Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Page 22

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1959, Page 22
16« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Februarius — kenndur við hreinsunardaginn. Egyptar gerðu eitt af fyrstu almanökum, sem miðað var við sólarár. Þar var árið talið 12 mán- uðir þrítugnættir, eða 360 dagar. En svo var skotið inn á milli 5 dög- um, sem voru helgihátíðir guð- anna, svo að árið var alls 365 dag- ar. Guðirnir, sem hátíðarnar voru helgaðar, voru þessir: Osirus, Hor- us, Isis, Set og Nepthys. Þetta almanak er enn í gildi í Ethiopíu, nema hvað þessir aukadagar eru ekki lengur helgaðir heiðnum goð- um. Mörg hin fornu almanök byrj- uðu árið við jafndægur á vori og hlýtur að vera langt síðan að menn uppgötvuðu hvenær vorjafndægur voru. Halda menn að Steinhang- inn mikli (Stonehenge) í Bretlandi beri vott um það, en hann er áreið- anlega 4000 ára gamall. Hann er gerður úr tvöföldum hring af steinum, og þegar sólin kemur upp þannig að hana ber milli tveggja ákveðinna steina, þá er vorjafn- dægur. Að þessu leyti er Stein- hanginn öruggur tímamælir enn í dag. Þegar menn tóku að reikna eftir sólarárum, var sá hængur á, að sól- árið er ekki nákvæmlega 365 dag- ar. Árið er 5 klukkustundum, 48 mínútum og 46 sekúndum lengra. Þennan skakka varð einhvern veg- inn að jafna, þar sem árið var talið 365 dagar. Egyptar munu hafa orðið fyrstir manna til þess að veita þessu at- hygli. Þeir miðuðu þá ár sitt ekki aðeins við tungl og sól, heldur einnig við stjörnur. Vísindamenn þe«rra tóku þá ettir því, að Hunda- stjarnan (Sirius) kom upp í austri í dögun á hverju ári, rétt í þann mund, er vöxturinn kemur í Níl. Þeir létu því árið hefjast þann dag, og miðuðu þannig við göngu Hundastjörnunnar. En svo komust þeir að því með nákvæmum rann- sóknum, að á fimm ára fresti mun- aði þetta einum degi, Hundastjarn- an hægði á sér og kom þá upp ein- um degi seinna en áður. Af þessu drógu þeir þá ályktan, að árið mundi vera 365 dagur. Júlíanska tímatalið Almanak það er vér enn notum, er beint frá Egyptum komið. Á því var reist hið júlíanska tímatal, sem stjörnufræðingurinn Sosigenes frá Alexandríu samdi að boði Juliusar Cæsars. Og til virðingar við keis- arann var þá breytt nafni á fimmta mánuði Rómverja, Quintilis, og hann kallaður Julius. Seinna var Sextilis breytt í Ágúst til heið- urs við Ágústinus keisara. Sosi- genes breytti einnig skipan ársins þannig, að það skyldi hefjast 1. janúar, og varð því desember, sem þýðir tíundi mánuður, nú að tólfta mánuði ársins. Sosigenes fylgdi þeirri reglu Egypta að telja árið 365x/4 dag, og hann leiðrétti þennan skakka með því að skjóta inn einum degi fjórða hvert ár og kalla hlaupársdag. Þessi nýskipan virtist gefast ágætlega fyrst í stað. En hér skakkaði þó enn 11 mínútum og 14 sekúndum á ári, og það sagði til sín er fram liðu stundir. Eftir 500 ár var skakkinn orðinn þrír dagar. Og í þann mund er Kolum- bus lagði á stað í landaleit sína, var orðinn nær tíu daga skakki í almanakinu. Gregoríanska tímatalið Þegar á 16. öld reyndu stjörnu- fræðingar að fá Gregory XIII. páfa til þess að breyta almanakinu. Stjörnufræðingurinn Clavius sýndi þá fram á, að vorjafndægur væri nú 11. marz í staðinn fyrir 21. marz. Þetta var mjög óþægilegur skakki fyrir kaþólsku kirkjuna, vegna kirkjuhátíðanna. Og sér- staklega var þetta óþægilegt vegna páskahátíðarinnar. Hún var ákveð- in fyrsta sunnudag eftir fyrstu tunglfyllingu eftir jafndægur. Nú sýndu stjörnufræðingar fram á, að tunglið væri einmitt í fyllingu á páskadaginn. Þetta sannfærði páfann um að hér væri breytingar þörf. Og árið 1582 lét hann leiðrétta almanakið þannig, að næsti dagur eftir 4. október skyldi vera 15. október. í fljótu bragði virtist þetta vera mjög einföld og hagkvæm leið- rétting, en þegar tilkynningin um hana kom, ætlaði allt vitlaust að verða. Þó var breytingin samþykkt þegar í stað í Ítalíu, Spáni, Portú- gal, Frakklandi og Póllandi. Eng- lendingar breyttu ekki tímatalinu fyr en 1752. Rússar fellust ekki á gregorianska tímatalið fyr en eftir byltinguna, eða 1918. Og Tyrkir tóku ekki upp þetta tímatal fyr en 1927. Þegar Bandaríkin keyptu Alaska af Rússum 1867, var júlí- anska tímatalið þar enn í gildi, og varð því að koma þar á nýu tíma- tali. Með breytingu Gregorys páfa á tímatalinu, var eigi aðeins leið- réttur sá skakki, sem orðinn var á júlíanska tímatalinu, heldur voru og gerðar ráðstafanir til þess að skekkjur kæmi ekki fyrir aft- ur. Þetta var gert með því að fella niður þrjú hlaupár á hverjum fjórum öldum. En með fyrri reglu var hlaupár um hver aldamót. Þannig urðu nú hlaupár 1600, 2000 og 2400, en hlaupársdegi sleppt 1700, 1800, 1900, 2100, 2200 og 2300. Með þessu fyrirkomulagi á hlaup- árum verður sólarárið aðeins 26 sekúndum styttra en almanaksár- ið. En það er svo lítill skakki, að hann veldur ekki dagsmun fyr en árið 4905. K

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.