Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Page 6
254
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þau hafa verið nýlega notuð. Þá
eru líka til margar freistingar, sem
þarna má leggja fyrir hann, svo
hann kunni að enda þar sína daga,
ef nægileg þekking, skilningur og
samvizkusemi hjálpast að. Út í þá
sálma fer ég ekki hér, en vona að
það verði rækilega gert síðar, af
okkar reyndustu mönnum.
Þá er síðara atriðið. Flestir munu
viðurkenna, að þegar einhverju á
að hrinda í framkvæmd, veltur
mest á þeim, sem forustuna á að
hafa, að hann sé allt í senn: skjót-
ráður, ósérhlífinn og þrautseigur,
og hafi einnig sem mesta þekkingu,
og helzt reynslu, á verkinu. Væru
nú slíkir útverðir sem víðast, út um
land, og hefðu ráð á öllum þeim
eyðingaraðferðum, sem taldar eru
hyggilegastar og gefa bezta raun,
gegn minkum, þá væri mikil von
um að við gætum, ef til vill fljót-
lega, snúið vörn í sókn. Tækist
það, gæfi það byr í seglin til öfl-
ugri og samstilltari sóknar, gegn
þessari plágu. Því sjálfur óttast ég,
að ókleift reynist — því miður —
að gera minkinn útlægan úr land-
inu. En — tilraunir til þess verður
þó að gera, eftir fremsta megni.
Þetta varð mér sérstaklega ljóst,
á fyrrnefndri göngu minni, um
Hólmatungur. Þar er umhverfi
víða eins gott, til varnar fyrir
minkinn, eins og hugsast getur, og
svipað og í Mývatnssveit. ótal
spurningar komu því í hugann og
ekki stóð á efasemdunum heldur.
Þegar ég virti t. d. fyrir mér, hve
prýðilega minkurinn hafði búið um
sig í einum stað, við Hólmána, svo
ætla mátti, að þar hefði hann haft
á bak við eyrað, að stofna heimili,
flaug mér í hug: Er það ekki ann-
ars mjög varhugavert, að gera
eins mikið að því og gert er, að
sprengja upp og eyðileggja þar
með minkagreni og minkabæli,
sem segja má að séu fremur auð-
tmnin, til þess eins, að drepa dýr-
in? Væri ekki hyggilegra að nota
aðrar aðferðir til að ná þeim? Eða
— er það víst, að tilvonandi minka-
mæður taki ekki gömul húsakynni
til umráða, þótt aðrar bústýrur
hafi gengið þar um garða? Þannig
var ein efasemdin af mörgum. Og
án þess að færa rök fyrir henni
hér, vil ég aðeins geta þess, að séu
góð og fremur auðunnin refagren
eyðilögð, af ásettu ráði, hér í Þing-
eyjarsýslum, teldi ég það svo alvar-
legt spellvirki, að sá, er fram-
kvæmdi það, ætti ekki að koma ná-
lægt grenjavinnslu framar.
Þetta kann að þykja fulldjúpt
tekið á árinni, en við það situr.
Ástæðan er líka sú, að þessar línur
hef ég skrifað í talsverðum víga-
hug, sem magnast því meir, sem ég
hugsa lengur um minkinn, og allt
það böl, sem hann veldur, í unaðs-
reitum þessa lands, sem við þekkj-
um svo vel. 0£ — þar vil ég fyrst
nefna, hin blikandi vötn, tjarnir og
lón, þar sem þúsundir æða- og
andamæðra eru — í nágrenni
þeirra — að skapa nýtt líf, öllum
landsmönnum til ómetanlegrar
blessunar og þroska. Og fái þessi
orð mín því orkað, að einhver, sem
þau les, heiti því, að verða fram-
vegis betur á verði,, í baráttunni
gegn minknum, þá þakka ég hon-
um, af heilum hug.
Segir þú alveg satt?
Tíu dagar eru liðnir, frá því við
félagar vorum í Hólmatungum.
Minningabrotin, hér að framan, eru
tilbúin í póst, þegar ferð fellur til
Kópaskers. Þá rennur bíll í hlaðið.
Ég þekki bílinn og þrír menn ryðj-
ast út úr honum. Þar er Adam
kominn og félagi hans, fyrrnefndi,
er rakti með honum minkaslóðina.
Og þarna er líka Sveinungi, bróðir
Adams. Ég öskra í þá: Ja, — nú er
einhver okkar feigur, því ekki er
það minkurinn? — „Jú. Við höfum
hann hérna í bílnum“, svarar
Adam. Undrun minni verður ekki
lýst. „Segir þú alveg satt?“ Mér
fannst það líkara úrvals lygasögu.
Og svo sagði Adam fréttirnar:
„Það var bruna frost í nótt. Við
fórum snemma, eins og við töluð-
um um, fram eftir á jeppanum. Það
var glymjandi færi, báðar leiðir.
Og það fyrsta, sem við sáum,
merkilegt, var að tveir bogarnir,
undir austari brúnni á Hólmánni,
voru horfnir. Sá þriðji var kyrr
uppi á tröðinni að vestan, vel hul-
inn af blöðum og uppspenntur. En
snærið, sem þú festir þá með, hékk
niður í beljandi strauminn. Þegar
við tókum í það, komu bogarnir
upp, og með þeim heilmikil trássa,
dökkmórauð. Það var minkurinn.
Sá hafði fengið skjótan dauðdaga.
Boginn hafði gripið um vinstri
framfót, ofarlega. Hinir bogarnir
voru allir eins og við skildum við
þá. Og nú sáum við reyndar stokk-
andahjón, rétt sunnan við brýrnar
á Hólmánni, nokkra þresti, rétt yf-
ir bogunum við Melbugsána og
fleiri fugla. Ætli að helið hafi ver-
ið einn???“
Hér verður staðar numið. En
margt var spjallað. Og þarna stóð-
um við lengi og skoðuðum mink-
inn, hátt og lágt — fyrsta minkinn,
sem unninn er og handleikinn, í
Norður-Þingeyjarsýslu.
Þetta var kvendýr. Hún var 820
grömm á þyngd, 53 sm. á lengd og
svo vöðvamikil um háls og bóga,
að okkur hreint blöskraði. Hún
hafði fallegan belg, með jöfnum,
fallegum broddi, og undir öllum
bjórnum var talsvert fitulag. Mag-
inn var tómur, en í þörmunum
sýndist mér kjötmauk. Nokkra sól-
arhringa var hún auðsýnilega búin
að iiggja í vatninu. Eftir tönnun-
um að dæma, virtist mér hún vera
á öðru ári. Legpípur voru hvergi
þrútnar og því engin merki um
fóstur. Það var líka eðlilegt. Því
af gamalli reynslu, við refaeldi,