hlaut að víkja fyrir auðmýktarhugsun útlends átrún- aðar og myrkravalds. En þó að illa færi eftir niðurfall hinnar íslenzku fornsnilli, þá mundi að þessu sinni fara miklu verr, ef íslendingum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.